Norðurlöndin án jarðefnaeldsneytis Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 12:00 Á Norðurlöndum erum við stolt af því að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við erum stolt af því að fyrsta umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál var haldin í Stokkhólmi árið 1972 og að um allan heim er iðulega horft til okkar landa þegar kemur að því að finna lausnir í umhverfismálum. Þegar leiðtogar okkar tala um umhverfismál er hlutstað. Þessi staða felur í sér sérstaka ábyrgð þegar kemur að loftslagsvandanum sem heimurinn tekst nú á við. Við undirrituð norræn umhverfisverndarsamtök skorum því á Norðurlöndin taka forystu og verða fyrsta svæðið í heiminum til að losa sig alfarið við jarðefnaeldsneyti. En það krefst sterkrar forystu, viljastyrk og ekki síst aðgerða. Áskorunina þekkjum við flest vel. Stærsti einstaki sökudólgur þegar kemur að hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum er notkun jarðefnaeldsneytis. Því verður að hætta notkun þess, og það fljótt. Lokadagsetning olíuframleiðslu Nánast öll lönd hafa viðurkennt og skuldbundið sig því markmiði Parísarsamkomulagsins að takmarka hlýnun jarðar við 2°C. En þær aðgerðir sem þarf til að ná því marki eru ekki enn komnar fram og staðan er því í raun afar slæm: heimurinn er að óbreyttu á leið í ástand þar sem meðalhiti jarðar hækkar um að minnsta kosti 4 gráður. Raungerist það verða afleiðingar fyrir allt mannkynið og jörðina ólýsanlegar og hrikalegar. Tvö Norðurlanda stunda olíuframleiðslu. Danmörk hefur nýlega ákveðið lokadagsetningu olíuframleiðslu sinnar. Noregur ætti að gera slíkt hið sama. Að auki er nokkur munur á Norðurlöndunum hvað varðar magn og ástæður losunar gróðurhúsalofttegunda. Sameiginlegt öllum Norðurlöndunum er að við höfum einstakt velferðarsamfélag og norrænir borgarar eru almennt vel upplýstir og ábyrgir. Um 27 milljónir íbúa hér í norðrinu hafa því bæði getu og skyldu til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis innan eins eða tveggja áratuga - jafnvel löngu fyrir 2050. Í Svíþjóð og á Íslandi miðum við við 2030, á Álandseyjum og Finnlandi 2035 og í Danmörku, Noregi 2040, varðandi hvenær löndin verði kolefnishlutlaus. Þetta er algjörlega í samræmi við þá framsæknu framtíðarsýn sem birtist í tillögu sem þingmenn Norðurlandaráðs lögðu fram í september 2020. Þar kalla þingmennirnir eftir lokadegi fyrir notkun jarðefnaeldsneytis á Norðurlöndum og að norrænu ríkisstjórnirnar samræmi dagsetningar. Þeir vilja að lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar komi sér saman um dagsetningu þegar Norðurlönd, sem fyrsta svæðið í heiminum, verði laus við jarðefnaeldsneyti. Fyrsta svæði í heiminum Í sameiginlegri áskorun höfum við umhverfisverndarsamtök með um hálfa milljón félaga lagt að leiðtogum Norðurlanda og loftslagsráðherrum að sýna þessa ábyrgð. Tæknin er til staðar og fyrirtæki og fjárfestar bíða eftir skýrum pólitískum skilaboðum. Það ætti að vera enn frekari hvati til aðgerða, að með því að vera skrefi á undan öðrum löndum aukum við samkeppnishæfni landa okkar í heimi sem óhjákvæmilega þarf að taka á þessum vanda. Það borgar sig að vera fyrstur, bæði siðferðilega og efnahagslega. Það ætti einnig að vera pólitískur hvati til þessara aðgerða, að við erum að falla á tíma ef aðgerðir ná ekki þeim krafti sem er nauðsynlegur til að ná löngu tímabærum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Að bíða er það sama og að varpa byrðinni á næstu kynslóð - kynslóð sem lengi hefur reynt að ná áheyrn stjórnmálamanna með verkföllum í skólanum, námsmannahreyfingum og annars konar aðgerðum. Fyrir þá kynslóð er alvaran kristaltær. Aðgerða er þörf núna strax ef sú kynslóð og börn þeirra eiga að fá sömu tækifæri og kynslóðirnar á undan þeim erfðu. Þess vegna verða Norðurlöndin, sem fyrsta svæði í heiminum, að setja dagsetningu fyrir jarðefnaeldsneytislausa framtíð, svo að við getum afhent öllum afkomendum okkar fallega og byggilega jörð. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar, en greinin er sameiginleg frá Landsvernd og norrænum systursamtökum Landverndar. Danmarks Naturfredningsforening Suomen luonnonsuojeluliitto Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands Norges Naturvernforbund Sveriges Naturskyddsforening Ålands Natur och Miljö Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Bensín og olía Orkumál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á Norðurlöndum erum við stolt af því að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við erum stolt af því að fyrsta umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál var haldin í Stokkhólmi árið 1972 og að um allan heim er iðulega horft til okkar landa þegar kemur að því að finna lausnir í umhverfismálum. Þegar leiðtogar okkar tala um umhverfismál er hlutstað. Þessi staða felur í sér sérstaka ábyrgð þegar kemur að loftslagsvandanum sem heimurinn tekst nú á við. Við undirrituð norræn umhverfisverndarsamtök skorum því á Norðurlöndin taka forystu og verða fyrsta svæðið í heiminum til að losa sig alfarið við jarðefnaeldsneyti. En það krefst sterkrar forystu, viljastyrk og ekki síst aðgerða. Áskorunina þekkjum við flest vel. Stærsti einstaki sökudólgur þegar kemur að hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum er notkun jarðefnaeldsneytis. Því verður að hætta notkun þess, og það fljótt. Lokadagsetning olíuframleiðslu Nánast öll lönd hafa viðurkennt og skuldbundið sig því markmiði Parísarsamkomulagsins að takmarka hlýnun jarðar við 2°C. En þær aðgerðir sem þarf til að ná því marki eru ekki enn komnar fram og staðan er því í raun afar slæm: heimurinn er að óbreyttu á leið í ástand þar sem meðalhiti jarðar hækkar um að minnsta kosti 4 gráður. Raungerist það verða afleiðingar fyrir allt mannkynið og jörðina ólýsanlegar og hrikalegar. Tvö Norðurlanda stunda olíuframleiðslu. Danmörk hefur nýlega ákveðið lokadagsetningu olíuframleiðslu sinnar. Noregur ætti að gera slíkt hið sama. Að auki er nokkur munur á Norðurlöndunum hvað varðar magn og ástæður losunar gróðurhúsalofttegunda. Sameiginlegt öllum Norðurlöndunum er að við höfum einstakt velferðarsamfélag og norrænir borgarar eru almennt vel upplýstir og ábyrgir. Um 27 milljónir íbúa hér í norðrinu hafa því bæði getu og skyldu til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis innan eins eða tveggja áratuga - jafnvel löngu fyrir 2050. Í Svíþjóð og á Íslandi miðum við við 2030, á Álandseyjum og Finnlandi 2035 og í Danmörku, Noregi 2040, varðandi hvenær löndin verði kolefnishlutlaus. Þetta er algjörlega í samræmi við þá framsæknu framtíðarsýn sem birtist í tillögu sem þingmenn Norðurlandaráðs lögðu fram í september 2020. Þar kalla þingmennirnir eftir lokadegi fyrir notkun jarðefnaeldsneytis á Norðurlöndum og að norrænu ríkisstjórnirnar samræmi dagsetningar. Þeir vilja að lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar komi sér saman um dagsetningu þegar Norðurlönd, sem fyrsta svæðið í heiminum, verði laus við jarðefnaeldsneyti. Fyrsta svæði í heiminum Í sameiginlegri áskorun höfum við umhverfisverndarsamtök með um hálfa milljón félaga lagt að leiðtogum Norðurlanda og loftslagsráðherrum að sýna þessa ábyrgð. Tæknin er til staðar og fyrirtæki og fjárfestar bíða eftir skýrum pólitískum skilaboðum. Það ætti að vera enn frekari hvati til aðgerða, að með því að vera skrefi á undan öðrum löndum aukum við samkeppnishæfni landa okkar í heimi sem óhjákvæmilega þarf að taka á þessum vanda. Það borgar sig að vera fyrstur, bæði siðferðilega og efnahagslega. Það ætti einnig að vera pólitískur hvati til þessara aðgerða, að við erum að falla á tíma ef aðgerðir ná ekki þeim krafti sem er nauðsynlegur til að ná löngu tímabærum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Að bíða er það sama og að varpa byrðinni á næstu kynslóð - kynslóð sem lengi hefur reynt að ná áheyrn stjórnmálamanna með verkföllum í skólanum, námsmannahreyfingum og annars konar aðgerðum. Fyrir þá kynslóð er alvaran kristaltær. Aðgerða er þörf núna strax ef sú kynslóð og börn þeirra eiga að fá sömu tækifæri og kynslóðirnar á undan þeim erfðu. Þess vegna verða Norðurlöndin, sem fyrsta svæði í heiminum, að setja dagsetningu fyrir jarðefnaeldsneytislausa framtíð, svo að við getum afhent öllum afkomendum okkar fallega og byggilega jörð. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar, en greinin er sameiginleg frá Landsvernd og norrænum systursamtökum Landverndar. Danmarks Naturfredningsforening Suomen luonnonsuojeluliitto Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands Norges Naturvernforbund Sveriges Naturskyddsforening Ålands Natur och Miljö
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun