Hart tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu á Vísi Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2021 19:20 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir áskorandi hans um formannsembættið tókust á um lífskjarasamningana og skipan í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og áskorandi hans í komandi formannskjöri, Helga Guðrún Jónasdóttir, tókust harkalega á um stefnu félagsins í kjaramálum í Pallborðinu, nýjum þætti í beinni útsendingu á Vísi í dag. Helga Guðrún sagði Ragnar Þór fyrst og fremst skapa ófrið innan félagsins en Ragnar Þór sagði nauðsynlegt að forysta verkalýðshreyfingarinnar léti heyra í sér þegar gengið væri gegn kjörum launafólks. Helga Guðrún sagði Ragnar hafa klofið samstöðu verslunarmannafélaga við gerð síðustu kjarasamninga til að ganga í bandalag með Eflingu. Hann sagði lífskjarasamningana hins vegar hafa skilað auknum kaupmætti upp á tíu prósent og kjarabótum í gegnum barnabótakerfi, húsnæðiskerfið og með lækkun vaxta. Helga Gurðun Jónasdóttir sagði Ragnar Þór valda ófriði innan VR og hafa vanrækt að sinna kjörum félagsmanna.Vísir/Vilhelm Helga Guðrun sagði þetta stolnar fjaðrir þar sem Ragnar hefði rokið á dyr í miðri samningagerð. „Kosningabaráttan snýst um það meðal annars að þú raufst samstöðuna og fórst að gera bandalag við Eflingu. Þú skildir félaga þína eftir. Það er ekki mjög gott hjá formanni stéttarfélags að skilja félagana sína eftir," sagði Helga Guðrún. Ragnar Þór sagði þetta alrangt. Mikil samstaða hafi ríkt um lífskjarasamningana þegar þeir voru undirritaðir. Ragnar Þór sagði lífskjarasamningana hafa skilað tíu prósenta kaupmáttaraukningu frá því þeir voru undirritaðir. Að auki hefðu komið ýmsar kjarabætur með samningum við ríkið um skattamál og barnabætur og vextir hefðu lækkað fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar.Vísir/Vilhelm Þá tókust þau mikið á um stöðu stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Helga Guðrún sagði afskipti formanns VR af henni óeðlileg og af pólitískum toga. Formaðurinn talaði stöðugt um spillingu innan stjórna lífeyrissjóða. Sjálf sagðist Helga Guðrún hafa á árum áður starfað innan Sjálfstæðisflokksins en gengið úr honum fyrir mörgum árum og þar með sagt skilið við flokkapólitík. „Ef ég skil hann rétt felst spillingin fyrst og fremst í því að lífeyrissjóðirnir eru ekki að þjóna almenningi. Eru ekki að þjóna sjóðsfélögunum nógu vel. En það eru sjóðsfélagar sem eiga sjóðina Ragnar,“ sagði Helga Guðrún. “Nákvæmlega, ef ég má svara. Það eru sjóðsfélagar sem eiga lífeyrissjóðina og hvað er búið að vera mitt helsta baráttumál? Að sjóðsfélagar kjósi stjórnir lífeyrissjóðanna. Aftengja atvinnurekendur og atvinnulífið í skipun stjórna lífeyrissjóðanna sem við eigum, sem sjóðsfélagar eiga. Það eru sjóðsfélagar sem eiga að skipa í stjórnir lífeyrissjóðanna. Ekki verkalýðshreyfingin og ekki atvinnurekendur,“ sagði Ragnar Þór. Hægt er að horfa á þáttinn, sem var rúmar 70 mínútur og mjög fjörugur í heild sinni hér á Vísi. Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Pallborðið Formannskjör í VR Tengdar fréttir Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum. 23. febrúar 2021 13:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Helga Guðrún sagði Ragnar hafa klofið samstöðu verslunarmannafélaga við gerð síðustu kjarasamninga til að ganga í bandalag með Eflingu. Hann sagði lífskjarasamningana hins vegar hafa skilað auknum kaupmætti upp á tíu prósent og kjarabótum í gegnum barnabótakerfi, húsnæðiskerfið og með lækkun vaxta. Helga Gurðun Jónasdóttir sagði Ragnar Þór valda ófriði innan VR og hafa vanrækt að sinna kjörum félagsmanna.Vísir/Vilhelm Helga Guðrun sagði þetta stolnar fjaðrir þar sem Ragnar hefði rokið á dyr í miðri samningagerð. „Kosningabaráttan snýst um það meðal annars að þú raufst samstöðuna og fórst að gera bandalag við Eflingu. Þú skildir félaga þína eftir. Það er ekki mjög gott hjá formanni stéttarfélags að skilja félagana sína eftir," sagði Helga Guðrún. Ragnar Þór sagði þetta alrangt. Mikil samstaða hafi ríkt um lífskjarasamningana þegar þeir voru undirritaðir. Ragnar Þór sagði lífskjarasamningana hafa skilað tíu prósenta kaupmáttaraukningu frá því þeir voru undirritaðir. Að auki hefðu komið ýmsar kjarabætur með samningum við ríkið um skattamál og barnabætur og vextir hefðu lækkað fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar.Vísir/Vilhelm Þá tókust þau mikið á um stöðu stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Helga Guðrún sagði afskipti formanns VR af henni óeðlileg og af pólitískum toga. Formaðurinn talaði stöðugt um spillingu innan stjórna lífeyrissjóða. Sjálf sagðist Helga Guðrún hafa á árum áður starfað innan Sjálfstæðisflokksins en gengið úr honum fyrir mörgum árum og þar með sagt skilið við flokkapólitík. „Ef ég skil hann rétt felst spillingin fyrst og fremst í því að lífeyrissjóðirnir eru ekki að þjóna almenningi. Eru ekki að þjóna sjóðsfélögunum nógu vel. En það eru sjóðsfélagar sem eiga sjóðina Ragnar,“ sagði Helga Guðrún. “Nákvæmlega, ef ég má svara. Það eru sjóðsfélagar sem eiga lífeyrissjóðina og hvað er búið að vera mitt helsta baráttumál? Að sjóðsfélagar kjósi stjórnir lífeyrissjóðanna. Aftengja atvinnurekendur og atvinnulífið í skipun stjórna lífeyrissjóðanna sem við eigum, sem sjóðsfélagar eiga. Það eru sjóðsfélagar sem eiga að skipa í stjórnir lífeyrissjóðanna. Ekki verkalýðshreyfingin og ekki atvinnurekendur,“ sagði Ragnar Þór. Hægt er að horfa á þáttinn, sem var rúmar 70 mínútur og mjög fjörugur í heild sinni hér á Vísi.
Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Pallborðið Formannskjör í VR Tengdar fréttir Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum. 23. febrúar 2021 13:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum. 23. febrúar 2021 13:30