„Einboðið að næðu þessir flokkar meirihluta að þeir haldi áfram“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 18:20 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, og Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu ríkisstjórnarsamstarfið í Víglínunni í dag. Vísir/Einar „Mér finnst alveg einboðið að næðu þessir flokkar meirihluta í næstu kosningum, þá hlýtur að vera fyrsti kostur að þeir haldi áfram. Þetta stjórnarsamstarf hefur verið í öllum aðalatriðum afskaplega gæfusamt,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Víglínunni í dag. Stjórnarþingmennirnir Páll Magnússon og Ólafur Þór Gunnarsson ræddu ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar í Víglínunni. Þeir sögðu stjórnarsamstarfið hafa reynst afar gæfuríkt og það sæist í þeim stuðningin sem stjórnin nýtur í fylgiskönnunum. Nái flokkarnir meirihluta í kosningum ættu þeir að mati Páls að stefna að áframhaldandi samstarfi. „Ég held að í öllum aðalatriðum hafi þetta ríkisstjórnarsamband tekist alveg mjög vel upp. Furðuvel myndu margir segja miðað við það hvaða flokkar lögðu upp í það,“ segir Páll Magnússon. Segja ríkisstjórnarsamstarfið hafa verið farsælt Páll segir að málinu samkvæmt gæti hann rekið ýmislegt sem hann hafi ekki verið sammála Vinstri grænum og Framsóknarflokknum í einstaka málum en að í aðalatriðum hafi ríkisstjórnarsamstarfið gengið vonum framar. „Við höfum náð mjög langt með þann málefnasáttmála sem við fórum af stað með. Eðlilega er ágreiningur milli flokkanna í mörgum málefnum, enda eru þeir um allt rófið í stjórnmálum. En þrátt fyrir þetta hefur þetta tekist ágætlega,“ segir Ólafur Þór. Páll segir það liggja í hlutarins eðli að nái núverandi stjórnarflokkar meirihluta að nýju í næstu Alþingiskosningum eftir þetta „ekki hnökralausa en farsæla samstarf“ hljóti þeir að taka þann kost fyrstan að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Alþingiskosningar 2021 Víglínan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Mögulegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar rætt í Víglínunni Allt bendir til að ríkisstjórn þriggja flokka í forsæti Katrínar Jakobsdóttur lifi af kjörtímabilið fram að kosningum til Alþingis hinn 25. september. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir haldi áfram stjórnarsamstarfinu fái þeir til þess meirihluta. Flokkarnir eru farnir að undirbúa val á framboðslista og þar gæti víða dregið til tíðinda. 28. febrúar 2021 16:31 Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. 23. febrúar 2021 00:17 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Stjórnarþingmennirnir Páll Magnússon og Ólafur Þór Gunnarsson ræddu ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar í Víglínunni. Þeir sögðu stjórnarsamstarfið hafa reynst afar gæfuríkt og það sæist í þeim stuðningin sem stjórnin nýtur í fylgiskönnunum. Nái flokkarnir meirihluta í kosningum ættu þeir að mati Páls að stefna að áframhaldandi samstarfi. „Ég held að í öllum aðalatriðum hafi þetta ríkisstjórnarsamband tekist alveg mjög vel upp. Furðuvel myndu margir segja miðað við það hvaða flokkar lögðu upp í það,“ segir Páll Magnússon. Segja ríkisstjórnarsamstarfið hafa verið farsælt Páll segir að málinu samkvæmt gæti hann rekið ýmislegt sem hann hafi ekki verið sammála Vinstri grænum og Framsóknarflokknum í einstaka málum en að í aðalatriðum hafi ríkisstjórnarsamstarfið gengið vonum framar. „Við höfum náð mjög langt með þann málefnasáttmála sem við fórum af stað með. Eðlilega er ágreiningur milli flokkanna í mörgum málefnum, enda eru þeir um allt rófið í stjórnmálum. En þrátt fyrir þetta hefur þetta tekist ágætlega,“ segir Ólafur Þór. Páll segir það liggja í hlutarins eðli að nái núverandi stjórnarflokkar meirihluta að nýju í næstu Alþingiskosningum eftir þetta „ekki hnökralausa en farsæla samstarf“ hljóti þeir að taka þann kost fyrstan að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi.
Alþingiskosningar 2021 Víglínan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Mögulegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar rætt í Víglínunni Allt bendir til að ríkisstjórn þriggja flokka í forsæti Katrínar Jakobsdóttur lifi af kjörtímabilið fram að kosningum til Alþingis hinn 25. september. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir haldi áfram stjórnarsamstarfinu fái þeir til þess meirihluta. Flokkarnir eru farnir að undirbúa val á framboðslista og þar gæti víða dregið til tíðinda. 28. febrúar 2021 16:31 Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. 23. febrúar 2021 00:17 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Mögulegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar rætt í Víglínunni Allt bendir til að ríkisstjórn þriggja flokka í forsæti Katrínar Jakobsdóttur lifi af kjörtímabilið fram að kosningum til Alþingis hinn 25. september. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir haldi áfram stjórnarsamstarfinu fái þeir til þess meirihluta. Flokkarnir eru farnir að undirbúa val á framboðslista og þar gæti víða dregið til tíðinda. 28. febrúar 2021 16:31
Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. 23. febrúar 2021 00:17
Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05