Magnús D. Norðdahl vill leiða lista Pírata í Norðvestur Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2021 14:01 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Aðsend Magnús Davíð Norðdahl lögmaður hefur tilkynnt um framboð hjá Pírötum í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar sem fram fara í september. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Magnúsi. Hann hefur að undanförnu vakið athygli fyrir störf sín sem lögmaður hælisleitenda, þar á meðal hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu sem var mikið í fréttum hér á landi síðasta haust og fékk að lokum dvalarleyfi hér á landi eftir úrskurð kærunefndar útlendingamála. Málefni hælisleitenda í eðli sínu pólitísk Magnús segir málefni hælisleitenda í eðli sínu vera pólitísk og að baráttu hans á þeim vettvangi hafi skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en hafi fengið tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags. „Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd. Baráttan er enn sú sama en er háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni,“ segir Magnús. Hann segir þá stjórnmálaflokka, sem hafi farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafi fengið sitt tækifæri og nú sé komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. „Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Þannig næst árangur,“ segir Magnús meðal annars í yfirlýsingunni. Í grunninn höfuðborgarbúi en margvísleg tengsl Magnús segir að þótt hann sé í grunninn höfuðborgarbúi séu tengsl hans við Norðvesturkjördæmi margvísleg. „Ég ber hag kjördæmisins fyrir brjósti í raun og sann og átti sæti á lista Pírata í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar. Ég starfaði sem leiðsögumaður í uppsveitum Borgarfjarðar á árunum 2007-2012. Það svæði þykir mér eitt það fegursta á landinu og legg ég leið mína þangað oft á hverju ári. Þá var föðuramma mín Guðrún Jóhanna Norðdahl fædd og uppalin á Skálmarnesmúla við norðanverðan Breiðafjörð. Þangað kom ég iðulega sem barn á ferðalagi með foreldrum mínum um landið. Ég er mikið náttúrubarn og hef gengið töluvert um kjördæmið, meðal annars á Hornströndum, Hítardal, Holtavörðuheiði, Þorskafirði, Snæfellsnesi, vestanverðum Tröllaskaga og víðar og heillast af fegurð og fjölbreytileika kjördæmisins. Þá er ég eigandi að hlut í tveimur jörðum í kjördæminu, annarri í Skagafirði og hinni á Barðaströnd. Að lokum skal nefnt að sem lögmaður hef ég tekið að mér hagsmunagæslu fyrir einstaklinga búsetta í kjördæminu og rekið mál fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði, Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi og Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki,“ segir Magnús. Hann er kvæntur Auði Kömmu Einarsdóttur atvinnuráðgjafa og eiga þau saman tvö börn. Prófkjör Pírata stendur frá 3. til 13. mars. Píratar Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Magnúsi. Hann hefur að undanförnu vakið athygli fyrir störf sín sem lögmaður hælisleitenda, þar á meðal hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu sem var mikið í fréttum hér á landi síðasta haust og fékk að lokum dvalarleyfi hér á landi eftir úrskurð kærunefndar útlendingamála. Málefni hælisleitenda í eðli sínu pólitísk Magnús segir málefni hælisleitenda í eðli sínu vera pólitísk og að baráttu hans á þeim vettvangi hafi skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en hafi fengið tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags. „Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd. Baráttan er enn sú sama en er háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni,“ segir Magnús. Hann segir þá stjórnmálaflokka, sem hafi farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafi fengið sitt tækifæri og nú sé komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. „Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Þannig næst árangur,“ segir Magnús meðal annars í yfirlýsingunni. Í grunninn höfuðborgarbúi en margvísleg tengsl Magnús segir að þótt hann sé í grunninn höfuðborgarbúi séu tengsl hans við Norðvesturkjördæmi margvísleg. „Ég ber hag kjördæmisins fyrir brjósti í raun og sann og átti sæti á lista Pírata í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar. Ég starfaði sem leiðsögumaður í uppsveitum Borgarfjarðar á árunum 2007-2012. Það svæði þykir mér eitt það fegursta á landinu og legg ég leið mína þangað oft á hverju ári. Þá var föðuramma mín Guðrún Jóhanna Norðdahl fædd og uppalin á Skálmarnesmúla við norðanverðan Breiðafjörð. Þangað kom ég iðulega sem barn á ferðalagi með foreldrum mínum um landið. Ég er mikið náttúrubarn og hef gengið töluvert um kjördæmið, meðal annars á Hornströndum, Hítardal, Holtavörðuheiði, Þorskafirði, Snæfellsnesi, vestanverðum Tröllaskaga og víðar og heillast af fegurð og fjölbreytileika kjördæmisins. Þá er ég eigandi að hlut í tveimur jörðum í kjördæminu, annarri í Skagafirði og hinni á Barðaströnd. Að lokum skal nefnt að sem lögmaður hef ég tekið að mér hagsmunagæslu fyrir einstaklinga búsetta í kjördæminu og rekið mál fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði, Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi og Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki,“ segir Magnús. Hann er kvæntur Auði Kömmu Einarsdóttur atvinnuráðgjafa og eiga þau saman tvö börn. Prófkjör Pírata stendur frá 3. til 13. mars.
Píratar Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira