Stuðningsmenn Liverpool skotspónn á samfélagmiðlum vegna áforma sinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 09:00 Liverpool fólk fagnaði sigri í Meistaradeildinni í júní 2010 en máttu ekki fagna Englandsmeistaratitlinum í fyrra. Getty/Nigel Roddis Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool fái að heyra það á samfélagsmiðlum fyrir það að þrjóskast við að fá að halda sína sigurhátíð í sumar þó að hún verði ári of seint og mögulega eftir sannkallað martraðartímabil. Liverpool er ennþá Englandsmeistari en það styttist í það að félagið missi krúnuna aftur til Manchester City. Titilvörnin hefur gengið það illa upp á síðkastið að Liverpool er ekki aðeins að missa meistaratitilinn heldur á góðri leik með því að missa Meistaradeildarsæti líka. Liverpool endaði þrjátíu ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum síðasta sumar en fegna sóttvarnarreglna þá máttu stuðningsmennirnir ekki halda upp á það með hefðbundni sigurhátíð. Góður hópur fagnaði vissulega í óleyfi fyrir utan Anfield en stuðningsmennirnir fengu ekki að halda upp á þetta saman. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, biðlaði til stuðningsmanna sinna i júní að bíða með fagnaðarlætin og í staðinn myndu allir halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. 'That will be one of the most embarrassing things the club has ever done'Liverpool fans are wanting to hold a Premier League title parade in June. https://t.co/7kiEsBWaSg— SPORTbible (@sportbible) February 23, 2021 „Það mun renna upp sá dagur þegar allt verður eðlilegt á ný,“ sagði Jürgen Klopp og bætti við: „Þegar einhver hefur búið til bóluefni, þegar einhver hefur fundið lausnina á vandamálinu og þegar smitunum hefur verið útrýmt. Sá dagur mun koma á endanum. Þá höfum við okkar rétt til að fagna því sem viljum fagna,“ sagði Klopp. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í gær að áhorfendur mættu mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíða Liverpool á Twitter sagði frá því að 21. júní næstkomandi er búist við að verði búið að létta á öllum hömlum vegna kórónuveirunnar í Bretlandi. „Það þýðir líka að við getum haldið sigurskrúðgönguna sem Jürgen lofaði okkur,“ sagði í færslunni á stuðningsmannasíðunni. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool hafi orðið fyrir athlægi og verið skotspónn á samfélagsmiðlum þegar fréttist af því að þeir vilji enn halda sigurhátíð þrátt fyrir hörmungargengi liðsins á þessari leiktíð. Menn finnst það heldur hjákátlegt að ætla að halda sigurhátíð á sama tíma og liðið sem var að tryggja sér titilinn og eftir tímabil þegar engin ástæða er til að fagna einu eða neinu. Titilvörn Liverpool er búin þótt að það sé aðeins febrúar, liðið er bara í sjötta sætinu og úr leik í báðum bikarkeppnum. Einu möguleikinn á titli er í Meistaradeildinni en miðað við spilamennskuna að undanförnu þá eru sigurlíkurnar ekki miklar þar. Hvort stuðningsmenn Liverpool standi að sér háðsglósurnar og brandarana verður bara að koma í ljós. Það var sárt fyrir þá flesta að geta ekki haldið almennilega upp á fyrsta Englandsmeistaratitilinn í þrjátíu ár. Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
Liverpool er ennþá Englandsmeistari en það styttist í það að félagið missi krúnuna aftur til Manchester City. Titilvörnin hefur gengið það illa upp á síðkastið að Liverpool er ekki aðeins að missa meistaratitilinn heldur á góðri leik með því að missa Meistaradeildarsæti líka. Liverpool endaði þrjátíu ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum síðasta sumar en fegna sóttvarnarreglna þá máttu stuðningsmennirnir ekki halda upp á það með hefðbundni sigurhátíð. Góður hópur fagnaði vissulega í óleyfi fyrir utan Anfield en stuðningsmennirnir fengu ekki að halda upp á þetta saman. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, biðlaði til stuðningsmanna sinna i júní að bíða með fagnaðarlætin og í staðinn myndu allir halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. 'That will be one of the most embarrassing things the club has ever done'Liverpool fans are wanting to hold a Premier League title parade in June. https://t.co/7kiEsBWaSg— SPORTbible (@sportbible) February 23, 2021 „Það mun renna upp sá dagur þegar allt verður eðlilegt á ný,“ sagði Jürgen Klopp og bætti við: „Þegar einhver hefur búið til bóluefni, þegar einhver hefur fundið lausnina á vandamálinu og þegar smitunum hefur verið útrýmt. Sá dagur mun koma á endanum. Þá höfum við okkar rétt til að fagna því sem viljum fagna,“ sagði Klopp. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í gær að áhorfendur mættu mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíða Liverpool á Twitter sagði frá því að 21. júní næstkomandi er búist við að verði búið að létta á öllum hömlum vegna kórónuveirunnar í Bretlandi. „Það þýðir líka að við getum haldið sigurskrúðgönguna sem Jürgen lofaði okkur,“ sagði í færslunni á stuðningsmannasíðunni. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool hafi orðið fyrir athlægi og verið skotspónn á samfélagsmiðlum þegar fréttist af því að þeir vilji enn halda sigurhátíð þrátt fyrir hörmungargengi liðsins á þessari leiktíð. Menn finnst það heldur hjákátlegt að ætla að halda sigurhátíð á sama tíma og liðið sem var að tryggja sér titilinn og eftir tímabil þegar engin ástæða er til að fagna einu eða neinu. Titilvörn Liverpool er búin þótt að það sé aðeins febrúar, liðið er bara í sjötta sætinu og úr leik í báðum bikarkeppnum. Einu möguleikinn á titli er í Meistaradeildinni en miðað við spilamennskuna að undanförnu þá eru sigurlíkurnar ekki miklar þar. Hvort stuðningsmenn Liverpool standi að sér háðsglósurnar og brandarana verður bara að koma í ljós. Það var sárt fyrir þá flesta að geta ekki haldið almennilega upp á fyrsta Englandsmeistaratitilinn í þrjátíu ár.
Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira