Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 14:20 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Með þeim á myndinni er Viktor Ingi Sigurðsson vinur þeirra sem tengist þó Bitcoin-málinu ekkert. Landsréttur mildaði í dag dóma yfir fimm mönnum sem sakfelldir voru í svokölluðu Bitcoin-máli í héraðsdómi. Sindri Þór Stefánsson, sem saksóknari taldi höfuðpaur í málinu, var dæmdur í 3,5 árs fangelsi í dag en hafði hlotið 4,5 árs fangelsi í héraði. Refsing hinna fjögurra var stytt um meira en helming. Af þeim sjö sem ákærðir voru í málinu tilheyra fimm vinahóp sem þekkst hefur um langt skeið og samanstendur af þeim Sindra Þór, Hafþóri Loga Hlynssyni, bræðrunum Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav Karlssonum og Viktori Inga Jónassyni. Voru þeir meðal annars í Facebook-hóp sem kenndur var við „föruneytið“. Hafþór Logi hlaut 20 mánaða dóm í héraði en átta mánaða dóm í Landsrétti. Ólíkt var farið í peningaþvættismáli hjá Hafþóri Loga á dögunum þegar Landsréttur þyngdi dóm yfir honum. Matthías Jón fékk 2,5 ára fangelsi í héraði en Landsréttur stytti refsinguna í 15 mánuði. Hann var á dögunum dæmdur í tæplega sex ára fangelsi fyrir aðild að fíkniefnamáli. Viktor Ingi var dæmdur í átta mánaða fangelsi en hafði fengið átján mánaða dóm í héraði. Þá var Pétur Stanislav dæmdur í fimm mánaða fangelsi en refsing hans í héraði var ákveðin átján mánaða fangelsi. Tveir til viðbótar hlutu vægari dóma í málinu í héraði og ákváðu að áfrýja ekki niðurstöðunni til Landsréttar. Þáttur og hlutverk sjömenninganna í innbrotunum voru misjöfn. Samkvæmt ákærunni var 2.250 tölvuíhlutum stolið. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins var metið um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Péturs Stanislavs, segir um sigur að ræða frá niðurstöðunni sem var í héraðsdómi. „Fjallið hefur tekið joðsótt og fæðst lítil mús,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Vísar hann til þess að dómur Péturs var styttur verulega, eða úr átján mánuðum í fimm. Málið vakti heimsathygli og hefur verið fjallað um það í erlendum fjölmiðlum og tímaritum. Meðal annars vakti athygli þegar Sindri Þór flúði af fangelsinu Sogni og flaug til Svíþjóðar með flugvél Icelandair. Í ljós kom að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal farþega í vélinni sem erlendum fjölmiðlum þótti ótrúleg tilviljun. Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Efnahagsbrot Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Af þeim sjö sem ákærðir voru í málinu tilheyra fimm vinahóp sem þekkst hefur um langt skeið og samanstendur af þeim Sindra Þór, Hafþóri Loga Hlynssyni, bræðrunum Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav Karlssonum og Viktori Inga Jónassyni. Voru þeir meðal annars í Facebook-hóp sem kenndur var við „föruneytið“. Hafþór Logi hlaut 20 mánaða dóm í héraði en átta mánaða dóm í Landsrétti. Ólíkt var farið í peningaþvættismáli hjá Hafþóri Loga á dögunum þegar Landsréttur þyngdi dóm yfir honum. Matthías Jón fékk 2,5 ára fangelsi í héraði en Landsréttur stytti refsinguna í 15 mánuði. Hann var á dögunum dæmdur í tæplega sex ára fangelsi fyrir aðild að fíkniefnamáli. Viktor Ingi var dæmdur í átta mánaða fangelsi en hafði fengið átján mánaða dóm í héraði. Þá var Pétur Stanislav dæmdur í fimm mánaða fangelsi en refsing hans í héraði var ákveðin átján mánaða fangelsi. Tveir til viðbótar hlutu vægari dóma í málinu í héraði og ákváðu að áfrýja ekki niðurstöðunni til Landsréttar. Þáttur og hlutverk sjömenninganna í innbrotunum voru misjöfn. Samkvæmt ákærunni var 2.250 tölvuíhlutum stolið. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins var metið um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Péturs Stanislavs, segir um sigur að ræða frá niðurstöðunni sem var í héraðsdómi. „Fjallið hefur tekið joðsótt og fæðst lítil mús,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Vísar hann til þess að dómur Péturs var styttur verulega, eða úr átján mánuðum í fimm. Málið vakti heimsathygli og hefur verið fjallað um það í erlendum fjölmiðlum og tímaritum. Meðal annars vakti athygli þegar Sindri Þór flúði af fangelsinu Sogni og flaug til Svíþjóðar með flugvél Icelandair. Í ljós kom að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal farþega í vélinni sem erlendum fjölmiðlum þótti ótrúleg tilviljun.
Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Efnahagsbrot Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira