Stoltur liðsfélagi Gylfa: Við skrifuðum söguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 13:00 James Rodriguez og Gylfi Sigurðsson standa við boltann í aukaspyrnu Everton fyrr á tímabilinu. Getty/Tony McArdle James Rodriguez var ánægður í viðtölum við fjölmiðla í heimalandi sínu Kólumbíu eftir 2-0 sigur Everton á Anfield um helgina. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark Everton í leiknum en James Rodriguez lagði upp það fyrra fyrir Brasilíumanninn Richarlison. Everton vann þarna sinn fyrsta sigur á Anfield á þessari öld (sá síðasti vannst 1999) og sinn fyrsta sigur á Liverpool eftir tuttugu leikja bið.Everton náði líka Liverpool að stigum og á að auki leiki inni á nágranna sína. „Þetta var mjög erfiður leikur. Það vita allir að Liverpool er með frábært lið. Ég tel að þeir séu eitt af þeim þremur liðum sem spila besta fótboltann í dag,“ sagði James Rodriguez í viðtali við blaðamann Marca Claro í Kólumbíu. The merseyside derby is ours. pic.twitter.com/VBBYLUXfcc— James Rodríguez (@jamesdrodriguez) February 20, 2021 „Ég er ánægður með að hafa hjálpað liði mínu að vinna leikinn í dag. Everton hafði ekki unnið á Anfield síðan 1999 svo við skrifum söguna í þessum leik. Ég var ánægður að fá að hafa tekið þátt í því. Ég vona að okkur gangi vel áfram,“ sagði Rodriguez. Það voru einhverjar slúðurfréttir um óánægju hjá Kólumbíumanninum en hann segir ekkert til í því. „Ég er ánægður hérna. Við vitum öll að þetta er nýtt svið fyrir mig. Ég er næstum því orðinn þrítugur. Ég er ánægður með að fá að kynnast einhverju nýju og þetta safnast allt saman í púkkið,“ sagði Rodriguez. James Rodriguez | We ve made history I m happy I was there Everton star speaks to home country s media after Liverpool match. https://t.co/CSS2buwpKC #efc #coyb #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) February 21, 2021 „Það mun reyna á Everton á næstunni. Allir vita það að í ensku úrvalsdeildinni þá er leikur á þriggja daga fresti og hver leikur er eins og úrslitaleikur. Þú þarft að vera tilbúinn og nógu viljasterkur til að vinna,“ sagði Rodriguez. „Það eru leikir hjá okkur þar sem hlutirnir ganga vel og aðrir þar sem þeir ganga illa. Fótboltinn er samt mjög harður núna. Það eru lið sem hafa ekki mikil gæði en þau reyna að vinna með því að láta finna fyrir sér og brjóta af sér. Við erum tilbúnir í öllum leikjum og viljum spila góðan fótbolta,“ sagði James Rodriguez. James Rodriguez hefur komið að níu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili (5 mörk og 4 stoðsendingar) en Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið að sex mörkum (4 mörk og 2 stoðsendingar). James Rodriguez becomes the first Everton player to assist a goal home AND away against Liverpool in the same Premier League season pic.twitter.com/Gb5BTsRCwq— ESPN UK (@ESPNUK) February 20, 2021 Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark Everton í leiknum en James Rodriguez lagði upp það fyrra fyrir Brasilíumanninn Richarlison. Everton vann þarna sinn fyrsta sigur á Anfield á þessari öld (sá síðasti vannst 1999) og sinn fyrsta sigur á Liverpool eftir tuttugu leikja bið.Everton náði líka Liverpool að stigum og á að auki leiki inni á nágranna sína. „Þetta var mjög erfiður leikur. Það vita allir að Liverpool er með frábært lið. Ég tel að þeir séu eitt af þeim þremur liðum sem spila besta fótboltann í dag,“ sagði James Rodriguez í viðtali við blaðamann Marca Claro í Kólumbíu. The merseyside derby is ours. pic.twitter.com/VBBYLUXfcc— James Rodríguez (@jamesdrodriguez) February 20, 2021 „Ég er ánægður með að hafa hjálpað liði mínu að vinna leikinn í dag. Everton hafði ekki unnið á Anfield síðan 1999 svo við skrifum söguna í þessum leik. Ég var ánægður að fá að hafa tekið þátt í því. Ég vona að okkur gangi vel áfram,“ sagði Rodriguez. Það voru einhverjar slúðurfréttir um óánægju hjá Kólumbíumanninum en hann segir ekkert til í því. „Ég er ánægður hérna. Við vitum öll að þetta er nýtt svið fyrir mig. Ég er næstum því orðinn þrítugur. Ég er ánægður með að fá að kynnast einhverju nýju og þetta safnast allt saman í púkkið,“ sagði Rodriguez. James Rodriguez | We ve made history I m happy I was there Everton star speaks to home country s media after Liverpool match. https://t.co/CSS2buwpKC #efc #coyb #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) February 21, 2021 „Það mun reyna á Everton á næstunni. Allir vita það að í ensku úrvalsdeildinni þá er leikur á þriggja daga fresti og hver leikur er eins og úrslitaleikur. Þú þarft að vera tilbúinn og nógu viljasterkur til að vinna,“ sagði Rodriguez. „Það eru leikir hjá okkur þar sem hlutirnir ganga vel og aðrir þar sem þeir ganga illa. Fótboltinn er samt mjög harður núna. Það eru lið sem hafa ekki mikil gæði en þau reyna að vinna með því að láta finna fyrir sér og brjóta af sér. Við erum tilbúnir í öllum leikjum og viljum spila góðan fótbolta,“ sagði James Rodriguez. James Rodriguez hefur komið að níu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili (5 mörk og 4 stoðsendingar) en Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið að sex mörkum (4 mörk og 2 stoðsendingar). James Rodriguez becomes the first Everton player to assist a goal home AND away against Liverpool in the same Premier League season pic.twitter.com/Gb5BTsRCwq— ESPN UK (@ESPNUK) February 20, 2021
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira