Henderson þurfti að leggjast á skurðarborðið vegna meiðslanna. Hann bætist því að meiðslalistann ásamt Virgil van Dijk, Joel Matip, Joe Gomez og Fabinho.
#LFC captain Jordan Henderson has undergone surgery on the groin injury he suffered in the Merseyside derby and will be out until April at the earliest.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 26, 2021
Henderson hefur verið að leysa að stöðu miðvarðar í öllum meiðslavandræðum liðsins í þeirri stöðu en það er eins og það séu álög á mönnum sem spila miðvörð í Liverpool liðinu á þessari leiktíð.
Liverpool sagði að aðgerðin hefði gengið vel en gaf ekki út neinn tímaramma fyrir endurkomu. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að Henderon verði frá í tíu vikur.
Fyrirliðinn missir af minnsta kosti fimm leikjum en þar á meðal er deildarleikur á móti Chelsea og seinni leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Jürgen Klopp is hopeful Jordan Henderson will return to action before the end of the season and feels he will still have an influential role to play during his rehabilitation
— Liverpool FC (@LFC) February 26, 2021
Henderson missti ekki aðeins af öllum leikjum Liverpool fram í apríl heldur einnig af þremur leikjum enska landsliðsins í undankeppni HM. England spilar við San Marínó, Albaníu og Pólland.
Það er samt búist við því að Henderson nái restinni af tímabilinu og verði með enska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar.
We can confirm Jordan Henderson has undergone a successful operation on the injury he sustained during Saturday s Merseyside derby with Everton.
— Liverpool FC (@LFC) February 26, 2021