Von á tilslökunum á næstu dögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 11:58 Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðisráðherra býst við að fá drög að næstu sóttvarnaraðgerðum frá sóttvarnarlækni í dag. Hún gerir ráð fyrir talsverðum tilslökunum. Ekki er búið að ákveða hvort íslenskir ríkisborgarar sem koma til landsins án neikvæðs PCR-prófs verði sektaðir. „Ég býst við að fá drög að minnisblaði sóttvarnarlæknis í dag. Ég tel að við sjáum enn frekari tilslakanir hér innanlands á allra næstu dögum. Við sáum þessa þróun í fyrravor þ.e. hvernig var slakað á smá saman. Þá sáum við að hámarksfjöldi hækkaði en hann er nú 20 og gæti farið í aðra tölu. Þá gætu orðið tilslakanir varðandi íþróttakappleiki, menningarastarfsemi, verslanir og svo framvegis. Við vitum um hvað þetta snýst. Á föstudag tóku gildi hertar aðgerðir á landamærum. Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Þeir sem koma án PCR prófs geta átt von á sektum. Það ákvæði hefur hins vegar enn ekki tekið gildi. Aðspurð um hvort búið sé að ákveða hversu há sektargreiðslan verður svarar Svandís: „Það er ekki komin niðurstaða,“ segir hún. Hún segir enn fremur að ekki liggi enn fyrir hvort eða hvernig íslenskir ríkisborgarar verða sektaðir komi þeir til landsins án PCR-prófs. „Það er ennþá verið að skoða þennan þátt því það liggur fyrir að íslenskir ríkisborgarar komast alltaf til landsins það er stjórnarskrárvarið. Ef þeir eru ekki með neikvæð PCR próf þarf að skoða það en eftir sem áður þá er alltaf þessi tvöfalda skimun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25 Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. 20. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
„Ég býst við að fá drög að minnisblaði sóttvarnarlæknis í dag. Ég tel að við sjáum enn frekari tilslakanir hér innanlands á allra næstu dögum. Við sáum þessa þróun í fyrravor þ.e. hvernig var slakað á smá saman. Þá sáum við að hámarksfjöldi hækkaði en hann er nú 20 og gæti farið í aðra tölu. Þá gætu orðið tilslakanir varðandi íþróttakappleiki, menningarastarfsemi, verslanir og svo framvegis. Við vitum um hvað þetta snýst. Á föstudag tóku gildi hertar aðgerðir á landamærum. Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Þeir sem koma án PCR prófs geta átt von á sektum. Það ákvæði hefur hins vegar enn ekki tekið gildi. Aðspurð um hvort búið sé að ákveða hversu há sektargreiðslan verður svarar Svandís: „Það er ekki komin niðurstaða,“ segir hún. Hún segir enn fremur að ekki liggi enn fyrir hvort eða hvernig íslenskir ríkisborgarar verða sektaðir komi þeir til landsins án PCR-prófs. „Það er ennþá verið að skoða þennan þátt því það liggur fyrir að íslenskir ríkisborgarar komast alltaf til landsins það er stjórnarskrárvarið. Ef þeir eru ekki með neikvæð PCR próf þarf að skoða það en eftir sem áður þá er alltaf þessi tvöfalda skimun,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25 Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. 20. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25
Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. 20. febrúar 2021 20:01