Álaborg vann góðan útisigur á GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta, lokatölur 32-35.
Gestirnir voru sterkari frá upphafi til enda í dag og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 20-15. GOG komst aldrei inn í leikinn þó svo að þeim hafi tekist að minnka muninn niður í þrjú mörk undir lok leiks, staðan 35-32 er flautað var til leiksloka.
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti ekki sinn besta leik í marki GOG en hann varði samt sem áður 13 skot í leiknum. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.
Eftir sigur dagsins er Álaborg aðeins stigi á eftir GOG sem trónir á toppi deildarinnar með 34 stig. Viktor Gísli og félagar eiga þó leik til góða.
Óðinn Þór skoraði eitt mark í sex marka sigri Holstebro gegn Árhus á útivelli í dag, lokatölur 24-30. Holstebro er í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.