Halda röngum upplýsingum að erlendum konum svo þær fái ekki hjálp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 20:01 Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Vísir/Sigurjón Erlendar konur í ofbeldissamböndum eru ekki meðvitaðar um þau úrræði sem þeim stendur til boða. Algengt er að ofbeldismennirnir nýti sér þekkingarleysi þeirra og fullyrði að þeim verði vísað úr landi ef þær leiti sér aðstoðar. Kvennaathvarfið lét á síðasta ári vinna skýrslu um stöðu erlendra kvenna sem búið höfðu við heimilisofbeldi og leitað í athvarfið. Níutíu prósent kvennanna höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi, áttatíu prósent fyrir líkamlegu ofbeldi og sjötíu prósent fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þessar sömu konur höfðu einnig fengið morðhótun, verið beittar kynferðislegu ofbeldi og verið teknar kyrkingartaki, svo dæmi séu tekin. Fæstar þeirra vissu af tilvist Kvennaathvarfsins. „Í einhverjum tilfellum höfðu gerendur haldið að þeim röngum upplýsingum og sagt: Ef þú ferð í Kvennaathvarfið þá er það bara fyrir konur sem eru heimilislausar eða í neyslu, eða sagt: Ef þú ferð þá tek ég börnin af þér. Þetta er ekki rétt,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins. Í skýrslunni er haft eftir konu að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður af heimilinu eftir að nágrannar hringdu eftir aðstoð. Konan hafi verið of hrædd til að hringja sjálf á lögregluna. Þegar lögregla og barnavernd komu hafi konan fyrst fengið upplýsingar um athvarfið. Orðrétt segir: „Nágrannar sáu hann berja hana fyrir framan börnin, það var blóð út um allt.“ „Það þarf að fræða þessar konur meira við komuna til landsins og það hverjir eiga að gera það, sem eru væntanlega þeir sem konan er í samskiptum við eða hennar fjölskylda,“ útskýrir Drífa. Skýrsluna í heild má lesa hér. Heimilisofbeldi Innflytjendamál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Kvennaathvarfið lét á síðasta ári vinna skýrslu um stöðu erlendra kvenna sem búið höfðu við heimilisofbeldi og leitað í athvarfið. Níutíu prósent kvennanna höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi, áttatíu prósent fyrir líkamlegu ofbeldi og sjötíu prósent fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þessar sömu konur höfðu einnig fengið morðhótun, verið beittar kynferðislegu ofbeldi og verið teknar kyrkingartaki, svo dæmi séu tekin. Fæstar þeirra vissu af tilvist Kvennaathvarfsins. „Í einhverjum tilfellum höfðu gerendur haldið að þeim röngum upplýsingum og sagt: Ef þú ferð í Kvennaathvarfið þá er það bara fyrir konur sem eru heimilislausar eða í neyslu, eða sagt: Ef þú ferð þá tek ég börnin af þér. Þetta er ekki rétt,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins. Í skýrslunni er haft eftir konu að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður af heimilinu eftir að nágrannar hringdu eftir aðstoð. Konan hafi verið of hrædd til að hringja sjálf á lögregluna. Þegar lögregla og barnavernd komu hafi konan fyrst fengið upplýsingar um athvarfið. Orðrétt segir: „Nágrannar sáu hann berja hana fyrir framan börnin, það var blóð út um allt.“ „Það þarf að fræða þessar konur meira við komuna til landsins og það hverjir eiga að gera það, sem eru væntanlega þeir sem konan er í samskiptum við eða hennar fjölskylda,“ útskýrir Drífa. Skýrsluna í heild má lesa hér.
Heimilisofbeldi Innflytjendamál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira