Stoltur liðsfélagi Gylfa: Við skrifuðum söguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 13:00 James Rodriguez og Gylfi Sigurðsson standa við boltann í aukaspyrnu Everton fyrr á tímabilinu. Getty/Tony McArdle James Rodriguez var ánægður í viðtölum við fjölmiðla í heimalandi sínu Kólumbíu eftir 2-0 sigur Everton á Anfield um helgina. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark Everton í leiknum en James Rodriguez lagði upp það fyrra fyrir Brasilíumanninn Richarlison. Everton vann þarna sinn fyrsta sigur á Anfield á þessari öld (sá síðasti vannst 1999) og sinn fyrsta sigur á Liverpool eftir tuttugu leikja bið.Everton náði líka Liverpool að stigum og á að auki leiki inni á nágranna sína. „Þetta var mjög erfiður leikur. Það vita allir að Liverpool er með frábært lið. Ég tel að þeir séu eitt af þeim þremur liðum sem spila besta fótboltann í dag,“ sagði James Rodriguez í viðtali við blaðamann Marca Claro í Kólumbíu. The merseyside derby is ours. pic.twitter.com/VBBYLUXfcc— James Rodríguez (@jamesdrodriguez) February 20, 2021 „Ég er ánægður með að hafa hjálpað liði mínu að vinna leikinn í dag. Everton hafði ekki unnið á Anfield síðan 1999 svo við skrifum söguna í þessum leik. Ég var ánægður að fá að hafa tekið þátt í því. Ég vona að okkur gangi vel áfram,“ sagði Rodriguez. Það voru einhverjar slúðurfréttir um óánægju hjá Kólumbíumanninum en hann segir ekkert til í því. „Ég er ánægður hérna. Við vitum öll að þetta er nýtt svið fyrir mig. Ég er næstum því orðinn þrítugur. Ég er ánægður með að fá að kynnast einhverju nýju og þetta safnast allt saman í púkkið,“ sagði Rodriguez. James Rodriguez | We ve made history I m happy I was there Everton star speaks to home country s media after Liverpool match. https://t.co/CSS2buwpKC #efc #coyb #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) February 21, 2021 „Það mun reyna á Everton á næstunni. Allir vita það að í ensku úrvalsdeildinni þá er leikur á þriggja daga fresti og hver leikur er eins og úrslitaleikur. Þú þarft að vera tilbúinn og nógu viljasterkur til að vinna,“ sagði Rodriguez. „Það eru leikir hjá okkur þar sem hlutirnir ganga vel og aðrir þar sem þeir ganga illa. Fótboltinn er samt mjög harður núna. Það eru lið sem hafa ekki mikil gæði en þau reyna að vinna með því að láta finna fyrir sér og brjóta af sér. Við erum tilbúnir í öllum leikjum og viljum spila góðan fótbolta,“ sagði James Rodriguez. James Rodriguez hefur komið að níu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili (5 mörk og 4 stoðsendingar) en Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið að sex mörkum (4 mörk og 2 stoðsendingar). James Rodriguez becomes the first Everton player to assist a goal home AND away against Liverpool in the same Premier League season pic.twitter.com/Gb5BTsRCwq— ESPN UK (@ESPNUK) February 20, 2021 Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark Everton í leiknum en James Rodriguez lagði upp það fyrra fyrir Brasilíumanninn Richarlison. Everton vann þarna sinn fyrsta sigur á Anfield á þessari öld (sá síðasti vannst 1999) og sinn fyrsta sigur á Liverpool eftir tuttugu leikja bið.Everton náði líka Liverpool að stigum og á að auki leiki inni á nágranna sína. „Þetta var mjög erfiður leikur. Það vita allir að Liverpool er með frábært lið. Ég tel að þeir séu eitt af þeim þremur liðum sem spila besta fótboltann í dag,“ sagði James Rodriguez í viðtali við blaðamann Marca Claro í Kólumbíu. The merseyside derby is ours. pic.twitter.com/VBBYLUXfcc— James Rodríguez (@jamesdrodriguez) February 20, 2021 „Ég er ánægður með að hafa hjálpað liði mínu að vinna leikinn í dag. Everton hafði ekki unnið á Anfield síðan 1999 svo við skrifum söguna í þessum leik. Ég var ánægður að fá að hafa tekið þátt í því. Ég vona að okkur gangi vel áfram,“ sagði Rodriguez. Það voru einhverjar slúðurfréttir um óánægju hjá Kólumbíumanninum en hann segir ekkert til í því. „Ég er ánægður hérna. Við vitum öll að þetta er nýtt svið fyrir mig. Ég er næstum því orðinn þrítugur. Ég er ánægður með að fá að kynnast einhverju nýju og þetta safnast allt saman í púkkið,“ sagði Rodriguez. James Rodriguez | We ve made history I m happy I was there Everton star speaks to home country s media after Liverpool match. https://t.co/CSS2buwpKC #efc #coyb #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) February 21, 2021 „Það mun reyna á Everton á næstunni. Allir vita það að í ensku úrvalsdeildinni þá er leikur á þriggja daga fresti og hver leikur er eins og úrslitaleikur. Þú þarft að vera tilbúinn og nógu viljasterkur til að vinna,“ sagði Rodriguez. „Það eru leikir hjá okkur þar sem hlutirnir ganga vel og aðrir þar sem þeir ganga illa. Fótboltinn er samt mjög harður núna. Það eru lið sem hafa ekki mikil gæði en þau reyna að vinna með því að láta finna fyrir sér og brjóta af sér. Við erum tilbúnir í öllum leikjum og viljum spila góðan fótbolta,“ sagði James Rodriguez. James Rodriguez hefur komið að níu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili (5 mörk og 4 stoðsendingar) en Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið að sex mörkum (4 mörk og 2 stoðsendingar). James Rodriguez becomes the first Everton player to assist a goal home AND away against Liverpool in the same Premier League season pic.twitter.com/Gb5BTsRCwq— ESPN UK (@ESPNUK) February 20, 2021
Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira