Flugvirkjar afar ósáttir við úrskurð gerðardóms Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2021 16:27 Frá samningafundi ríkisins og flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Samningamenn náðu ekki saman og var málinu þá skotið til gerðadóms. Guðmundur Úlfar, formaður Flugvirkjafélagsins, segir niðurstöðuna verri en þeir flugvirkjar gátu búist við verstri. vísir/vilhelm Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag. Flugvirkjar hafa nú verið í verkfalli frá 5. nóvember á síðasta ári. Að sögn Guðmundar Úlfars, í samtali við mbl.is, er niðurstaðan sú að kjarasamningur flugvirkja Gæslunnar til næstu tveggja ára byggi á kröfugerð ríkisins frá í október síðastliðins. Hann er afar ósáttur og segir að í engu hafi verið tekið tillit til sjónarmiða flugvirkja sem vildu lengri samning. „Flugvirkjar gæslunnar eru að verða fyrir launatapi með þessum samning sem hleypur á tugum þúsunda,“ heldur Guðmundur fram í samtali við mbl.is en Vísi tókst ekki að ná tali af honum nú síðdegis þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Gengið er út frá kjarahækkunum á grunnkaupi en þær ganga svo til baka á öðrum sviðum og megn sérákvæða er numið á brott. „Þetta er verra en við gátum átt von á verst,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðsmenn og er ómyrkur í máli. Gerðardómur er ítarlegur og eru þar ýmis samingaákvæði rakin og svo útlistun á því hvað samningurinn felur í sér. Kjarasamingurinn gildir frá 1. febrúar 2021 til 31. mars 2023 og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara. Hér má sjá launatöfluna sem tekur til grunnlauna. Úrskurðurinn á vef ríkissáttasemjara í dag. Kjaramál Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 27. nóvember 2020 20:47 Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Flugvirkjar hafa nú verið í verkfalli frá 5. nóvember á síðasta ári. Að sögn Guðmundar Úlfars, í samtali við mbl.is, er niðurstaðan sú að kjarasamningur flugvirkja Gæslunnar til næstu tveggja ára byggi á kröfugerð ríkisins frá í október síðastliðins. Hann er afar ósáttur og segir að í engu hafi verið tekið tillit til sjónarmiða flugvirkja sem vildu lengri samning. „Flugvirkjar gæslunnar eru að verða fyrir launatapi með þessum samning sem hleypur á tugum þúsunda,“ heldur Guðmundur fram í samtali við mbl.is en Vísi tókst ekki að ná tali af honum nú síðdegis þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Gengið er út frá kjarahækkunum á grunnkaupi en þær ganga svo til baka á öðrum sviðum og megn sérákvæða er numið á brott. „Þetta er verra en við gátum átt von á verst,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðsmenn og er ómyrkur í máli. Gerðardómur er ítarlegur og eru þar ýmis samingaákvæði rakin og svo útlistun á því hvað samningurinn felur í sér. Kjarasamingurinn gildir frá 1. febrúar 2021 til 31. mars 2023 og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara. Hér má sjá launatöfluna sem tekur til grunnlauna. Úrskurðurinn á vef ríkissáttasemjara í dag.
Kjaramál Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 27. nóvember 2020 20:47 Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 27. nóvember 2020 20:47
Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20