Milljónamarkaður ferðaþjónustunnar - keyrum þetta í gang Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2021 12:00 Enn strangari sóttvarnaraðgerðir tóku gildi á landamærunum 19. febrúar s.l. Þetta hefur glumið í fjölmiðlum og sjónum beint að því hversu ómögulegt það er fyrir fólk að ferðast milli landa nú á tímum. En heimsfaraldurinn er í rénun því fjöldi nýrra smita er hratt á niðurleið. Bóluefnin eru komin í dreifingu og það er líka jákvætt. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri gríðarlegu kreppu sem ferðaþjónusta á Íslandi glímir nú við og það hryggir mig að sjá svo marga af mínum góðu vinum og fyrrum samstarfsfólki í fluginu vera atvinnulaust og í óvissu með framtíðina. En nú hlýtur að fara verða lag til að bretta upp ermar og hætta stöðugt að horfa á þetta neikvæða og leggjum áherslu á tækifærin sem eru til staðar. Vissulega er búið að herða takmarkanir á landamærunum þannig að upplifun fólks er sú að þau séu harðlokuð. En það er samt ekki alveg lokað og sá hópur sem getur ferðast hingað til lands fer sístækkandi. Ástæðan er sú að sá hópur sem þegar hefur greinst með veiruna og hefur jafnað sig, ásamt þeim sem hafa verið bólusettir, stækkar mjög hratt og þennan hóp má bjóða velkominn hingað til lands og sleppa honum við skimun og sóttkví. Nú þegar þetta er skrifað hafa meira en 110 milljónir manna verið greind með staðfest smit af Covid 19 í heiminum. Dánartíðni er sem betur fer lág þannig að sá stóri hópur sem hefur greinst og náð bata má ferðast til Íslands. Ef við skoðum nokkur nágrannalönd okkar eins og t.d. Bretland þá eru þar yfir 4 milljónir greindra smita. Meira en 600 þúsund manns hafa greinst í Svíþjóð, yfir 200 þúsund manns í Danmörku og nærri 70 þúsund í Noregi. Þetta er nú þegar stór markaður til að bjóða velkomna hingað til lands. Bretar voru fyrstir Evrópuþjóða til að hefja bólusetningu og því er sá hópur ört stækkandi líka, bæði í Bretlandi og í öðrum löndum. Allur þessi hópur má ferðast hingað og af honum stafar engin sérstök hætta. En veit fólkið það? Í umræðunni finnst mér við einblína um of á að loka landamærunum í stað þess að fókusa á þann fjölda fólks sem nú þegar er opið fyrir. Þessu til áréttingar segir á vef stjórnarráðsins: „Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.“ Á Íslandi eru um 6000 manns sem greinst hafa með veiruna og náð bata og eru í kjörstöðu til að ferðast að vild ásamt þeim rúmlega 10 þúsund einstaklingum sem þegar eru komnir með bólusetningu. Ef fram heldur sem horfir þá náum við yfirhöndinni yfir faraldrinum og stöðugt fleiri munu geta ferðast milli landa. Því fyrr sem við setjum okkur að grípa tækifærin og efla ferðaþjónustuna á nýjan leik, því fyrr náum við að komast út úr þessari kreppu og minnka atvinnuleysi og bæta hag fólks. Með von um betri tíð og blóm í haga. Höfundur er flugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Enn strangari sóttvarnaraðgerðir tóku gildi á landamærunum 19. febrúar s.l. Þetta hefur glumið í fjölmiðlum og sjónum beint að því hversu ómögulegt það er fyrir fólk að ferðast milli landa nú á tímum. En heimsfaraldurinn er í rénun því fjöldi nýrra smita er hratt á niðurleið. Bóluefnin eru komin í dreifingu og það er líka jákvætt. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri gríðarlegu kreppu sem ferðaþjónusta á Íslandi glímir nú við og það hryggir mig að sjá svo marga af mínum góðu vinum og fyrrum samstarfsfólki í fluginu vera atvinnulaust og í óvissu með framtíðina. En nú hlýtur að fara verða lag til að bretta upp ermar og hætta stöðugt að horfa á þetta neikvæða og leggjum áherslu á tækifærin sem eru til staðar. Vissulega er búið að herða takmarkanir á landamærunum þannig að upplifun fólks er sú að þau séu harðlokuð. En það er samt ekki alveg lokað og sá hópur sem getur ferðast hingað til lands fer sístækkandi. Ástæðan er sú að sá hópur sem þegar hefur greinst með veiruna og hefur jafnað sig, ásamt þeim sem hafa verið bólusettir, stækkar mjög hratt og þennan hóp má bjóða velkominn hingað til lands og sleppa honum við skimun og sóttkví. Nú þegar þetta er skrifað hafa meira en 110 milljónir manna verið greind með staðfest smit af Covid 19 í heiminum. Dánartíðni er sem betur fer lág þannig að sá stóri hópur sem hefur greinst og náð bata má ferðast til Íslands. Ef við skoðum nokkur nágrannalönd okkar eins og t.d. Bretland þá eru þar yfir 4 milljónir greindra smita. Meira en 600 þúsund manns hafa greinst í Svíþjóð, yfir 200 þúsund manns í Danmörku og nærri 70 þúsund í Noregi. Þetta er nú þegar stór markaður til að bjóða velkomna hingað til lands. Bretar voru fyrstir Evrópuþjóða til að hefja bólusetningu og því er sá hópur ört stækkandi líka, bæði í Bretlandi og í öðrum löndum. Allur þessi hópur má ferðast hingað og af honum stafar engin sérstök hætta. En veit fólkið það? Í umræðunni finnst mér við einblína um of á að loka landamærunum í stað þess að fókusa á þann fjölda fólks sem nú þegar er opið fyrir. Þessu til áréttingar segir á vef stjórnarráðsins: „Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.“ Á Íslandi eru um 6000 manns sem greinst hafa með veiruna og náð bata og eru í kjörstöðu til að ferðast að vild ásamt þeim rúmlega 10 þúsund einstaklingum sem þegar eru komnir með bólusetningu. Ef fram heldur sem horfir þá náum við yfirhöndinni yfir faraldrinum og stöðugt fleiri munu geta ferðast milli landa. Því fyrr sem við setjum okkur að grípa tækifærin og efla ferðaþjónustuna á nýjan leik, því fyrr náum við að komast út úr þessari kreppu og minnka atvinnuleysi og bæta hag fólks. Með von um betri tíð og blóm í haga. Höfundur er flugmaður.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun