Forsetaframboðið kornið sem fyllti mælinn Sylvía Hall skrifar 20. febrúar 2021 20:12 Hjónabandi Kim Kardashian og Kanye West er lokið. Getty/ Toni Anne Barson Rapparinn Kanye West telur forsetaframboð sitt hafa verið það sem gerði endanlega út af við hjónaband hans og Kim Kardashian. Þetta hefur People eftir heimildarmönnum. Kardashian sótti um skilnað í gær en orðrómar um að hjónabandið væri komið á endastöð höfðu verið háværir um þó nokkurt skeið. Hjónin eru þó sögð ætla sér að ala upp börnin sín fjögur í sameiningu og skilja ekki í illu. Samkvæmt heimildarmanni People er West nú að vinna úr skilnaðinum. Hann leiti til vina sinna með ýmsar vangaveltur um hvað hefði mátt fara betur undanfarin ár, en hann er sannfærður um að forsetaframboðið á síðasta ári hafi gert útslagið. „Hann heldur að forsetaframboðið hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Fyrir það var von, eftir það engin. Það kostaði hann hjónabandið.“ Forsetaframboðið vakti mikla athygli, þó það hafi aldrei þótt líklegt til árangurs. West tilkynnti framboðið síðasta sumar og var lengi val margt óljóst varðandi framboðið. Stofnaði hann sinn eigin flokk sem kallaðist Birthday Party, eða Afmælisflokkinn, og kynnti stefnumál á óhefðbundnum stuðningsmannafundi. Á fundinum ræddi hann „stefnumál“ í samhengi við persónuleg fjölskyldumálefni og talaði meðal annars um þungunarrof og fæðingu dóttur sinnar North West. Sagðist hann ekki vera hlynntur þungunarrofi í dag þó hann væri þeirrar skoðunar að það ætti að vera löglegt, en þegar Kardashian átti von á North hafi hann leitt hugann að því hvort hann væri tilbúinn að eignast barn. „Ég drap næstum dóttur mína… sama þótt eiginkona kona mín myndi skilja við mig eftir þessa ræðu, þá kom hún North í heiminn, meira segja þegar ég vildi það ekki.“ Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar hjálpa Kanye West að komast á kjörseðilinn Nokkrir einstaklingar sem tengjast Repúblikanaflokknum hafa lagt Kanye West lið til að koma honum á kjörseðilinn sem víðast fyrir forsetakosningarnar í haust. Hugsanlegt er talið að repúblikanar telji að framboð West gæti hjálpað Donald Trump forseta að ná endurkjöri. 5. ágúst 2020 20:19 Kanye biður Kim afsökunar Bandaríski tónlistarmaðurinn, tískumógúllinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hefur beðið Kim Kardashian West eiginkonu sína afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega um einkamál fjölskyldunnar. 26. júlí 2020 12:48 Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig opinberlega um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West. 22. júlí 2020 22:43 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Kardashian sótti um skilnað í gær en orðrómar um að hjónabandið væri komið á endastöð höfðu verið háværir um þó nokkurt skeið. Hjónin eru þó sögð ætla sér að ala upp börnin sín fjögur í sameiningu og skilja ekki í illu. Samkvæmt heimildarmanni People er West nú að vinna úr skilnaðinum. Hann leiti til vina sinna með ýmsar vangaveltur um hvað hefði mátt fara betur undanfarin ár, en hann er sannfærður um að forsetaframboðið á síðasta ári hafi gert útslagið. „Hann heldur að forsetaframboðið hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Fyrir það var von, eftir það engin. Það kostaði hann hjónabandið.“ Forsetaframboðið vakti mikla athygli, þó það hafi aldrei þótt líklegt til árangurs. West tilkynnti framboðið síðasta sumar og var lengi val margt óljóst varðandi framboðið. Stofnaði hann sinn eigin flokk sem kallaðist Birthday Party, eða Afmælisflokkinn, og kynnti stefnumál á óhefðbundnum stuðningsmannafundi. Á fundinum ræddi hann „stefnumál“ í samhengi við persónuleg fjölskyldumálefni og talaði meðal annars um þungunarrof og fæðingu dóttur sinnar North West. Sagðist hann ekki vera hlynntur þungunarrofi í dag þó hann væri þeirrar skoðunar að það ætti að vera löglegt, en þegar Kardashian átti von á North hafi hann leitt hugann að því hvort hann væri tilbúinn að eignast barn. „Ég drap næstum dóttur mína… sama þótt eiginkona kona mín myndi skilja við mig eftir þessa ræðu, þá kom hún North í heiminn, meira segja þegar ég vildi það ekki.“
Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar hjálpa Kanye West að komast á kjörseðilinn Nokkrir einstaklingar sem tengjast Repúblikanaflokknum hafa lagt Kanye West lið til að koma honum á kjörseðilinn sem víðast fyrir forsetakosningarnar í haust. Hugsanlegt er talið að repúblikanar telji að framboð West gæti hjálpað Donald Trump forseta að ná endurkjöri. 5. ágúst 2020 20:19 Kanye biður Kim afsökunar Bandaríski tónlistarmaðurinn, tískumógúllinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hefur beðið Kim Kardashian West eiginkonu sína afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega um einkamál fjölskyldunnar. 26. júlí 2020 12:48 Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig opinberlega um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West. 22. júlí 2020 22:43 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Repúblikanar hjálpa Kanye West að komast á kjörseðilinn Nokkrir einstaklingar sem tengjast Repúblikanaflokknum hafa lagt Kanye West lið til að koma honum á kjörseðilinn sem víðast fyrir forsetakosningarnar í haust. Hugsanlegt er talið að repúblikanar telji að framboð West gæti hjálpað Donald Trump forseta að ná endurkjöri. 5. ágúst 2020 20:19
Kanye biður Kim afsökunar Bandaríski tónlistarmaðurinn, tískumógúllinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hefur beðið Kim Kardashian West eiginkonu sína afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega um einkamál fjölskyldunnar. 26. júlí 2020 12:48
Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig opinberlega um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West. 22. júlí 2020 22:43