Dómarar ensku úrvalsdeildarinnar tapa peningum þegar þeir gera mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 09:00 Dómarar geta gert mistök, jafnvel þegar þeir mega skoða endursýningar, og sú varð raunin á dögunum þegar Mike Dean rak West Ham manninn Tomas Soucek af velli. Getty/Clive Rose Frammistöðumat dómara í ensku úrvalsdeildinni hjálpar þeim ekki aðeins upp metorðastigann og til að fá stærri leiki. Matið hefur einnig áhrif á launaseðil þeirra. Það er gríðarleg pressa á dómurunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda allt annað en auðvelt að dæma í þessari hröðu deild. Nú hefur komið fram í dagsljósið að hver mistök hjá dómara hafi í raun áhrif á laun þeirra. Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni eru með föst laun sem breytast ekki en mistökin hafa aftur á móti áhrif á bónusgreiðslur þeirra og það geta verið talsverðar upphæðir. Sportsmail hefur heimildir um það að dómarar deildarinnar tapi hluta af bónusgreiðslum sínum þegar þeir gera mistök. Sérstök eftirlitsnefnd fer yfir alla leiki þeirra og skráir niður mistökin. EXCL: Premier League referees ARE paying for their mistakes as yearly bonuses take a hit with each error | @KieranGill_DM & @SamiMokbel81_DM https://t.co/2GrHswkrHH— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Við erum þar ekki að tala um bara stór mistök heldur skrá menn allt hjá sér, meira að segja ef menn dæma vitlaus innköst. Það eru líka talin verið mistök ef Varsjáin þarf að taka fyrir dóminn og kemst í framhaldinu að réttri niðurstöðu. Það verða samt skráð mistök hjá dómaranum. Samkvæmt frétt Sportsmail þá eru bónusgreiðslur á hvern dómara allt að fimmtíu þúsund breskum pundum eða 8,9 milljónum íslenskra króna. Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eru með grunnlaun á bilinu 110 þúsund til 120 þúsund pund sem eru á bilinu 19,6 milljónir til 21,4 milljóna í íslenskum krónum. Bónusgreiðslur til dómara fara síðan eftir frammistöðumatinu þar sem þeir fá mínus fyrir hver mistök sem þeir gera. Þetta fyrirkomulag setur enn meiri pressu á dómarana og nóg er hún nú fyrir. Hver stór dómur þeirra er tekinn fyrir í fjölmiðlum og dómarar þurfa einnig að þola mikið áreiti á samfélagsmiðlum og annars staðar verði þeim á í messunni. Að gera mistök sem kostar lið stig kallar oft á mikið áreiti frá öskuillum stuðningsmönnum. Gott dæmi um það eru morðhótanirnar sem Mike Dean fékk á dögunum. Dean gaf þá Tomas Soucek hjká West Ham og Jan Bednarek hjá Southampton rauð spjöld þrátt fyrir að hafa skoðað brotin aftur á skjá. Bæði rauðu spjöldin voru seinna dregin til baka og Mike Dean bað um að sleppa við að dæma í næstu umferð. Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
Það er gríðarleg pressa á dómurunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda allt annað en auðvelt að dæma í þessari hröðu deild. Nú hefur komið fram í dagsljósið að hver mistök hjá dómara hafi í raun áhrif á laun þeirra. Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni eru með föst laun sem breytast ekki en mistökin hafa aftur á móti áhrif á bónusgreiðslur þeirra og það geta verið talsverðar upphæðir. Sportsmail hefur heimildir um það að dómarar deildarinnar tapi hluta af bónusgreiðslum sínum þegar þeir gera mistök. Sérstök eftirlitsnefnd fer yfir alla leiki þeirra og skráir niður mistökin. EXCL: Premier League referees ARE paying for their mistakes as yearly bonuses take a hit with each error | @KieranGill_DM & @SamiMokbel81_DM https://t.co/2GrHswkrHH— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Við erum þar ekki að tala um bara stór mistök heldur skrá menn allt hjá sér, meira að segja ef menn dæma vitlaus innköst. Það eru líka talin verið mistök ef Varsjáin þarf að taka fyrir dóminn og kemst í framhaldinu að réttri niðurstöðu. Það verða samt skráð mistök hjá dómaranum. Samkvæmt frétt Sportsmail þá eru bónusgreiðslur á hvern dómara allt að fimmtíu þúsund breskum pundum eða 8,9 milljónum íslenskra króna. Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eru með grunnlaun á bilinu 110 þúsund til 120 þúsund pund sem eru á bilinu 19,6 milljónir til 21,4 milljóna í íslenskum krónum. Bónusgreiðslur til dómara fara síðan eftir frammistöðumatinu þar sem þeir fá mínus fyrir hver mistök sem þeir gera. Þetta fyrirkomulag setur enn meiri pressu á dómarana og nóg er hún nú fyrir. Hver stór dómur þeirra er tekinn fyrir í fjölmiðlum og dómarar þurfa einnig að þola mikið áreiti á samfélagsmiðlum og annars staðar verði þeim á í messunni. Að gera mistök sem kostar lið stig kallar oft á mikið áreiti frá öskuillum stuðningsmönnum. Gott dæmi um það eru morðhótanirnar sem Mike Dean fékk á dögunum. Dean gaf þá Tomas Soucek hjká West Ham og Jan Bednarek hjá Southampton rauð spjöld þrátt fyrir að hafa skoðað brotin aftur á skjá. Bæði rauðu spjöldin voru seinna dregin til baka og Mike Dean bað um að sleppa við að dæma í næstu umferð.
Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira