„Vonin um kraftaverk lifir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:00 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Lífsspor K2 Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa. Hún ítrekar þakkir til allra þeirra sem hafa tekið þátt í leitinni að John Snorra og þeim Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, samferðamönnum hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra. Leitin að þremenningunum hefur ekki enn borið árangur en yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að halda grunnbúðum opnum. Leit mun því halda áfram eftir því sem veður og aðstæður leyfa. „Ég vil ítreka þakkir mínar til allra sem hafa tekið þátt í leitinni að þeim John Snorra, Ali og J Pablo. Leitin er mjög krefjandi og hefur verið stýrt af pakistönskum yfirvöldum og fagmennska borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur verið ómetanleg. Þeir félagar eru enn týndir en vonin um kraftaverk lifir. Hjörtu okkar, ástvina þeirra, slá með þeim,“ segir Lína Móey. „Það er búið að vera ótrúlegt að finna þann kraft sem hefur verið í leitinni, bæði af hálfu íslenskra, pakistanskra og síleskra yfirvalda. Ekki síður hefur sú umhyggja og sá stuðningur sem fjöldi fólks hefur sýnt okkur styrkt fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Hjartans þakkir til ykkar allra.“ Í gær var greint frá því að fylgdar- og aðstoðarmenn Johns Snorra, Sadparas og Mohrs væru á heimleið. Víðtæk leit hefur farið fram að göngumönnunum í fjallinu en þeirra hefur nú verið saknað í tíu daga. Gervihnattamyndir hafa verið skoðaðar, fjallið sjálft gengið að hluta og pakistanski herinn leitað úr lofti. Vanessa O´Brien sem var í fylgdarliðinu sagði frá því í gær að svefnpokar, rifin tjöld og dýnur hafi fundist á fjallinu en engin ummerki um mennina þrjá. Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherrann á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, sagði frá því á Twitter að John Snorri hafi verið með tvö tæki, sem gefa frá sér staðsetningarupplýsingar, með sér á fjallinu og fartölvu að auki. Hann hafi skilið fartölvuna og annað staðsetningartækið eftir í grunnbúðunum á K2. Hitt staðsetningartækið hafi hætt að senda frá sér merki 5. febrúar klukkan 7:13 að staðartíma og hafi hann þá verið í 7.843 metra hæð. Sajid hafi verið með honum á þeim tímapunkti en engin merki hafa borist frá tækinu síðan. O´Brien sagði í gær að boðað yrði til blaðamannafundar í dag og að þar verði sérstaklega greint frá fréttum sem tengjast Ali Sadpara. Fréttin hefur verið uppfærð. John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Hún ítrekar þakkir til allra þeirra sem hafa tekið þátt í leitinni að John Snorra og þeim Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, samferðamönnum hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra. Leitin að þremenningunum hefur ekki enn borið árangur en yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að halda grunnbúðum opnum. Leit mun því halda áfram eftir því sem veður og aðstæður leyfa. „Ég vil ítreka þakkir mínar til allra sem hafa tekið þátt í leitinni að þeim John Snorra, Ali og J Pablo. Leitin er mjög krefjandi og hefur verið stýrt af pakistönskum yfirvöldum og fagmennska borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur verið ómetanleg. Þeir félagar eru enn týndir en vonin um kraftaverk lifir. Hjörtu okkar, ástvina þeirra, slá með þeim,“ segir Lína Móey. „Það er búið að vera ótrúlegt að finna þann kraft sem hefur verið í leitinni, bæði af hálfu íslenskra, pakistanskra og síleskra yfirvalda. Ekki síður hefur sú umhyggja og sá stuðningur sem fjöldi fólks hefur sýnt okkur styrkt fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Hjartans þakkir til ykkar allra.“ Í gær var greint frá því að fylgdar- og aðstoðarmenn Johns Snorra, Sadparas og Mohrs væru á heimleið. Víðtæk leit hefur farið fram að göngumönnunum í fjallinu en þeirra hefur nú verið saknað í tíu daga. Gervihnattamyndir hafa verið skoðaðar, fjallið sjálft gengið að hluta og pakistanski herinn leitað úr lofti. Vanessa O´Brien sem var í fylgdarliðinu sagði frá því í gær að svefnpokar, rifin tjöld og dýnur hafi fundist á fjallinu en engin ummerki um mennina þrjá. Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherrann á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, sagði frá því á Twitter að John Snorri hafi verið með tvö tæki, sem gefa frá sér staðsetningarupplýsingar, með sér á fjallinu og fartölvu að auki. Hann hafi skilið fartölvuna og annað staðsetningartækið eftir í grunnbúðunum á K2. Hitt staðsetningartækið hafi hætt að senda frá sér merki 5. febrúar klukkan 7:13 að staðartíma og hafi hann þá verið í 7.843 metra hæð. Sajid hafi verið með honum á þeim tímapunkti en engin merki hafa borist frá tækinu síðan. O´Brien sagði í gær að boðað yrði til blaðamannafundar í dag og að þar verði sérstaklega greint frá fréttum sem tengjast Ali Sadpara. Fréttin hefur verið uppfærð.
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira