Flestar skammbyssurnar íþrótta- eða atvinnutæki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 20:24 Langflestar byssur á Íslandi eru notaðar til veiða eða íþróttaiðkunar. Lögregla verður ekki mikið vör við að skotvopnum sé smyglað til landsins. Þetta sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi í leyfadeild hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. RÚV greindi frá því í gær að 4 þúsund skammbyssur væru í einkaeigu á Íslandi. Þá hefur áður komið fram að skotvopn á landinu séu rúmlega 70 þúsund. Að sögn Jónasar eru svokallaðar kindabyssur, sem hann kallar „atvinnutæki“ rúmlega þúsund talsins en langflestar skammbyssurnar eru notaðar til íþróttaiðkunnar. „Viðkomandi þarf að vera tvítugur, það þarf að sækja um leyfi, það þarf að skila læknisvottorði,“ sagði Jónas um kröfurnar sem gerðar eru til byssueigenda. Tveir meðmælendur þurfa að skrifa undir umsókn og þá geta minniháttar lögbrot komið í veg fyrir leyfisveitingu. Í fyrra voru sjö skotvopn tilkynnt stolin. Ekkert þeirra var geymt á þann hátt sem lög kveða á um.Nordicphotos/Getty „Góðkunningjarnir“ frekar með stolnar byssur Krafan um læknisvottorð snýst aðallega um að fá staðfestingu á andeglu ástandi umsækjanda, að sögn Jónasar. Við endurnýjum þarf að vísa fram nýju vottorði og þá geta komið upp mál sem kalla á sérstaka athugun. „Við erum með lögreglukerfið okkar og þar geta komið upp atvik eða veikindi og þá köllum við eftir læknisvottorði,“ útskýrir Jónas. Samkvæmt vopnalögum krefst byssueign þess að skotvopnið sé geymt í læstri „hirslu“ en Jónas segir það þó ekki nánar útskýrt í löggjöfinni. Hins vegar kalli fjórða byssa eiganda á sérstakar ráðstafanir. „Við fjórðu byssu skoðum við skápa betur og erum með sérstaka vinnureglu um þá skápa; veggþykkt og bolta í vegg ef þeir eru léttari en 150 kíló,“ segir Jónas. Aðalatriðið sé að tryggja að óviðkomandi komist ekki í skotvopnin. Jónas segir ómögulegt að segja til um fjölda óskráðra skotvopna á landinu. „En ég held að við sleppum ekkert við það frekar en aðrar þjóðir að vera með eitthvað af slíku,“ segir hann. „Það er þó þannig að í húsleitum og heimsóknum til góðkunningja okkar þá erum við ekki að leggja hald á óskráðar smyglaðar byssur, það eru frekar stolnar byssur sem er þá stolið hérna heima.“ Þá gerist það ekki oft að tollgæslan leggi hald á skotvopn. Lögreglumál Smygl Reykjavík síðdegis Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
RÚV greindi frá því í gær að 4 þúsund skammbyssur væru í einkaeigu á Íslandi. Þá hefur áður komið fram að skotvopn á landinu séu rúmlega 70 þúsund. Að sögn Jónasar eru svokallaðar kindabyssur, sem hann kallar „atvinnutæki“ rúmlega þúsund talsins en langflestar skammbyssurnar eru notaðar til íþróttaiðkunnar. „Viðkomandi þarf að vera tvítugur, það þarf að sækja um leyfi, það þarf að skila læknisvottorði,“ sagði Jónas um kröfurnar sem gerðar eru til byssueigenda. Tveir meðmælendur þurfa að skrifa undir umsókn og þá geta minniháttar lögbrot komið í veg fyrir leyfisveitingu. Í fyrra voru sjö skotvopn tilkynnt stolin. Ekkert þeirra var geymt á þann hátt sem lög kveða á um.Nordicphotos/Getty „Góðkunningjarnir“ frekar með stolnar byssur Krafan um læknisvottorð snýst aðallega um að fá staðfestingu á andeglu ástandi umsækjanda, að sögn Jónasar. Við endurnýjum þarf að vísa fram nýju vottorði og þá geta komið upp mál sem kalla á sérstaka athugun. „Við erum með lögreglukerfið okkar og þar geta komið upp atvik eða veikindi og þá köllum við eftir læknisvottorði,“ útskýrir Jónas. Samkvæmt vopnalögum krefst byssueign þess að skotvopnið sé geymt í læstri „hirslu“ en Jónas segir það þó ekki nánar útskýrt í löggjöfinni. Hins vegar kalli fjórða byssa eiganda á sérstakar ráðstafanir. „Við fjórðu byssu skoðum við skápa betur og erum með sérstaka vinnureglu um þá skápa; veggþykkt og bolta í vegg ef þeir eru léttari en 150 kíló,“ segir Jónas. Aðalatriðið sé að tryggja að óviðkomandi komist ekki í skotvopnin. Jónas segir ómögulegt að segja til um fjölda óskráðra skotvopna á landinu. „En ég held að við sleppum ekkert við það frekar en aðrar þjóðir að vera með eitthvað af slíku,“ segir hann. „Það er þó þannig að í húsleitum og heimsóknum til góðkunningja okkar þá erum við ekki að leggja hald á óskráðar smyglaðar byssur, það eru frekar stolnar byssur sem er þá stolið hérna heima.“ Þá gerist það ekki oft að tollgæslan leggi hald á skotvopn.
Lögreglumál Smygl Reykjavík síðdegis Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira