Jadon Sancho skoraði fyrsta mark leiksins á 24. mínútu og kom Dortmund yfir en sjö mínútum jafnaði Munas Dabbur.
Þannig stóðu leikar í hálfleik en á sjöttu mínútu síðari hálfleiks kom Ihlas Bebou gestunum frá Hoffenheim yfir.
Dortmund virtist vera jafna metin á 58. mínútu er Erling Braut Håland kom boltanum í netið en eftir skoðun VARsjánnar var markið dæmt af.
Níu mínútum fyrir leikslok skoraði Norðmaðurinn hins vegar á ný og þá var engin VARsjá til að bjarga gestunum en lokatölur 2-2.
Erling Haaland in the Bundesliga this season:
— Squawka Football (@Squawka) February 13, 2021
◉ 16 games
◉ 15 goals
On the cusp of averaging a goal/game for Dortmund. pic.twitter.com/aahgoc8a25
Dortmund er með 33 stig í sjötta sæti deildarinnar. Þeir eru búnir að spila 21 leik. Wolfsburg er í fjórða sætin umeð 38 stig og eiga leik til góða á Dortmund.
Hoffenheim er í tólfta sætinu með 23 stig.
Önnur úrslit dagsins í þýska boltanum voru þau að Leverkusen og Mainz gerðu 2-2 jafntefli, Stutgart og Hertha Berlin skildu jöfn 1-1 og markalaust var hjá Werder Bremen og Freiburg.
Svo öllum fjórum leikjum dagsins í þýska boltanum hefur lokið með jafntefli. Hvað ætli gerist klukkan 17.30 er Union Berlin og Schalke 04 eigast við?