Eirik Ulland Andersen reyndist hetja Molde en hann kom gestunum yfir á tuttugustu mínútu og gulltryggði svo sigurinn með marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Eitthvað hefur Ulland Andersen gert af sér í fagnaðarlátunum en hann fékk gult spjald fyrir fagnaðarlætin.
Björn Bergmann spilaði 63 mínútur í leik kvöldsins.
Grattis @Molde_FK Impressive https://t.co/VTW5deXe0X
— Erling Haaland (@ErlingHaaland) February 25, 2021
Arsenal er einnig komið í 16-liða úrslit eftir dramatískan sigur á Benfica. Ajax sló út Lille, Rangers pakkaði Royal Antwerp saman, Shakhtar Donetsk lagði Maccabi Tel Aviv, Villareal vann Salzburg og Napoli féll svo úr leik þrátt fyrir að leggja Granada í kvöld.