Fjölskylda Jacksons lýsti eftir honum á miðvikudaginn en lögreglan í Hillsborough sýslu í Flórída fann hann á föstudaginn. Samkvæmt starfsfólki hótelsins þar sem Jackson lést hafði hann dvalið þar síðan 11. janúar.
Lögreglan í Hillsborough hefur hafið rannsókn á andláti Jacksons en í yfirlýsingu frá henni kemur fram að engin merki um áverka á líki hans.
Jackson lék í tólf ár í NFL og var þrisvar sinnum valinn til að spila í stjörnuleik deildarinnar.
San Diego Chargers valdi Jackson í nýliðavalinu 2005 og hann lék með liðinu til 2011. Ári seinna gekk hann í raðir Tampa Bay Buccaneers þar sem hann lék í fimm ár.

NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.