Konur hafa áhyggjur af því að HPV-neikvæð krabbamein greinist ekki við skimun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2021 20:01 SurePath sýnatökupinni og -glas eins og verða notuð við leghálsskimunina. BD Konur geta ekki óskað eftir frumurannsókn eftir að breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi skimunar eftir leghálskrabbameinum. HPV-neikvæð krabbamein munu því ekki finnast við skimun 30 ára og eldri. Gamla fyrirkomulag leghálsskimana fól í sér frumurannsókn og ef breytingar fundust, var HPV veirumæling gerð í kjölfarið. Eftir að heilsugæslan tók við verkefninu og ferlið var endurskoðað verða sýni úr 23 til 29 ára konum frumuskoðuð en konur á aldrinum 30 til 64 ára eru HPV mældar og fá bara frumuskoðun ef þær mælast HPV-jákvæðar. Í Facebook hópnum Aðför að heilsu kvenna hafa nokkrar konur stigið fram og greint frá því að hafa greinst með alvarlegar frumubreytingar eða krabbamein, án þess að hafa greinst með HPV. Samkvæmt erlendum rannsóknum má ætla að tíðni svokallaðra HPV-neikvæðra krabbameina sé í kringum fimm prósent. Konur spyrja sig nú að því hvort þessi krabbamein finnist nokkuð fyrr en það er orðið of seint. Kristján Oddsson, verkefnastjóri hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, staðfestir að konur geta ekki óskað eftir frumurannsókn til viðbótar við HPV mælingu. Bendir hann á að skimanir séu lýðgrunduð aðgerð, þar sem ákvarðanir miðast við hópa en ekki einstaklinga. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir harðlega samráðsleysi við konur. „Mér finnst þetta kannski til marks um það, eins og annað í þessu ferli, að það hafi einhvern veginn ekki verið hlustað á raddir kvenna. Maður sér það að það eru að koma upp ótal spurningar. Svörin eru bæði sein og óljós og mér finnst þetta vera enn eitt dæmið til marks um það að konur standa einhvern veginn uppi half ráðalausar í kjölfar þessara breytinga.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09 Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15 Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Gamla fyrirkomulag leghálsskimana fól í sér frumurannsókn og ef breytingar fundust, var HPV veirumæling gerð í kjölfarið. Eftir að heilsugæslan tók við verkefninu og ferlið var endurskoðað verða sýni úr 23 til 29 ára konum frumuskoðuð en konur á aldrinum 30 til 64 ára eru HPV mældar og fá bara frumuskoðun ef þær mælast HPV-jákvæðar. Í Facebook hópnum Aðför að heilsu kvenna hafa nokkrar konur stigið fram og greint frá því að hafa greinst með alvarlegar frumubreytingar eða krabbamein, án þess að hafa greinst með HPV. Samkvæmt erlendum rannsóknum má ætla að tíðni svokallaðra HPV-neikvæðra krabbameina sé í kringum fimm prósent. Konur spyrja sig nú að því hvort þessi krabbamein finnist nokkuð fyrr en það er orðið of seint. Kristján Oddsson, verkefnastjóri hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, staðfestir að konur geta ekki óskað eftir frumurannsókn til viðbótar við HPV mælingu. Bendir hann á að skimanir séu lýðgrunduð aðgerð, þar sem ákvarðanir miðast við hópa en ekki einstaklinga. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir harðlega samráðsleysi við konur. „Mér finnst þetta kannski til marks um það, eins og annað í þessu ferli, að það hafi einhvern veginn ekki verið hlustað á raddir kvenna. Maður sér það að það eru að koma upp ótal spurningar. Svörin eru bæði sein og óljós og mér finnst þetta vera enn eitt dæmið til marks um það að konur standa einhvern veginn uppi half ráðalausar í kjölfar þessara breytinga.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09 Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15 Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09
Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15
Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22