Stefán Darri breyttist úr skúrk í hetju undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 16:00 Stefán Darri Þórsson tryggði Fram stig gegn Stjörnunni. vísir/hulda margrét Mikil spenna var á lokakafla leiks Fram og Stjörnunnar í Olís-deild karla í gær þar sem Frammarinn Stefán Darri Þórsson kom mikið við sögu. Starri Friðriksson jafnaði í 28-28 fyrir Stjörnuna með sínu áttunda marki. Fram fór í sókn sem endaði með skoti Stefáns Darra framhjá þegar hálf mínúta var eftir. Leiktöf var vissulega yfirvofandi en skot Stefáns Darra var víðsfjarri markinu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók umsvifalaust leikhlé og stillti upp í lokasókn liðsins. Hún gekk vel upp og Tandri Már Konráðsson skoraði og kom Garðbæingum yfir í fyrsta sinn í leiknum, 28-29. Fram tók miðjuna í flýti, Stefán Darri fékk boltann, fór framhjá Tandra og skoraði með góðu skoti framhjá Adam Thorstensen í marki Stjörnunnar í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 29-29 og Stefán Darri eflaust manna fegnastur með þá niðurstöðu. Lokakafla leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokakaflinn hjá Fram og Stjörnunni Þrátt fyrir að Fram hefði jafnað á elleftu stundu hefði þjálfari liðsins, Sebastian Alexandersson, viljað fá stigin tvö enda leiddu hans menn nánast allan tímann. „Við vorum í bílstjórasætinu og mér fannst við spila mjög vel stærsta hluta leiksins. Jújú við jöfnuðum en mér fannst við eiga að vinna þennan leik,“ sagði Sebastian eftir leikinn. Patrekur sagði að Stjörnumenn hefðu ekki átt skilið meira en eitt stig út úr leiknum. „Ég hefði nú viljað tvö stig, út af því að við erum með boltann og gerðum allt rétt. Ég vildi fá skot þegar 5 sekúndur voru eftir. Síðan í restina þá er það líka þannig að ef þú brýtur geturðu fengið víti og rautt svo þetta var bara vel gert hjá Stefáni að skora í restina. Auðvitað vildi ég tvö stig, en miðað við hvernig leikurinn var þá er þetta bara sanngjarnt. Framararnir voru miklu, miklu betri en við í byrjun en þetta var ennþá leikur í hálfleik. Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt,“ sagði Patrekur. Fram er í 9. sæti Olís-deildarinnar með tíu stig en Stjarnan í því fimmta með tólf stig. Í næstu umferð mætir Fram KA á heimavelli á meðan Stjarnan sækir Íslandsmeistara Selfoss heim. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Fram Stjarnan Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Sjá meira
Starri Friðriksson jafnaði í 28-28 fyrir Stjörnuna með sínu áttunda marki. Fram fór í sókn sem endaði með skoti Stefáns Darra framhjá þegar hálf mínúta var eftir. Leiktöf var vissulega yfirvofandi en skot Stefáns Darra var víðsfjarri markinu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók umsvifalaust leikhlé og stillti upp í lokasókn liðsins. Hún gekk vel upp og Tandri Már Konráðsson skoraði og kom Garðbæingum yfir í fyrsta sinn í leiknum, 28-29. Fram tók miðjuna í flýti, Stefán Darri fékk boltann, fór framhjá Tandra og skoraði með góðu skoti framhjá Adam Thorstensen í marki Stjörnunnar í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 29-29 og Stefán Darri eflaust manna fegnastur með þá niðurstöðu. Lokakafla leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokakaflinn hjá Fram og Stjörnunni Þrátt fyrir að Fram hefði jafnað á elleftu stundu hefði þjálfari liðsins, Sebastian Alexandersson, viljað fá stigin tvö enda leiddu hans menn nánast allan tímann. „Við vorum í bílstjórasætinu og mér fannst við spila mjög vel stærsta hluta leiksins. Jújú við jöfnuðum en mér fannst við eiga að vinna þennan leik,“ sagði Sebastian eftir leikinn. Patrekur sagði að Stjörnumenn hefðu ekki átt skilið meira en eitt stig út úr leiknum. „Ég hefði nú viljað tvö stig, út af því að við erum með boltann og gerðum allt rétt. Ég vildi fá skot þegar 5 sekúndur voru eftir. Síðan í restina þá er það líka þannig að ef þú brýtur geturðu fengið víti og rautt svo þetta var bara vel gert hjá Stefáni að skora í restina. Auðvitað vildi ég tvö stig, en miðað við hvernig leikurinn var þá er þetta bara sanngjarnt. Framararnir voru miklu, miklu betri en við í byrjun en þetta var ennþá leikur í hálfleik. Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt,“ sagði Patrekur. Fram er í 9. sæti Olís-deildarinnar með tíu stig en Stjarnan í því fimmta með tólf stig. Í næstu umferð mætir Fram KA á heimavelli á meðan Stjarnan sækir Íslandsmeistara Selfoss heim. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Fram Stjarnan Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Sjá meira