Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 07:55 Karla Perez og Esperanza Gonzalez hlýja sér yfir grillinu á heimili sínu í Texas sem er án rafmagns vegna kulda og snjóa. Getty/Go Nakamura Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. Í gær voru flestir án rafmagns í Texas eða meira en fjórar milljónir heimila og fyrirtækja. Hitastigið fór niður fyrir frostmark en húsnæði í ríkinu, sem er í suðurhluta Bandaríkjanna, er ekki endilega byggt til þess að halda hita enda loftslagið almennt hlýtt. Þá voru 250 þúsund manns í Appalachia-fjöllunum án rafmagns og fjórar milljónir íbúa í Mexíkó misstu einnig út rafmagnið. Í norðvesturhluta Oregon olli síðan frostregn rafmagnsleysi hjá 250 þúsund manns. Í Chicago féll skólastarf niður í gær vegna mikils fannfergis þar sem jafnfallinn snjór í borginni náði 46 sentimetrum. Í Norður-Karólínu létust þrír í hvirfilbyl og fjögurra manna fjölskylda lést í bruna í Houston sem kviknaði út frá arin í húsi þeirra. Þau höfðu kveikt upp í arninum til að halda á sér hita. Fólk hefur einnig dáið í Louisiana, Kentucky og Missouri, meðal annars í bílslysum. Veðurviðvaranir vegna kulda, vinds og ofankomu hafa verið í gildi allt frá Kanada og niður til Mexíkó. Sé litið veðurspár Bandarísku veðurstofunnar virðist betra veður ekki í kortunum í dag allavega; áfram er til að mynda spáð frosti í miðríkjunum og jafnvel suðurríkjunum. Bandaríkin Veður Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Sjá meira
Í gær voru flestir án rafmagns í Texas eða meira en fjórar milljónir heimila og fyrirtækja. Hitastigið fór niður fyrir frostmark en húsnæði í ríkinu, sem er í suðurhluta Bandaríkjanna, er ekki endilega byggt til þess að halda hita enda loftslagið almennt hlýtt. Þá voru 250 þúsund manns í Appalachia-fjöllunum án rafmagns og fjórar milljónir íbúa í Mexíkó misstu einnig út rafmagnið. Í norðvesturhluta Oregon olli síðan frostregn rafmagnsleysi hjá 250 þúsund manns. Í Chicago féll skólastarf niður í gær vegna mikils fannfergis þar sem jafnfallinn snjór í borginni náði 46 sentimetrum. Í Norður-Karólínu létust þrír í hvirfilbyl og fjögurra manna fjölskylda lést í bruna í Houston sem kviknaði út frá arin í húsi þeirra. Þau höfðu kveikt upp í arninum til að halda á sér hita. Fólk hefur einnig dáið í Louisiana, Kentucky og Missouri, meðal annars í bílslysum. Veðurviðvaranir vegna kulda, vinds og ofankomu hafa verið í gildi allt frá Kanada og niður til Mexíkó. Sé litið veðurspár Bandarísku veðurstofunnar virðist betra veður ekki í kortunum í dag allavega; áfram er til að mynda spáð frosti í miðríkjunum og jafnvel suðurríkjunum.
Bandaríkin Veður Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Sjá meira