Akureyri er miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi Hilda Jana Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2021 15:01 Nær aldarfjórðungur er liðinn síðan fyrsta norðurslóðastofnun Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, hóf starfsemi sína á Akureyri og nær tveir áratugir frá því að nokkrar háskólastofnanir nyrst á norðurhveli jarðar tóku höndum saman og stofnuðu Háskóla norðurslóða, Háskólinn á Akureyri þar á með. Þorsteinn Gunnarsson, þáverandi rektor Háskólans á Akureyri hafði mjög skýra sýn á þeim tíma þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið árið 1999 „Við stefnum að því að Akureyri verði alþjóðleg miðstöð í málefnum norðurslóða og höfum orðið vör við mikinn áhuga erlendra samstarfsaðila okkar á að tengjast betur íslenskum fræðimönnum og stofnunum. Það er góður grundvöllur fyrir Íslendinga að taka forystu í ýmsum málum er tengjast norðurslóðum, sem er hraðvaxandi málaflokkur.“ Í dag eru fjölmargar stofnanir og skrifstofur á sviði norðurslóðamála staðsettar á Akureyri á Borgum, sem er með sanni Norðurslóðamiðstöð Íslands. Má þar nefna, auk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri, Norðurslóðanet Íslands, Rannsóknaþing Norðursins, vinnuhópa Norðurskautsráðsins, CAFF og PAME, Alþjóðlega Norðurskautsvísindanefndin og Heimskautaréttarstofnun svo dæmi séu tekin. Þá hefur Akureyrarbær tekið virkan þátt í samstarfi eins og Northern Forum og nú nýlega Arctic Mayors Forum. Allir þessi aðilar hafa til langs tíma unnið að málefnum norðurslóða með einum eða öðrum hætti og á þessum árum hefur orðið mikil breyting á því hvernig við hugsum og ræðum um svæðið. Innan þessarar Norðurslóðamiðstöðvar á Íslandi fara fram metnaðarfullar rannsóknir, auk þess sem í Háskólanum á Akureyri er í boði einstakt nám í heimskautarétti. Það er engin tilviljun að nágrannalönd okkar í norðri hafa byggt upp sérstakar þekkingarmiðstöðvar í norðurhéruðum sínum, langt frá höfuðborgunum, svo sem Arctic Centre í Rovaniemi, Fram Center í Tromsö og University of Alaska, Fairbanks. Það er ekki einvörðungu táknrænn gjörningur heldur markviss stefna sem er tvíþætt: Í fyrsta lagi, slík miðstöð er valdeflandi fyrir viðkomandi nærsamfélag og getur verið vaxtarbroddur fyrir rannsóknir og menntun. Í öðru lagi, þá er verið að tryggja að málefni norðurslóða eigi sér samastað hjá þekkingarsamfélagi sem hefur skilning á daglegu lífi og aðbúnaði þeirra sem búa á norðurslóðum, víða í fámennum og dreifðum byggðum. Þessi stefna hefur haft jákvæð áhrif fyrir viðkomandi héruð en hún hefur líka haft jákvæð áhrif á samstarf norðurskautsríkjanna átta, til að mynda á vettvangi Norðurskautsráðsins. Þessi stefna leiðir til þekkingar sem er mótuð af aðlögunarhæfni og þrautseigju íbúanna sjálfra – og þótt hér á landi megi stíga mun ákveðnari skref í átt að því að byggja upp með markvissum hætti þekkingarmiðstöð norðurslóðamála á Akureyri, þá höfum við hingað til fylgt þessari sömu stefnu í yfir tuttugu ár. Sóknaráætlun Norðurlands eystra er stefna íbúa svæðisins sem lýsir því með hvaða hætti við viljum blása til sóknar, en í áætluninni segir meðal annars að hvetja eigi til nýsköpunar í norðurslóðamálum og að Akureyri verði miðstöð fyrir norðurslóðastarfsem í landinu. Stjórn SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, ákvað á dögunum að setja sinn stærsta styrk, 14 milljónir króna, í áhersluverkefni með fyrir sjónum að efla miðstöð Norðurslóða á Íslandi á Akureyri. Við bindum miklar vonir við að að það fjármagn nýtist vel, sem og að ríkisstjórnin komi að eflingu miðstöðvarinnar með öflugum hætti til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, formaður stjórnar Akureyrarstofu og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Akureyri Hilda Jana Gísladóttir Háskólar Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nær aldarfjórðungur er liðinn síðan fyrsta norðurslóðastofnun Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, hóf starfsemi sína á Akureyri og nær tveir áratugir frá því að nokkrar háskólastofnanir nyrst á norðurhveli jarðar tóku höndum saman og stofnuðu Háskóla norðurslóða, Háskólinn á Akureyri þar á með. Þorsteinn Gunnarsson, þáverandi rektor Háskólans á Akureyri hafði mjög skýra sýn á þeim tíma þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið árið 1999 „Við stefnum að því að Akureyri verði alþjóðleg miðstöð í málefnum norðurslóða og höfum orðið vör við mikinn áhuga erlendra samstarfsaðila okkar á að tengjast betur íslenskum fræðimönnum og stofnunum. Það er góður grundvöllur fyrir Íslendinga að taka forystu í ýmsum málum er tengjast norðurslóðum, sem er hraðvaxandi málaflokkur.“ Í dag eru fjölmargar stofnanir og skrifstofur á sviði norðurslóðamála staðsettar á Akureyri á Borgum, sem er með sanni Norðurslóðamiðstöð Íslands. Má þar nefna, auk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri, Norðurslóðanet Íslands, Rannsóknaþing Norðursins, vinnuhópa Norðurskautsráðsins, CAFF og PAME, Alþjóðlega Norðurskautsvísindanefndin og Heimskautaréttarstofnun svo dæmi séu tekin. Þá hefur Akureyrarbær tekið virkan þátt í samstarfi eins og Northern Forum og nú nýlega Arctic Mayors Forum. Allir þessi aðilar hafa til langs tíma unnið að málefnum norðurslóða með einum eða öðrum hætti og á þessum árum hefur orðið mikil breyting á því hvernig við hugsum og ræðum um svæðið. Innan þessarar Norðurslóðamiðstöðvar á Íslandi fara fram metnaðarfullar rannsóknir, auk þess sem í Háskólanum á Akureyri er í boði einstakt nám í heimskautarétti. Það er engin tilviljun að nágrannalönd okkar í norðri hafa byggt upp sérstakar þekkingarmiðstöðvar í norðurhéruðum sínum, langt frá höfuðborgunum, svo sem Arctic Centre í Rovaniemi, Fram Center í Tromsö og University of Alaska, Fairbanks. Það er ekki einvörðungu táknrænn gjörningur heldur markviss stefna sem er tvíþætt: Í fyrsta lagi, slík miðstöð er valdeflandi fyrir viðkomandi nærsamfélag og getur verið vaxtarbroddur fyrir rannsóknir og menntun. Í öðru lagi, þá er verið að tryggja að málefni norðurslóða eigi sér samastað hjá þekkingarsamfélagi sem hefur skilning á daglegu lífi og aðbúnaði þeirra sem búa á norðurslóðum, víða í fámennum og dreifðum byggðum. Þessi stefna hefur haft jákvæð áhrif fyrir viðkomandi héruð en hún hefur líka haft jákvæð áhrif á samstarf norðurskautsríkjanna átta, til að mynda á vettvangi Norðurskautsráðsins. Þessi stefna leiðir til þekkingar sem er mótuð af aðlögunarhæfni og þrautseigju íbúanna sjálfra – og þótt hér á landi megi stíga mun ákveðnari skref í átt að því að byggja upp með markvissum hætti þekkingarmiðstöð norðurslóðamála á Akureyri, þá höfum við hingað til fylgt þessari sömu stefnu í yfir tuttugu ár. Sóknaráætlun Norðurlands eystra er stefna íbúa svæðisins sem lýsir því með hvaða hætti við viljum blása til sóknar, en í áætluninni segir meðal annars að hvetja eigi til nýsköpunar í norðurslóðamálum og að Akureyri verði miðstöð fyrir norðurslóðastarfsem í landinu. Stjórn SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, ákvað á dögunum að setja sinn stærsta styrk, 14 milljónir króna, í áhersluverkefni með fyrir sjónum að efla miðstöð Norðurslóða á Íslandi á Akureyri. Við bindum miklar vonir við að að það fjármagn nýtist vel, sem og að ríkisstjórnin komi að eflingu miðstöðvarinnar með öflugum hætti til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, formaður stjórnar Akureyrarstofu og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun