Henderson hefur verið varamarkvörður David de Gea á þessari leiktíð eftir að hafa verið lánaður til Sheffield United á síðustu leiktíð. Henderson hefur þó leikið tólf leiki á þessari leiktíð.
Sky Sports greina frá því að Tottenham og Borussia Dortmund fylgist grannt með gangi mála hjá hinum 23 ára markverði sem gæti yfirgefið uppeldisfélagið næsta sumar til þess að spila reglulega.
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er sagður mjög hrifinn af Henderson sem markverði eftir að hafa fylgst með honum koma í gegnum akademíu United er hann var stjóri liðsins á árunum 2016 til 2018.
Greame Souness, spekingur Sky Sports, sagði að Mourinho hafi sagt honum að hann héldi að Henderson hefði orðið aðalmarkvörður United fyrir mörgum árum síðan.
PSG er sagt fylgjast náið með Hugo Lloris en franski landsliðsmarkvörðurinn er sagður vilja heim á tímapunkti en Henderson skrifaði undir fimm ára samning í ágúst síðastliðnum.
Tottenham and Dortmund 'the front-runners for Dean Henderson if he leaves Manchester United this summer' https://t.co/K9rNbVQYXU
— MailOnline Sport (@MailSport) February 24, 2021