Mikilvægt að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 21:01 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG og formaður starfshóps menntamálaráðherra um RÚV segir mikilvægt að bregðast við ójafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Formaður nýskipaðs starfshóps stjórnarþingmanna um Ríkisútvarpið segir að áhrif erlendra efnisveitna verði sérstaklega könnuð í vinnunni framundan. Mikilvægt sé að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur falið þremur stjórnarþingmönnum að sætta ólík sjónarmið um Ríkisútvarpið. Í hópnum sitja þingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki, Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG. Kolbeinn segir að markmiðið sé m.a. að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki RÚV . „Þetta er gert svona að þessu sinni sem er mjög gott. Það þarf að kanna til hlýtar hvort að stjórnmálaflokkarnir nái saman niðurstöðu fyrir ráðherra. Svo ef það næst lending um þau flóknu og stóru mál sem þarna eru undir þá vinnur ráðherra væntanlega þingmál sem fer í hefðbundna þinglega meðferð í framhaldinu,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að tekist hafi verið á um fjölmarga þætti Ríkisútvarpsins um langa hríð. Dreifikerfið, almannaþjónustuhlutverkið, fjármögnun stofnunarinnar og hvort hún eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. „Ég hef alltaf sagt við þá sem vilja taka miðilinn af auglýsingamarkaði hvað það þýði. Ég er ekki talsmaður auglýsinga í ríkisfjölmiðli, ég vil bara að við setjumst yfir þetta og skoðum hvernig við tryggjum RÚV tekjur til að sinna mikilvægu hlutverki sínu, sem verða æ mikilvægari einkum þegar kemur að menningarhlutverki stofnunarinnar,“ segir Kolbeinn. Fjölmiðlar á Íslandi hafa misst auglýsingatekjur til erlendra samfélagsmiðla og þá er mikil samkeppni við erlendar efnisveitur á borð við Netflix, Hulu og Amazon Prime. Kolbeinn segir að þetta verið einnig skoðað. „Það er eitt af verkefnum hópsins að skoða áhrif erlendra efnisveitna og samfélagsmiðla á Ríkisútvarpið og um leið á íslenskan fjölmiðlamarkað. Við förum t.d. yfir hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á tekjustreymi þeirra. Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra hafa verið að skoða þetta. Þetta er eitt af stórum málunum sem hópurinn á að kanna. Og jafnvel að leggja fram einhverjar tillögur um hvernig á að bregðast við. Því geta niðurstöður hópsins verið mjög víðfemar, þær geta teygt sig inní skattalög, lög um RÚV og fjölmiðlalög almennt. Ég tel að bregðast þurfi við. Það er ójafnt gefið þegar auglýsingar í innlendum fjölmiðlum kosta töluvert meira út af skattaumhverfi en í erlendum efnisveitum sem skila litlu sem engu til samfélagsins,“ segir Kolbeinn. Starfshópurinn á að skila niðurstöðu fyrir 3. mars. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Netflix Google Facebook Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur falið þremur stjórnarþingmönnum að sætta ólík sjónarmið um Ríkisútvarpið. Í hópnum sitja þingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki, Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG. Kolbeinn segir að markmiðið sé m.a. að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki RÚV . „Þetta er gert svona að þessu sinni sem er mjög gott. Það þarf að kanna til hlýtar hvort að stjórnmálaflokkarnir nái saman niðurstöðu fyrir ráðherra. Svo ef það næst lending um þau flóknu og stóru mál sem þarna eru undir þá vinnur ráðherra væntanlega þingmál sem fer í hefðbundna þinglega meðferð í framhaldinu,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að tekist hafi verið á um fjölmarga þætti Ríkisútvarpsins um langa hríð. Dreifikerfið, almannaþjónustuhlutverkið, fjármögnun stofnunarinnar og hvort hún eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. „Ég hef alltaf sagt við þá sem vilja taka miðilinn af auglýsingamarkaði hvað það þýði. Ég er ekki talsmaður auglýsinga í ríkisfjölmiðli, ég vil bara að við setjumst yfir þetta og skoðum hvernig við tryggjum RÚV tekjur til að sinna mikilvægu hlutverki sínu, sem verða æ mikilvægari einkum þegar kemur að menningarhlutverki stofnunarinnar,“ segir Kolbeinn. Fjölmiðlar á Íslandi hafa misst auglýsingatekjur til erlendra samfélagsmiðla og þá er mikil samkeppni við erlendar efnisveitur á borð við Netflix, Hulu og Amazon Prime. Kolbeinn segir að þetta verið einnig skoðað. „Það er eitt af verkefnum hópsins að skoða áhrif erlendra efnisveitna og samfélagsmiðla á Ríkisútvarpið og um leið á íslenskan fjölmiðlamarkað. Við förum t.d. yfir hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á tekjustreymi þeirra. Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra hafa verið að skoða þetta. Þetta er eitt af stórum málunum sem hópurinn á að kanna. Og jafnvel að leggja fram einhverjar tillögur um hvernig á að bregðast við. Því geta niðurstöður hópsins verið mjög víðfemar, þær geta teygt sig inní skattalög, lög um RÚV og fjölmiðlalög almennt. Ég tel að bregðast þurfi við. Það er ójafnt gefið þegar auglýsingar í innlendum fjölmiðlum kosta töluvert meira út af skattaumhverfi en í erlendum efnisveitum sem skila litlu sem engu til samfélagsins,“ segir Kolbeinn. Starfshópurinn á að skila niðurstöðu fyrir 3. mars.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Netflix Google Facebook Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira