Hæstiréttur heimilar afhendingu skattskýrslna Trumps Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 15:07 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er eini forsetinn sem hefur ekki birt skattskýrslur sínar opinberlega. AP/Carolyn Kaster Hæstiréttur Bandaríkjanna greiddi í dag leið saksóknara í New York að skattskýrslum og öðrum fjárhagsgögnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Undirréttur hafði áður úrskurðað í október að fyrrum endurskoðendur Trumps þyrftu að verða við beiðni ákærudómstóls og afhenda gögnin. Lögmenn Trumps hafa lengi reynt að snúa við þeirri niðurstöðu en hæstiréttur hafnaði í dag kröfu fyrrverandi forsetans um að réttaráhrifum áðurnefnds úrskurðar yrði frestað. Niðurstaðan kemur eftir að hæstiréttur hafnaði þeim lagarökum í júlí að ekki ætti að láta gögnin af hendi þar sem sitjandi forseti nyti ekki einungis friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns rannsókn. Hluti af sakamálarannsókn Óskað var eftir gögnunum í tengslum við sakamálarannsókn Cyrus Vance, umdæmissaksóknara á Manhattan, á fjármálum Trumps. Beinist rannsóknin meðal annars að peningagreiðslum sem Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trumps, greiddi konum fyrir að þaga um samband sitt við kaupsýslumanninn. Saksóknarinn kallaði upphaflega eftir því í ágúst 2019 að bókhaldsfyrirtækið Mazars USA, sem hafði lengi starfað fyrir Trump, myndi afhenda embættinu skattskýrslur þáverandi forseta fyrir árin 2011 til 2018. Trump er eini Bandaríkjaforsetinn sem hefur neitað að birta skattskýrslur sínar opinberlega en talið er að þær geymi áður óséðar upplýsingar um auðæfi hans og starfsemi Trump Organization. Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Trumps en vísbendingar hafa komið fram um að hann hafi skotið háum fjárhæðum undan skatti í gegnum tíðina. Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Lögmenn Trumps hafa lengi reynt að snúa við þeirri niðurstöðu en hæstiréttur hafnaði í dag kröfu fyrrverandi forsetans um að réttaráhrifum áðurnefnds úrskurðar yrði frestað. Niðurstaðan kemur eftir að hæstiréttur hafnaði þeim lagarökum í júlí að ekki ætti að láta gögnin af hendi þar sem sitjandi forseti nyti ekki einungis friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns rannsókn. Hluti af sakamálarannsókn Óskað var eftir gögnunum í tengslum við sakamálarannsókn Cyrus Vance, umdæmissaksóknara á Manhattan, á fjármálum Trumps. Beinist rannsóknin meðal annars að peningagreiðslum sem Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trumps, greiddi konum fyrir að þaga um samband sitt við kaupsýslumanninn. Saksóknarinn kallaði upphaflega eftir því í ágúst 2019 að bókhaldsfyrirtækið Mazars USA, sem hafði lengi starfað fyrir Trump, myndi afhenda embættinu skattskýrslur þáverandi forseta fyrir árin 2011 til 2018. Trump er eini Bandaríkjaforsetinn sem hefur neitað að birta skattskýrslur sínar opinberlega en talið er að þær geymi áður óséðar upplýsingar um auðæfi hans og starfsemi Trump Organization. Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Trumps en vísbendingar hafa komið fram um að hann hafi skotið háum fjárhæðum undan skatti í gegnum tíðina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27