Breyta aksturstefnu í Tryggvagötu meðan unnið er að sólartorgi fyrir sumarið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2021 11:49 Tölvugerð mynd af Tryggvagötu eins og hún á að líta út að loknum framkvæmdum í byrjun sumars. Onno Tryggvagata við Tollhúsið í miðbæ Reykjavíkur verður lokuð fyrir akandi umferð fram á sumar á meðn yfirborðsfrágangi við endurnýjun götunnar stendur yfir. Til stendur að gatan verði tilbúin fyrir sumarið en eftir breytingar vill borgin að mannlíf fái að njóta sín í götunni. Hluti af því er sólartorg fyrir framan listaverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu. Reykjavíkurborg og Veitur hófu framkvæmdir á þessum hluta Tryggvagötu í fyrra en yfirborðsfrágangur er eftir. Lagnir eru endurnýjaðar auk þess sem gatan fær nýtt og fallegt yfirborð, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hitastig hefur verið yfir frostmarki í höfuðborginni undanfarið og segir í tilkynningunni að markmiðið sé að nýta góða tíð til að klára þennan hluta verksins á vetramánuðum. Stefnt sé að því að klára stéttina sunnan megin í apríl en að torgið sjálft við listaverkið verði klárt fyrir sumarið. Tryggvagata verður eftir breytingarnar vistgata. Vistgata er gata þar sem umferð gangandi vegfarenda og hægfara ökutækja, eins og reiðhjóla, hjólaskauta eða hjólabretta, hefur forgang umfram umferð bíla og er hraði takmarkaður við gönguhraða og gangandi vegfarendur. Í núgildandi lögum er hámarkshraði á vistgötum 10 km/klst.Onno „Verður gaman að sjá mannlífið færast út á torgið í sumar en rekstraraðilar við Tryggvagötu munu fá tækifæri til að nota hluta torgsins fyrir gesti sína, í samstarfi við Reykjavíkurborg, sem mun áreiðanlega skapa góða stemningu.“ Gönguleið meðfram Tryggvagötu sunnanverðri verður haldið opinni og aðgengi rekstraraðila tryggt. Á meðan grafið er næst húsunum verður notast við rampa til að tryggja aðgengi að þeim rekstri sem þarna er. Tekið er fram að lögð sé áhersla á að sá tími verði sem stystur. Framkvæmdir í Tryggvagötu fyrir framan Tollhúsið hófust í fyrra.Vísir/Vilhelm Framkvæmdasvæðið verður lokað fyrir akandi umferð á meðan á framkvæmdatíma stendur. Umferðin verður með sama hætti og á meðan framkvæmdum stóð á síðasta ári. Umferðarstefnu verður snúið við í hluta Tryggvagötu á milli Pósthússtrætis og Lækjargötu. Þannig verður hægt að beygja frá Pósthússtræti austur Tryggvagötu að Lækjargötu. Tryggvagatan verður lokuð á milli Grófarinnar, frá Grillhúsinu að Naustum. Það svæði breytist í vor í botnlanga sem er aðgengilegur frá Naustum þegar framkvæmdasvæðið færist yfir á gatnamót Grófarinnar. Reykjavík Göngugötur Skipulag Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Reykjavíkurborg og Veitur hófu framkvæmdir á þessum hluta Tryggvagötu í fyrra en yfirborðsfrágangur er eftir. Lagnir eru endurnýjaðar auk þess sem gatan fær nýtt og fallegt yfirborð, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hitastig hefur verið yfir frostmarki í höfuðborginni undanfarið og segir í tilkynningunni að markmiðið sé að nýta góða tíð til að klára þennan hluta verksins á vetramánuðum. Stefnt sé að því að klára stéttina sunnan megin í apríl en að torgið sjálft við listaverkið verði klárt fyrir sumarið. Tryggvagata verður eftir breytingarnar vistgata. Vistgata er gata þar sem umferð gangandi vegfarenda og hægfara ökutækja, eins og reiðhjóla, hjólaskauta eða hjólabretta, hefur forgang umfram umferð bíla og er hraði takmarkaður við gönguhraða og gangandi vegfarendur. Í núgildandi lögum er hámarkshraði á vistgötum 10 km/klst.Onno „Verður gaman að sjá mannlífið færast út á torgið í sumar en rekstraraðilar við Tryggvagötu munu fá tækifæri til að nota hluta torgsins fyrir gesti sína, í samstarfi við Reykjavíkurborg, sem mun áreiðanlega skapa góða stemningu.“ Gönguleið meðfram Tryggvagötu sunnanverðri verður haldið opinni og aðgengi rekstraraðila tryggt. Á meðan grafið er næst húsunum verður notast við rampa til að tryggja aðgengi að þeim rekstri sem þarna er. Tekið er fram að lögð sé áhersla á að sá tími verði sem stystur. Framkvæmdir í Tryggvagötu fyrir framan Tollhúsið hófust í fyrra.Vísir/Vilhelm Framkvæmdasvæðið verður lokað fyrir akandi umferð á meðan á framkvæmdatíma stendur. Umferðin verður með sama hætti og á meðan framkvæmdum stóð á síðasta ári. Umferðarstefnu verður snúið við í hluta Tryggvagötu á milli Pósthússtrætis og Lækjargötu. Þannig verður hægt að beygja frá Pósthússtræti austur Tryggvagötu að Lækjargötu. Tryggvagatan verður lokuð á milli Grófarinnar, frá Grillhúsinu að Naustum. Það svæði breytist í vor í botnlanga sem er aðgengilegur frá Naustum þegar framkvæmdasvæðið færist yfir á gatnamót Grófarinnar.
Reykjavík Göngugötur Skipulag Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira