Gamli Valsmaðurinn entist stutt í starfi í ensku b-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 16:01 Dean Holden á hliðarlínunni sem knattspyrnustjóri Bristol City í enska bikarnum. Getty/Stu Forster Dean Holden var í dag rekinn úr starfi sínum sem knattspyrnustjóri Bristol City í ensku b-deildinni. Síðasti leikur Bristol City liðsins undir stjórn Holden var 2-0 tap á móti Reading í gær en þetta var sjötta tap liðsins í röð. Bristol City var í áttunda sæti eftir 2-1 sigur á Huddersfield Town 26. janúar síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið ekki fengið stig og tapað sex leikjum í röð með markatölunni 2-14. Bristol City er þrátt fyrir þessa eins og hálfs mánaða taphrinu enn í þrettánda sæti deildarinnar en tvö lið gætu komist uppp fyrir liðið með því að vinna leik sem þau eiga inni. Dean Holden er 41 árs gamall og var aðstoðarstjóri Lee Johnson hjá Bristol City í fjögur ár áður en tók við stjórastöðunni. Lee Johnson var látinn fara í júlí og Holden tók fyrst við tímabundið. Í ágúst fékk hann eins árs samning. Back to the drawing board then... All the best to Dean Holden who never once bemoaned injuries or criticised a player in public over his 41 games in charge. Can see why he is so highly thought of. Change of direction for #BristolCity now? https://t.co/8ys8EPdbOq— Gregor MacGregor (@GeeMacGee) February 17, 2021 Holden spilaði síðustu leiki ferilsins með Walsall á árinum 2012 til 2014. Hann spilaði flesta leiki fyrir Oldham Athletic og byrjaði stjóraferil sinn sem aðstoðarstjóri hjá Oldham tímabilið 2014 til 2015. Dean Holden er með Íslandstengingu því hann spilað með Valsliðinu sumarið 2001. Holden kom þá til Hlíðarendaliðsins á láni frá Bolton Wanderers. Holden kom til Vals í maí og hafði þá endaði tímabilið með Bolton með því að vera valinn maður leiksins í lokaleiknum. Á þessum tíma var hann að koma til baka eftir fótbrot. Holden spilaði með Val þar til í byrjun júlí þegar hann var kallaður til æfinga hjá Bolton. Dean Holden spilaði 9 leiki með Valsliðinu, sjö í deild og tvo í bikarnum. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjunum en náði ekki að skora í Valsbúningnum. Dean Holden has been relieved of his duties with immediate effect.Statement:— Bristol City FC (@BristolCity) February 16, 2021 Enski boltinn Valur Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
Síðasti leikur Bristol City liðsins undir stjórn Holden var 2-0 tap á móti Reading í gær en þetta var sjötta tap liðsins í röð. Bristol City var í áttunda sæti eftir 2-1 sigur á Huddersfield Town 26. janúar síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið ekki fengið stig og tapað sex leikjum í röð með markatölunni 2-14. Bristol City er þrátt fyrir þessa eins og hálfs mánaða taphrinu enn í þrettánda sæti deildarinnar en tvö lið gætu komist uppp fyrir liðið með því að vinna leik sem þau eiga inni. Dean Holden er 41 árs gamall og var aðstoðarstjóri Lee Johnson hjá Bristol City í fjögur ár áður en tók við stjórastöðunni. Lee Johnson var látinn fara í júlí og Holden tók fyrst við tímabundið. Í ágúst fékk hann eins árs samning. Back to the drawing board then... All the best to Dean Holden who never once bemoaned injuries or criticised a player in public over his 41 games in charge. Can see why he is so highly thought of. Change of direction for #BristolCity now? https://t.co/8ys8EPdbOq— Gregor MacGregor (@GeeMacGee) February 17, 2021 Holden spilaði síðustu leiki ferilsins með Walsall á árinum 2012 til 2014. Hann spilaði flesta leiki fyrir Oldham Athletic og byrjaði stjóraferil sinn sem aðstoðarstjóri hjá Oldham tímabilið 2014 til 2015. Dean Holden er með Íslandstengingu því hann spilað með Valsliðinu sumarið 2001. Holden kom þá til Hlíðarendaliðsins á láni frá Bolton Wanderers. Holden kom til Vals í maí og hafði þá endaði tímabilið með Bolton með því að vera valinn maður leiksins í lokaleiknum. Á þessum tíma var hann að koma til baka eftir fótbrot. Holden spilaði með Val þar til í byrjun júlí þegar hann var kallaður til æfinga hjá Bolton. Dean Holden spilaði 9 leiki með Valsliðinu, sjö í deild og tvo í bikarnum. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjunum en náði ekki að skora í Valsbúningnum. Dean Holden has been relieved of his duties with immediate effect.Statement:— Bristol City FC (@BristolCity) February 16, 2021
Enski boltinn Valur Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira