Hvað tekur núna við hjá íslenska körfuboltalandsliðinu? Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2021 10:00 Hér fagna íslensku strákarnir sigurkörfu Elvars Más Friðrikssonar á móti Lúxemborg en íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlunum með tveimur góðum sigrum í búbblunni í Kósóvó. fiba.basketball Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður næst á ferðinni í ágúst þegar það spilar um sæti í undankeppni HM. Möguleikarnir á að komast í undankeppnina, þar sem bestu lið Evrópu bíða, mega teljast ágætir eftir sigrana tvo í síðustu viku. Ísland fór í gegnum fyrra stig forkeppni HM með sannfærandi hætti og eftir sigrana tvo gegn Slóvakíu og Lúxemborg í síðustu viku endaði Ísland efst í sínum riðli með fimm sigra en aðeins eitt tap. Nú bíður Ísland þess að vita hverjir andstæðingar liðsins verða á seinna stigi forkeppninnar (forkeppni er undanfari undankeppni). Leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum, og komast tvö lið úr hverjum riðli í undankeppnina, þar sem öll bestu liðin bíða en þau þurfa ekki að fara í forkeppni. Seinna stig forkeppninnar verður í ágúst og er ætlunin að leikið verði „heima og að heiman“, svo Ísland leikur samtals fjóra leiki. Hugsanlegt er þó að hver riðill verði leikinn í einu landi vegna kórónuveirufaraldursins. Auk Íslands komust Slóvakía, Portúgal og Hvíta-Rússland áfram í gegnum fyrra stig forkeppninnar. Við bættust svo átta þjóðir sem féllu út í undankeppni EM 2022 en henni lauk í gær. Ísland mætir því sem sagt tveimur af eftirtöldum þjóðum í ágúst og þarf að skilja aðra þeirra eftir til að komast í undankeppnina. Liðin tólf sem leika á seinna stigi forkeppninnar og staða á heimslista: Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla. Í undankeppninni spila svo 32 lið og 12 þeirra komast áfram í sjálfa lokakeppni HM sem fram fer í þremur löndum árið 2023; Indónesíu, Japan og Filippseyjum. En hvers vegna er Ísland í forkeppni? Dýrkeyptu töpin gegn Búlgaríu og Sviss Eftir að hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að komast á tvö stórmót, EM 2015 og 2017, féll Ísland úr leik á fyrra stigi undankeppni HM 2019. Tveggja stiga tap á útivelli gegn Búlgaríu réði þar úrslitum og átti eftir að reynast ansi dýrkeypt. Með því að falla úr leik á fyrra stigi undankeppni HM fór Ísland í forkeppni næsta Evrópumóts, sem reyndar fer ekki fram fyrr en 2022. Þar fékk Ísland tvær tilraunir til að komast úr forkeppninni í hina eiginlegu undankeppni EM, en mistókst í bæði skiptin. Í seinni tilrauninni endaði Ísland jafnt Sviss og Portúgal að stigum – mátti tapa lokaleiknum gegn Sviss með 19 stigum en tapaði með 24. Þar með var Ísland snemma úr leik í baráttunni um sæti á EM 2022, og við tók forkeppni fyrir HM 2023, þar sem fyrra stiginu er nú lokið. Næst er að sjá hvernig Íslandi vegnar á seinna stiginu í ágúst. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30 Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02 Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Ísland fór í gegnum fyrra stig forkeppni HM með sannfærandi hætti og eftir sigrana tvo gegn Slóvakíu og Lúxemborg í síðustu viku endaði Ísland efst í sínum riðli með fimm sigra en aðeins eitt tap. Nú bíður Ísland þess að vita hverjir andstæðingar liðsins verða á seinna stigi forkeppninnar (forkeppni er undanfari undankeppni). Leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum, og komast tvö lið úr hverjum riðli í undankeppnina, þar sem öll bestu liðin bíða en þau þurfa ekki að fara í forkeppni. Seinna stig forkeppninnar verður í ágúst og er ætlunin að leikið verði „heima og að heiman“, svo Ísland leikur samtals fjóra leiki. Hugsanlegt er þó að hver riðill verði leikinn í einu landi vegna kórónuveirufaraldursins. Auk Íslands komust Slóvakía, Portúgal og Hvíta-Rússland áfram í gegnum fyrra stig forkeppninnar. Við bættust svo átta þjóðir sem féllu út í undankeppni EM 2022 en henni lauk í gær. Ísland mætir því sem sagt tveimur af eftirtöldum þjóðum í ágúst og þarf að skilja aðra þeirra eftir til að komast í undankeppnina. Liðin tólf sem leika á seinna stigi forkeppninnar og staða á heimslista: Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla. Í undankeppninni spila svo 32 lið og 12 þeirra komast áfram í sjálfa lokakeppni HM sem fram fer í þremur löndum árið 2023; Indónesíu, Japan og Filippseyjum. En hvers vegna er Ísland í forkeppni? Dýrkeyptu töpin gegn Búlgaríu og Sviss Eftir að hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að komast á tvö stórmót, EM 2015 og 2017, féll Ísland úr leik á fyrra stigi undankeppni HM 2019. Tveggja stiga tap á útivelli gegn Búlgaríu réði þar úrslitum og átti eftir að reynast ansi dýrkeypt. Með því að falla úr leik á fyrra stigi undankeppni HM fór Ísland í forkeppni næsta Evrópumóts, sem reyndar fer ekki fram fyrr en 2022. Þar fékk Ísland tvær tilraunir til að komast úr forkeppninni í hina eiginlegu undankeppni EM, en mistókst í bæði skiptin. Í seinni tilrauninni endaði Ísland jafnt Sviss og Portúgal að stigum – mátti tapa lokaleiknum gegn Sviss með 19 stigum en tapaði með 24. Þar með var Ísland snemma úr leik í baráttunni um sæti á EM 2022, og við tók forkeppni fyrir HM 2023, þar sem fyrra stiginu er nú lokið. Næst er að sjá hvernig Íslandi vegnar á seinna stiginu í ágúst.
Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30 Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02 Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30
Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02
Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51