Loðnutorfur í Faxaflóa og við Grímsey ekki tilefni til að auka loðnukvótann Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2021 17:23 Uppsjávarveiðiskipið Polar Amaroq. Síldarvinnslan Tilkynningar skipa um miklar loðnutorfur síðasta sólarhring, bæði í norðanverðum Faxaflóa og við Grímsey, urðu til þess að Hafrannsóknastofnun lét gera sérstaka mælingu í dag til að fá úr því skorið hvort hér væru á ferðinni nýjar loðnugöngur eða meira magn en áður var búið að mæla. Fyrstu niðurstöður gefa ekki tilefni til ráðgjafar um að auka loðnukvótann, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Í frétt á vef Síldarvinnslunnar í morgun er haft eftir Geir Zoëga, skipstjóra grænlenska uppsjávarskipsins Polar Amaroq, að skipverjar hafi komið í „svakalega torfu“ í Jökuldýpi sunnan Snæfellsjökuls. „Hún er tæpar fimm sjómílur á lengd og þétt. Hún er frá kili og niður undir botn. Hér er sko alvöru vertíðarganga á ferðinni. Þetta hljóta að vera nokkur hundruð þúsund tonn. Við erum nú að mæla þessa risalóðningu og síðan ætlum við að svipast frekar,“ sagði Geir skipstjóri á vef SVN en Hafrannsóknastofnun fól áhöfninni á Polar Amaroq að mæla loðnugönguna. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson siglir frá Hafnarfirði.Egill Aðalsteinsson Rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sem er í árlegum vetrarleiðangri að kanna ástand sjávar, var jafnframt snúið í átt til Grímseyjar og Skjálfanda til að kanna loðnugöngur þar. Hér má sjá feril skipsins. Að sögn forstjóra Hafrannsóknastofnunar er gangan í Faxaflóa komin að hrygningu. Hún er ekki talin ný loðnuganga að vestan eða norðan heldur hluti af þeirri göngu sem búin er að fara niður með Austfjörðum og vestur með suðurströndinni og áður var búið að mæla. Sömuleiðis séu göngurnar fyrir norðan land ekki taldar vera viðbót við það magn sem áður hafði mælst, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Í frétt á vef Síldarvinnslunnar í morgun er haft eftir Geir Zoëga, skipstjóra grænlenska uppsjávarskipsins Polar Amaroq, að skipverjar hafi komið í „svakalega torfu“ í Jökuldýpi sunnan Snæfellsjökuls. „Hún er tæpar fimm sjómílur á lengd og þétt. Hún er frá kili og niður undir botn. Hér er sko alvöru vertíðarganga á ferðinni. Þetta hljóta að vera nokkur hundruð þúsund tonn. Við erum nú að mæla þessa risalóðningu og síðan ætlum við að svipast frekar,“ sagði Geir skipstjóri á vef SVN en Hafrannsóknastofnun fól áhöfninni á Polar Amaroq að mæla loðnugönguna. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson siglir frá Hafnarfirði.Egill Aðalsteinsson Rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sem er í árlegum vetrarleiðangri að kanna ástand sjávar, var jafnframt snúið í átt til Grímseyjar og Skjálfanda til að kanna loðnugöngur þar. Hér má sjá feril skipsins. Að sögn forstjóra Hafrannsóknastofnunar er gangan í Faxaflóa komin að hrygningu. Hún er ekki talin ný loðnuganga að vestan eða norðan heldur hluti af þeirri göngu sem búin er að fara niður með Austfjörðum og vestur með suðurströndinni og áður var búið að mæla. Sömuleiðis séu göngurnar fyrir norðan land ekki taldar vera viðbót við það magn sem áður hafði mælst, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum.
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39
Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56