Lukibra-málinu ekki lokið fyrir risaleikinn á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2021 17:46 Upp úr sauð á milli Romelus Lukaku og Zlatans Ibrahimovic í Mílanóslagnum í bikarnum í síðasta mánuði. Getty/Claudio Villa Romelu Lukaku segir Zlatan Ibrahimovic ekki hafa verið með kynþáttaníð í sinn garð þegar að þeir rifust harkalega í bikarslag Mílanóliðanna í síðasta mánuði. Þeir ættu að geta mæst í stórleiknum í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina. Lukaku og Zlatan fengu gult spjald hvor um sig eftir að hafa rifist, og á einum tímapunkti nuddað saman höfðum, í bikarleik Inter og AC Milan. Lukaku og félagar í Inter fögnuðu sigri en féllu svo úr leik í keppninni með tapi gegn Juventus. Zlatan fékk annað gult spjald í bikarleiknum og þar með rautt en enn er ekki ljóst hvaða refsingu hann hlýtur. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fjallaði um þetta og segir að niðurstaða í „Lukibra“-málinu muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir að Mílanóliðin mætast á sunnudaginn. Liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar svo sá leikur gæti ráðið miklu um hvaða lið verður Ítalíumeistari í vor. La Gazzetta dello Sport segir jafnframt að líklegast sé hvort sem er að Zlatan fái tveggja leikja bikarleikjabann og sekt, en ekki almennt bann frá ítölskum fótbolta í ákveðinn tíma. Slíkt bann hefði hann mögulega getað fengið yrði hann fundinn sekur um kynþáttaníð en Zlatan kallaði Lukaku meðal annars asna. Með því að líkja Lukaku við dýrið asna kveðst Zlatan hafa átt við að hann væri ekki með nægilega góða tækni. Í vitnisburði Lukakus mun Belginn hafa varið Zlatan og sagt að ummæli hans hefðu ekki verið rasísk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira
Lukaku og Zlatan fengu gult spjald hvor um sig eftir að hafa rifist, og á einum tímapunkti nuddað saman höfðum, í bikarleik Inter og AC Milan. Lukaku og félagar í Inter fögnuðu sigri en féllu svo úr leik í keppninni með tapi gegn Juventus. Zlatan fékk annað gult spjald í bikarleiknum og þar með rautt en enn er ekki ljóst hvaða refsingu hann hlýtur. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fjallaði um þetta og segir að niðurstaða í „Lukibra“-málinu muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir að Mílanóliðin mætast á sunnudaginn. Liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar svo sá leikur gæti ráðið miklu um hvaða lið verður Ítalíumeistari í vor. La Gazzetta dello Sport segir jafnframt að líklegast sé hvort sem er að Zlatan fái tveggja leikja bikarleikjabann og sekt, en ekki almennt bann frá ítölskum fótbolta í ákveðinn tíma. Slíkt bann hefði hann mögulega getað fengið yrði hann fundinn sekur um kynþáttaníð en Zlatan kallaði Lukaku meðal annars asna. Með því að líkja Lukaku við dýrið asna kveðst Zlatan hafa átt við að hann væri ekki með nægilega góða tækni. Í vitnisburði Lukakus mun Belginn hafa varið Zlatan og sagt að ummæli hans hefðu ekki verið rasísk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira