Zlatan segir LeBron James að hætta að skipta sér af Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2021 10:31 LeBron James hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. Zlatan Ibrahimovic vill að hann hætti að skipta sér af pólitík. Samsett/Getty Zlatan Ibrahimovic segir að LeBron James eigi ekki að vera að blanda sér í pólitísk umræðuefni heldur halda sig við það sem hann sé góður í – að spila körfubolta. Þetta segir hinn sænski Zlatan í viðtali við Discovery+ í Svíþjóð sem vakið hefur mikla athygli. Zlatan Ibrahimovic uppskattar basketspelaren Lebron James men tycker inte att han ska lägga sig i politiken: "Lebron är fenomenal på det han gör, men jag gillar inte när folk med status lägger sig i politik" Lång intervju med Zlatan Ibrahimovic: https://t.co/oXm5gjmhKv pic.twitter.com/J3L82GWLD6— discovery+ sport (@dplus_sportSE) February 25, 2021 Zlatan er afar hrifinn af James sem körfuboltamanni og þegar Svíinn sjálfumglaði flutti til Los Angeles til að spila fótbolta sagði hann borgina eiga kóng í James. Bætti því svo við að nú ætti borgin líka guð. Zlatan er hins vegar minna hrifinn af afskiptum James af pólitík. James hefur til að mynda verið óhræddur við að gagnrýna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og lýsti opinberlega yfir stuðningi við Joe Biden. James sagði að það yrði frábært að heimsækja Biden í Hvíta húsið til að halda upp á NBA-meistaratitil LA Lakers en Trump fékk aldrei NBA-meistara í heimsókn þau fjögur ár sem hann var forseti. Stóru mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt „LeBron er einstakur í því sem hann gerir en mér líkar það ekki þegar að fólk skapar sér ákveðinn sess en fer að skipta sér af pólitík á sama tíma. Gerðu það sem þú ert góður í. Vertu í þínu fagi. Ég spila fótbolta vegna þess að ég er bestur í fótbolta. Ég skipti mér ekki af pólitík. Ef að ég væri pólitískur þá myndi ég vera í stjórnmálum,“ sagði Zlatan. „Þetta eru stóru, fyrstu mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt og öðlast ákveðinn sess. Haldið ykkur utan við þetta. Gerið það sem þið eruð góð í því þetta kemur ekki vel út,“ sagði Zlatan. NBA Ítalski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Þetta segir hinn sænski Zlatan í viðtali við Discovery+ í Svíþjóð sem vakið hefur mikla athygli. Zlatan Ibrahimovic uppskattar basketspelaren Lebron James men tycker inte att han ska lägga sig i politiken: "Lebron är fenomenal på det han gör, men jag gillar inte när folk med status lägger sig i politik" Lång intervju med Zlatan Ibrahimovic: https://t.co/oXm5gjmhKv pic.twitter.com/J3L82GWLD6— discovery+ sport (@dplus_sportSE) February 25, 2021 Zlatan er afar hrifinn af James sem körfuboltamanni og þegar Svíinn sjálfumglaði flutti til Los Angeles til að spila fótbolta sagði hann borgina eiga kóng í James. Bætti því svo við að nú ætti borgin líka guð. Zlatan er hins vegar minna hrifinn af afskiptum James af pólitík. James hefur til að mynda verið óhræddur við að gagnrýna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og lýsti opinberlega yfir stuðningi við Joe Biden. James sagði að það yrði frábært að heimsækja Biden í Hvíta húsið til að halda upp á NBA-meistaratitil LA Lakers en Trump fékk aldrei NBA-meistara í heimsókn þau fjögur ár sem hann var forseti. Stóru mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt „LeBron er einstakur í því sem hann gerir en mér líkar það ekki þegar að fólk skapar sér ákveðinn sess en fer að skipta sér af pólitík á sama tíma. Gerðu það sem þú ert góður í. Vertu í þínu fagi. Ég spila fótbolta vegna þess að ég er bestur í fótbolta. Ég skipti mér ekki af pólitík. Ef að ég væri pólitískur þá myndi ég vera í stjórnmálum,“ sagði Zlatan. „Þetta eru stóru, fyrstu mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt og öðlast ákveðinn sess. Haldið ykkur utan við þetta. Gerið það sem þið eruð góð í því þetta kemur ekki vel út,“ sagði Zlatan.
NBA Ítalski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira