Óvænt úrslit urðu niðurstaðan í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Ítalíumeistarar Juventus heimsóttu þá Hellas Verona.
Portúgalska markamaskínan Cristiano Ronaldo kom Juventus í forystu snemma í síðari hálfleik.
Heimamönnum tókst að jafna metin áður en yfir lauk því Antonin Barak skoraði á 78.mínútu.
Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Juventus sjö stigum á eftir toppliði Inter Milan.
Fyrr í kvöld vann Bologna 2-0 sigur á Lazio. Andri Fannar Baldursson var ekki í leikmannahópi Bologna.