Ætla að lenda á Mars í kvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2021 14:01 Hér má sjá Þrautseigju á Mars. Eða öllu heldur tölvuteikningu af jeppanum enda er hann ekki kominn niður á plánetuna. AP/NASA Þrautseigja, nýjasti Mars-jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, á að lenda á Mars stuttu fyrir klukkan níu í kvöld. Hálft ár er frá því jeppanum var skotið á loft. Lendingin er erfiðasti áfangi ferðarinnar. Jeppinn þarf að hægja allsvakalega á sér, en þegar hann fer sem hraðast fer hann um tuttugu þúsund kílómetra á klukkustund. Á þeim hraða gæti maður keyrt frá Reykjavík til Akureyrar á rúmri mínútu. Þrautseigja, eða Perserverance á ensku, á að komast inn í lofthjúp rauðu plánetunnar klukkan 20.48. Sjö mínútum síðar er áætluð lending í Jezero-gígnum. Hvað finnur jeppinn? Það sem er einna áhugaverðast við lendinguna er annars vegar hversu miklum búnaði jeppinn er útbúinn og hins vegar það hvar hann lendir. Þetta er þróaðasta tækið sem NASA hefur sent á Mars. Jeppinn er útbúinn fjölda myndavéla, borvéla og hljóðnema. Þessi tæki munu öll nýtast vel við að skila upplýsingum aftur heim til jarðar. Og það er nóg af áhugaverðum upplýsingum sem gætu fundist í Jezero-gígnum. Gervihnattarmyndir benda til þess að þar hafi áður verið stærðarinnar stöðuvatn. Eins og blaðamaður breska ríkisútvarpsins orðar það þá getur það vel verið að þar sem vatn var í miklu magni hafi líf verið líka. Þrautseigja mun því skoða jarðveginn í von um að finna ummerki um fornar örverur. Erfitt verkefni Breska ríkisútvarpið hafði eftir Matt Wallace, einum af stjórnendum verkefnisins, að lendingar á Mars séu eitt það allra erfiðasta sem geimvísindamenn fengist við. „Næstum helmingur allra lendinga á Mars hefur mistekist. Þannig það verður ansi strembið að komast niður á plánetuna á öruggan hátt.“ NASA hefur náð átta sinnum að lenda á rauðu plánetunni. Mars Vísindi Geimurinn Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Lendingin er erfiðasti áfangi ferðarinnar. Jeppinn þarf að hægja allsvakalega á sér, en þegar hann fer sem hraðast fer hann um tuttugu þúsund kílómetra á klukkustund. Á þeim hraða gæti maður keyrt frá Reykjavík til Akureyrar á rúmri mínútu. Þrautseigja, eða Perserverance á ensku, á að komast inn í lofthjúp rauðu plánetunnar klukkan 20.48. Sjö mínútum síðar er áætluð lending í Jezero-gígnum. Hvað finnur jeppinn? Það sem er einna áhugaverðast við lendinguna er annars vegar hversu miklum búnaði jeppinn er útbúinn og hins vegar það hvar hann lendir. Þetta er þróaðasta tækið sem NASA hefur sent á Mars. Jeppinn er útbúinn fjölda myndavéla, borvéla og hljóðnema. Þessi tæki munu öll nýtast vel við að skila upplýsingum aftur heim til jarðar. Og það er nóg af áhugaverðum upplýsingum sem gætu fundist í Jezero-gígnum. Gervihnattarmyndir benda til þess að þar hafi áður verið stærðarinnar stöðuvatn. Eins og blaðamaður breska ríkisútvarpsins orðar það þá getur það vel verið að þar sem vatn var í miklu magni hafi líf verið líka. Þrautseigja mun því skoða jarðveginn í von um að finna ummerki um fornar örverur. Erfitt verkefni Breska ríkisútvarpið hafði eftir Matt Wallace, einum af stjórnendum verkefnisins, að lendingar á Mars séu eitt það allra erfiðasta sem geimvísindamenn fengist við. „Næstum helmingur allra lendinga á Mars hefur mistekist. Þannig það verður ansi strembið að komast niður á plánetuna á öruggan hátt.“ NASA hefur náð átta sinnum að lenda á rauðu plánetunni.
Mars Vísindi Geimurinn Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31