Í sumar skiptu Barcelona og Juventus á leikmönnum. Arthur fór til Juventus og í staðinn fór Pjanic til Spánar. Pjanic hefur einungis byrjað fimm leiki í spænsku úrvalsdeildinni það sem af er.
Bosníumaðurinn er ekki sáttur með hversu lítið hann hefur spilað og segir hann ekki þekkja þessa stöðu frá fyrrum félögum sínum; Metz, Lyon, Roma og Juventus.
„Ég hef spilað í öllum þeim félögum sem ég hef verið í og undir öllum þjálfurum sem ég hef spilað hjá,“ sagði Pjanic og hélt áfram.
„Svona stöðu hef ég ekki prufað áður og þetta er auðvitað ekki létt. Það er erfitt að sætta sig við þetta. Ég hef ekki útskýringar á því af hverju ég fæ ekki fleiri mínútur eins og bjóst við.“
„Ég held áfram með að leggja á mig og maður verður að virða þessar ákvarðanir, þó að maður sé ekki sammála þeim. Ég vil skilja eitthvað eftir mig hjá þessu félagi,“ bætti Pjanic við að lokum.
😡 Pjanic frustrated by lack of playing time at Barcelona: "I don't have the exact reasons why I've not had the playing time I expected."https://t.co/xDQC5xrlzd
— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) February 14, 2021

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.