Guardiola óttast afleiðingar landsleikjahlésins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 16:30 Pep Guardiola lenti í því fyrr í vetur að það komu upp smit innan Manchester City liðsins. Getty/Michael Steele Bestu knattspyrnumenn heims fara á flakk í næsta mánuði og þar á meðal íslensku landsliðsstrákarnir. Einn knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni er strax farinn að vara við afleiðingunum. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé gæti haft skelfilega afleiðingar fyrir sitt lið í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City hefur unnið sextán leiki í röð í öllum keppnum og komið með örugga forystu á toppi deildarinnar. Guardiola er farinn að hugsa fram í tímann og hefur sérstakar áhyggjur af því hvað gerist eftir landsleikjahléið sem er 22. til 31. mars næstkomandi. Guardiola talaði um áhættuna að landsliðsmenn sínir næli sér í kórónuveiruna á ferðinni um heiminn og þynni hópinn hans í framhaldinu. Pep Guardiola warns international break will lead to more Covid cases https://t.co/tEIfGHQ50k— The Guardian (@guardian) February 16, 2021 „Eina leiðin til að verja sig fyrir þessum vírus er að vera heima og fara ekki neitt, halda fjarlægð, snerta engan og ferðast ekki,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi. „Núna fer fólk að ferðast og leikmenn hitta sín landslið. Það er erfitt að stjórna slíkum aðstæðum og ég held að smit eigi eftir að aukast, því miður,“ sagði Guardiola. „Ég vildi helst getað spáð því að ekkert eigi eftir að gerast en við höfum reynsluna af því að áður hafi slíkt þegar gerst í tveggja eða þriggja vikna bylgjum. Svo ef þú tekur áhættu á því að smitast þá munu einhverjir smitast,“ sagði Guardiola. „Mér finnst að enska úrvalsdeildin eigi að hafa áhyggjur af þessu og í raun allar deildir,“ sagði Guardiola. Manchester City mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikurinn fer fram á Goodison Park. Sá leikur átti að fara fram í desember en varð frestað eftir að smit kom upp í liði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé gæti haft skelfilega afleiðingar fyrir sitt lið í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City hefur unnið sextán leiki í röð í öllum keppnum og komið með örugga forystu á toppi deildarinnar. Guardiola er farinn að hugsa fram í tímann og hefur sérstakar áhyggjur af því hvað gerist eftir landsleikjahléið sem er 22. til 31. mars næstkomandi. Guardiola talaði um áhættuna að landsliðsmenn sínir næli sér í kórónuveiruna á ferðinni um heiminn og þynni hópinn hans í framhaldinu. Pep Guardiola warns international break will lead to more Covid cases https://t.co/tEIfGHQ50k— The Guardian (@guardian) February 16, 2021 „Eina leiðin til að verja sig fyrir þessum vírus er að vera heima og fara ekki neitt, halda fjarlægð, snerta engan og ferðast ekki,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi. „Núna fer fólk að ferðast og leikmenn hitta sín landslið. Það er erfitt að stjórna slíkum aðstæðum og ég held að smit eigi eftir að aukast, því miður,“ sagði Guardiola. „Ég vildi helst getað spáð því að ekkert eigi eftir að gerast en við höfum reynsluna af því að áður hafi slíkt þegar gerst í tveggja eða þriggja vikna bylgjum. Svo ef þú tekur áhættu á því að smitast þá munu einhverjir smitast,“ sagði Guardiola. „Mér finnst að enska úrvalsdeildin eigi að hafa áhyggjur af þessu og í raun allar deildir,“ sagði Guardiola. Manchester City mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikurinn fer fram á Goodison Park. Sá leikur átti að fara fram í desember en varð frestað eftir að smit kom upp í liði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira