Heimila samrunann en setja spurningarmerki við yfirráð í Síldarvinnslunni Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2021 17:13 Bæði Huginn og Bergur-Huginn gera út frá Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna dótturfélags Síldarvinnslunnar hf. og Bergs ehf. en greint var frá því í október að Bergur-Huginn ehf. hafi fest kaup á útgerðarfélaginu Bergi í Vestmannaeyjum. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að kaupin leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Er þar meðal annars horft til þess að hlutdeild Bergs í heildarúthlutun kvóta er óveruleg, að því er fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins. Bergur hefur gert út togarann Berg VE 44 frá árinu 2005 og eru aflaheimildir félagsins 0,36 prósent af heildarkvóta á fiskveiðiárinu 2020-2021 eða sem nemur 1.514 þorskígildistonnum. Rýndu í þétt tengsl félaganna Sem hluti af rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum var upplýsinga og sjónarmiða aflað um stjórnunar-, eignar- og viðskiptatengsl samstæðu Síldarvinnslunnar við Samherja hf. og Gjögur hf. en samanlagt eiga félögin og tengdir aðilar 82 prósent í Síldarvinnslunni. Þá eru þrír af fimm stjórnarmönnum Síldarvinnslunnar skipaðir af eða tengdir þessum aðilum. „Til viðbótar framangreindu eru vísbendingar um þétt stjórnunar- og eignatengsl milli Samherja, Gjögurs og Síldarvinnslunnar sem birtast m.a. í því að einn af stærstu eigendum Gjögurs hefur þar til nýverið gegnt starfi forstjóra Samherja, samhliða því að eiga eignarhlut í Síldarvinnslunni í gegnum eignarhaldsfélag sem jafnframt er í eigu Samherja. Þetta ásamt fleiru gefur til kynna veruleg tengsl á milli stórra hluthafa í Síldarvinnslunni,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Þá hafi samrunaaðilar gert grein fyrir áframhaldandi og viðvarandi viðskiptasambandi við Síldarvinnsluna, Samherja og Gjögur. Tóku ekki endanlega afstöðu „Af hálfu samrunaaðila er byggt á því að Síldarvinnslan muni við kaupin fara ein með yfirráð yfir Bergi, en í þeirri afstöðu felst að samrunaaðilar telja að ekki hafi stofnast til yfirráða stórra eigenda Síldarvinnslunnar yfir fyrirtækinu, sem tilkynna beri Samkeppniseftirlitinu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Að sögn stofnunarinnar fela áðurnefndar upplýsingar þó í sér vísbendingar um að stofnast hafi til yfirráða í Síldarvinnslunni umfram það sem samrunaaðilar hafi gert grein fyrir. Þrátt fyrir það tekur eftirlitið ekki endanlega afstöðu til þess. Ástæðan fyrir því er að það telur ekki forsendur til íhlutunar í samrunann þótt að komist væri að niðurstöðu um hin mögulegu víðtækari yfirráð. „Í öðru lagi myndi endanleg úrlausn framangreindra yfirráða kalla á víðtækari gagnaöflun og rannsókn sem taka myndi til fleiri aðila. Ekki eru tök á því í þessu máli,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Hyggst stofnunin á síðari stigum taka afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti beri að rannsaka nánar möguleg yfirráð og eftir atvikum samstarf hlutaðeigandi fyrirtækja. Sameina félögin á ný Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að saga Bergs og Bergs-Hugins sé samofin en stofnendur Bergs komu að stofnun þess síðarnefnda árið 1972. Árið 1983 dróg einn stofnenda sig svo út úr félaginu og hélt áfram útgerð undir merkjum Bergs. Bæði útgerðarfélögin gera út frá Vestmannaeyjum en árið 2012 festi Síldarvinnslan kaup á Bergi-Hugin sem rennur nú saman við Berg á ný. Að sögn Gunnþórs B. Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar eru kaupin liður í að styrkja stoðir félagsins í Vestmannaeyjum. Síldarvinnslan stefnir nú á skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Samkeppnismál Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að kaupin leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Er þar meðal annars horft til þess að hlutdeild Bergs í heildarúthlutun kvóta er óveruleg, að því er fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins. Bergur hefur gert út togarann Berg VE 44 frá árinu 2005 og eru aflaheimildir félagsins 0,36 prósent af heildarkvóta á fiskveiðiárinu 2020-2021 eða sem nemur 1.514 þorskígildistonnum. Rýndu í þétt tengsl félaganna Sem hluti af rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum var upplýsinga og sjónarmiða aflað um stjórnunar-, eignar- og viðskiptatengsl samstæðu Síldarvinnslunnar við Samherja hf. og Gjögur hf. en samanlagt eiga félögin og tengdir aðilar 82 prósent í Síldarvinnslunni. Þá eru þrír af fimm stjórnarmönnum Síldarvinnslunnar skipaðir af eða tengdir þessum aðilum. „Til viðbótar framangreindu eru vísbendingar um þétt stjórnunar- og eignatengsl milli Samherja, Gjögurs og Síldarvinnslunnar sem birtast m.a. í því að einn af stærstu eigendum Gjögurs hefur þar til nýverið gegnt starfi forstjóra Samherja, samhliða því að eiga eignarhlut í Síldarvinnslunni í gegnum eignarhaldsfélag sem jafnframt er í eigu Samherja. Þetta ásamt fleiru gefur til kynna veruleg tengsl á milli stórra hluthafa í Síldarvinnslunni,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Þá hafi samrunaaðilar gert grein fyrir áframhaldandi og viðvarandi viðskiptasambandi við Síldarvinnsluna, Samherja og Gjögur. Tóku ekki endanlega afstöðu „Af hálfu samrunaaðila er byggt á því að Síldarvinnslan muni við kaupin fara ein með yfirráð yfir Bergi, en í þeirri afstöðu felst að samrunaaðilar telja að ekki hafi stofnast til yfirráða stórra eigenda Síldarvinnslunnar yfir fyrirtækinu, sem tilkynna beri Samkeppniseftirlitinu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Að sögn stofnunarinnar fela áðurnefndar upplýsingar þó í sér vísbendingar um að stofnast hafi til yfirráða í Síldarvinnslunni umfram það sem samrunaaðilar hafi gert grein fyrir. Þrátt fyrir það tekur eftirlitið ekki endanlega afstöðu til þess. Ástæðan fyrir því er að það telur ekki forsendur til íhlutunar í samrunann þótt að komist væri að niðurstöðu um hin mögulegu víðtækari yfirráð. „Í öðru lagi myndi endanleg úrlausn framangreindra yfirráða kalla á víðtækari gagnaöflun og rannsókn sem taka myndi til fleiri aðila. Ekki eru tök á því í þessu máli,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Hyggst stofnunin á síðari stigum taka afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti beri að rannsaka nánar möguleg yfirráð og eftir atvikum samstarf hlutaðeigandi fyrirtækja. Sameina félögin á ný Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að saga Bergs og Bergs-Hugins sé samofin en stofnendur Bergs komu að stofnun þess síðarnefnda árið 1972. Árið 1983 dróg einn stofnenda sig svo út úr félaginu og hélt áfram útgerð undir merkjum Bergs. Bæði útgerðarfélögin gera út frá Vestmannaeyjum en árið 2012 festi Síldarvinnslan kaup á Bergi-Hugin sem rennur nú saman við Berg á ný. Að sögn Gunnþórs B. Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar eru kaupin liður í að styrkja stoðir félagsins í Vestmannaeyjum. Síldarvinnslan stefnir nú á skráningu félagsins í Kauphöll Íslands.
Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Samkeppnismál Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira