Ísraelar byrja að opna hagkerfið og búið að bólusetja þriðjung þjóðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2021 14:59 Ísraelar hafa fjölmennt í verslunum í dag. EPA/ABIR SULTAN Ráðamenn í Ísrael felldu í dag niður stóran hluta aðgerða sem ætlað hefur verið að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Fyrirtæki voru opnuð í massavís en búið er að bólusetja rúman þriðjung þjóðarinnar eða um þrjár milljónir manna. Starfsemi tiltekinna fyrirtækja eins og líkamsræktarstöðva, hótela og kvikmyndahúsa er þó eingöngu aðgengilega fólki sem hefur fengið „græna passann“ svokallaða. Það er að segja fólk sem hefur verið bólusett og fengið vottorð. Nákvæmlega ár er frá því að Covid-19 smit greindist innan landamæra Ísraels, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá stendur til að opna hagkerfi Ísraels enn meira í næsta mánuði. Þá verða haldnar kosningar í Ísrael en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, tísti um áfangann í gær og sagði hann Ísrael vera fyrsta ríkið til að grípa til þessara aðgerða og væri það vegna samkomulagsins sem ríkisstjórn hans hefði gert við lyfjafyrirtækið Pfizer. Fólki er enn gert að vera með grímum og stunda félagsforðun. Þá er má ekki dansa á skemmtistöðum og bænahús mega einungis taka á móti helmingi hámarksfjölda. Enn eru hlutar skóla ríkisins lokaðir en einungis yngstu nemendum hefur verið hleypt þar inn aftur. AFP fréttaveitan segir að önnur ríki heimsins fylgist náið með því hvernig „græni passinn“ virkar í Ísrael. Litið sé til þess hvernig það virki varðandi enduropnun hagkerfis ríkisins. Times of Israel segir að vefsíðan þar sem fólk sæki um græna passann hafi ítrekað hrunið í dag. Í grein Times of Israel segir að Ísraelar hafi fjölmennt í nýopnuðum fyrirtækjum en sóttvarnarreglum hafi áfram verið fylgt vel eftir. Það hafi þó ekki gengið fullkomlega. Eins og áður segir hafa þrjár milljónir fengið seinni skammt bóluefnis Pfizer. Rúmlega fjórar milljónir hafa fengið fyrri skammtinn. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Starfsemi tiltekinna fyrirtækja eins og líkamsræktarstöðva, hótela og kvikmyndahúsa er þó eingöngu aðgengilega fólki sem hefur fengið „græna passann“ svokallaða. Það er að segja fólk sem hefur verið bólusett og fengið vottorð. Nákvæmlega ár er frá því að Covid-19 smit greindist innan landamæra Ísraels, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá stendur til að opna hagkerfi Ísraels enn meira í næsta mánuði. Þá verða haldnar kosningar í Ísrael en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, tísti um áfangann í gær og sagði hann Ísrael vera fyrsta ríkið til að grípa til þessara aðgerða og væri það vegna samkomulagsins sem ríkisstjórn hans hefði gert við lyfjafyrirtækið Pfizer. Fólki er enn gert að vera með grímum og stunda félagsforðun. Þá er má ekki dansa á skemmtistöðum og bænahús mega einungis taka á móti helmingi hámarksfjölda. Enn eru hlutar skóla ríkisins lokaðir en einungis yngstu nemendum hefur verið hleypt þar inn aftur. AFP fréttaveitan segir að önnur ríki heimsins fylgist náið með því hvernig „græni passinn“ virkar í Ísrael. Litið sé til þess hvernig það virki varðandi enduropnun hagkerfis ríkisins. Times of Israel segir að vefsíðan þar sem fólk sæki um græna passann hafi ítrekað hrunið í dag. Í grein Times of Israel segir að Ísraelar hafi fjölmennt í nýopnuðum fyrirtækjum en sóttvarnarreglum hafi áfram verið fylgt vel eftir. Það hafi þó ekki gengið fullkomlega. Eins og áður segir hafa þrjár milljónir fengið seinni skammt bóluefnis Pfizer. Rúmlega fjórar milljónir hafa fengið fyrri skammtinn.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira