„Við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 22:20 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Tilslakanir á sóttvarnareglum sem taka gildi á morgun miða helst að því að rýmka til fyrir ýmissi atvinnustarfsemi, að sögn sóttvarnalæknis. Enn sé mesta hættan á kórónuveirusmiti þar sem áfengi er haft um hönd og því er til dæmis áfengissala óheimil í hléi, sem skipuleggjendur viðburða mega koma aftur á frá og með morgundeginum. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð úr 20 í 50 á morgun. Þá mega allt að 200 vera viðstaddir hina ýmsu viðburði með eins metra nándarmörkum, að uppfylltum skilyrðum. Leyfilegur hámarksfjöldi á veitingastöðum verður 50 manns og afgreiðslutími lengdur um klukkutíma, eða til klukkan 23. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi tilslakanirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að talsvert hefði verið kallað eftir því að rýmkað yrði til fyrir sviðslistum. Tilslakanirnar tækju helst til atvinnustarfsemi en stjórnvöld væru „íhaldssamari“ í garð partístands. „Þetta er náttúrulega atvinnustarfsemi sem við þurfum að hugsa til, frekar heldur en einhvers þar sem fólk er að gera sér glaðan dag. Við þurfum aðeins að halda í með það, því við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði akkúrat við slíkar aðstæður, á krám, í veislum og partíum þar sem fólk passaði sig ekki nóg.“ Ekkert á móti áfengi, þannig séð Með nýju reglugerðinni verður heimilt að hafa hlé á viðburðum, til dæmis í leikhúsi og í bíó, en ekki verður þó heimilt að selja áfengi. Þórólfur kvaðst hafa mestar áhyggjur af því að fólk gerði mistök í sóttvörnum þegar áfengi er haft um hönd. „Ég hef ekkert á móti áfengi þannig séð en ég held að það sé nokkuð ljóst, og við höfum séð það í gegnum allan faraldurinn, að þar sem áfengi er haft um hönd þar er mesta hættan á smiti og þar hafa mestu smitin verið oft og tíðum. Og ég held að það sé nokkuð ljóst, og það þarf ekki neinn snilling til að sjá það fyrir sér, að menn eru ekkert að passa sig voða mikið þar sem áfengi er haft um hönd.“ Þá sýndist Þórólfi að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði farið eftir tillögum hans í grundvallaratriðum. „Það er þannig að þegar ég kem með mínar tillögur er ekki endilega víst að það sé svo auðvelt að útfæra þær í ljósi annarra reglna og reglugerða. Þannig að auðvitað getur alltaf verið einhver blæbrigðamunur á því og maður er ekkert að kippa sér upp við það,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. 23. febrúar 2021 18:30 Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð úr 20 í 50 á morgun. Þá mega allt að 200 vera viðstaddir hina ýmsu viðburði með eins metra nándarmörkum, að uppfylltum skilyrðum. Leyfilegur hámarksfjöldi á veitingastöðum verður 50 manns og afgreiðslutími lengdur um klukkutíma, eða til klukkan 23. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi tilslakanirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að talsvert hefði verið kallað eftir því að rýmkað yrði til fyrir sviðslistum. Tilslakanirnar tækju helst til atvinnustarfsemi en stjórnvöld væru „íhaldssamari“ í garð partístands. „Þetta er náttúrulega atvinnustarfsemi sem við þurfum að hugsa til, frekar heldur en einhvers þar sem fólk er að gera sér glaðan dag. Við þurfum aðeins að halda í með það, því við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði akkúrat við slíkar aðstæður, á krám, í veislum og partíum þar sem fólk passaði sig ekki nóg.“ Ekkert á móti áfengi, þannig séð Með nýju reglugerðinni verður heimilt að hafa hlé á viðburðum, til dæmis í leikhúsi og í bíó, en ekki verður þó heimilt að selja áfengi. Þórólfur kvaðst hafa mestar áhyggjur af því að fólk gerði mistök í sóttvörnum þegar áfengi er haft um hönd. „Ég hef ekkert á móti áfengi þannig séð en ég held að það sé nokkuð ljóst, og við höfum séð það í gegnum allan faraldurinn, að þar sem áfengi er haft um hönd þar er mesta hættan á smiti og þar hafa mestu smitin verið oft og tíðum. Og ég held að það sé nokkuð ljóst, og það þarf ekki neinn snilling til að sjá það fyrir sér, að menn eru ekkert að passa sig voða mikið þar sem áfengi er haft um hönd.“ Þá sýndist Þórólfi að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði farið eftir tillögum hans í grundvallaratriðum. „Það er þannig að þegar ég kem með mínar tillögur er ekki endilega víst að það sé svo auðvelt að útfæra þær í ljósi annarra reglna og reglugerða. Þannig að auðvitað getur alltaf verið einhver blæbrigðamunur á því og maður er ekkert að kippa sér upp við það,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. 23. febrúar 2021 18:30 Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. 23. febrúar 2021 18:30
Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27