Enginn lögregluþjónn ákærður vegna dauða Daniel Prude Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2021 11:01 Joe og Armin Prude, frændur Daniel Prude, með mynd af honum. AP/Ted Shaffrey Enginn lögregluþjónn verður ákærður vegna dauða Daniels Prude í Bandaríkjunum. Hann dó eftir að hann var handjárnaður og hetta sett á hann eftir að hann hljóp nakinn um götur Rochester í New York. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Prude átti við geðræn vandamál að stríða og hafði bróðir hans hringt eftir aðstoð. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Meinafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi eftir að fjölskylda Prude opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans. Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, tilkynnti í gær að enginn af lögregluþjónunum yrði ákærður. Það hefði verið ákveðið af svokölluðum „grand jury“ þar sem almennir borgarar eru fengnir til að fara yfir tiltekin mál, skoða sönnunargögn, ræða við vitni og segja til um hvort tilefni sé til að ákæra. James sagðist hafa vonast eftir annarri niðurstöðu. „Dómsmálakerfið hefur sýnt tregðu til að draga lögregluþjóna til ábyrgðar fyrir óréttlætanleg dauðsföll svartra Bandaríkjamanna,“ sagði hún samkvæmt New York Times. Sjö lögregluþjónum var vikið úr starfi vegna atviksins en lögmenn þeirra segja þá hafa brugðist við í sambæri við þjálfun þeirra. Þeir segja sömuleiðis að notkun Prudes á PCP hafi leitt til dauða hans. Sjá einnig: Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni var ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Prude bað lögregluþjónana um að fjarlægja hettuna og sagðist hann áfram þurfa byssu. Hann missti meðvitund eftir að lögregluþjónn hafði haldið fætinum á honum í um tvær mínútur. Mörg umdeild mál hjá lögreglunni Lögreglan í Rochester hefur ítrekað verið harðlega gagnrýnd á undanförnu ári vegna umdeildra mála sem hafa komið þar upp. Um síðustu mánaðamót handjárnuðu lögregluþjónar til að mynda níu ára stúlku og beittu hana piparúða. Þá höfðu þeir verið kallaðir á vettvang vegna heimiliserja. AP fréttaveitan segir að lögreglan hafi einnig verið gagnrýnd fyrir hörð viðbrögð við mótmælum vegna lögregluofbeldis sem fram fóru víða um Bandaríkin í fyrra. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Prude átti við geðræn vandamál að stríða og hafði bróðir hans hringt eftir aðstoð. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Meinafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi eftir að fjölskylda Prude opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans. Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, tilkynnti í gær að enginn af lögregluþjónunum yrði ákærður. Það hefði verið ákveðið af svokölluðum „grand jury“ þar sem almennir borgarar eru fengnir til að fara yfir tiltekin mál, skoða sönnunargögn, ræða við vitni og segja til um hvort tilefni sé til að ákæra. James sagðist hafa vonast eftir annarri niðurstöðu. „Dómsmálakerfið hefur sýnt tregðu til að draga lögregluþjóna til ábyrgðar fyrir óréttlætanleg dauðsföll svartra Bandaríkjamanna,“ sagði hún samkvæmt New York Times. Sjö lögregluþjónum var vikið úr starfi vegna atviksins en lögmenn þeirra segja þá hafa brugðist við í sambæri við þjálfun þeirra. Þeir segja sömuleiðis að notkun Prudes á PCP hafi leitt til dauða hans. Sjá einnig: Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni var ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Prude bað lögregluþjónana um að fjarlægja hettuna og sagðist hann áfram þurfa byssu. Hann missti meðvitund eftir að lögregluþjónn hafði haldið fætinum á honum í um tvær mínútur. Mörg umdeild mál hjá lögreglunni Lögreglan í Rochester hefur ítrekað verið harðlega gagnrýnd á undanförnu ári vegna umdeildra mála sem hafa komið þar upp. Um síðustu mánaðamót handjárnuðu lögregluþjónar til að mynda níu ára stúlku og beittu hana piparúða. Þá höfðu þeir verið kallaðir á vettvang vegna heimiliserja. AP fréttaveitan segir að lögreglan hafi einnig verið gagnrýnd fyrir hörð viðbrögð við mótmælum vegna lögregluofbeldis sem fram fóru víða um Bandaríkin í fyrra.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira