„Skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2021 10:31 Rúrik og Renata fara áfram eftir næsta þátt. Það er öruggt. @rurikgislason „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í háhæluðum skóm fyrir utan það þegar systir mín dressaði mig upp sem dragdrottning fyrir grímuball þegar ég var svona tíu ára,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandifótboltamaður sem sló rækilega í gegn í þýska dansþættinum Let‘s Dance á föstudagskvöldið. Hann var á línunni í Brennslunni á FM957 í morgun. Rúrik tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð. Rúrik í raun vann símakosninguna og er því öruggur áfram. View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) „Þetta var helvíti sérstakt, mjög gaman og ég bjóst ekki alveg við þessu,“ segir Rúrik sem æfir í átta til níu klukkustundir á dag fyrir útsendingarnar. „Í gær var síðan fyrsta æfing fyrir næsta þátt og það voru níu klukkutímar. Ég er ekkert að gera mikið annað en djöfull er þetta gaman samt,“ segir Rúrik en dansfélagi hans er Renata Lusin. „Hún er rússnesk og hefur verið í öðru sæti nokkrum sinnum á heimsmeistaramótinu. Hún er frábær og búin að vera í þessum þáttum áður og er bara mjög skemmtileg. Ég skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig eftir dansinn,“ segir Rúrik og hlær. „Ég held að þau hafi sagt að ég hafi gert þetta vel. Ég skil ekki alveg allt og var í raun meira stressaður fyrir því, því við vorum búin að æfa dansinn vel. Ég var meira stressaður fyrir því að tala og tjá mig.“ Þó að Rúrik sé öruggur áfram í næsta þætti ætlar hann ekki að gefa neitt eftir. „Ég hef helvíti gaman af þessu. Ég bý á einhverju hóteli og hef ekkert betra að gera heldur en að vera bara í átta, níu tíma á dag að æfa dans. Þetta er það gaman. Ég bjóst aldrei við því að þetta yrði svona gaman.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Rúrik tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð. Rúrik í raun vann símakosninguna og er því öruggur áfram. View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) „Þetta var helvíti sérstakt, mjög gaman og ég bjóst ekki alveg við þessu,“ segir Rúrik sem æfir í átta til níu klukkustundir á dag fyrir útsendingarnar. „Í gær var síðan fyrsta æfing fyrir næsta þátt og það voru níu klukkutímar. Ég er ekkert að gera mikið annað en djöfull er þetta gaman samt,“ segir Rúrik en dansfélagi hans er Renata Lusin. „Hún er rússnesk og hefur verið í öðru sæti nokkrum sinnum á heimsmeistaramótinu. Hún er frábær og búin að vera í þessum þáttum áður og er bara mjög skemmtileg. Ég skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig eftir dansinn,“ segir Rúrik og hlær. „Ég held að þau hafi sagt að ég hafi gert þetta vel. Ég skil ekki alveg allt og var í raun meira stressaður fyrir því, því við vorum búin að æfa dansinn vel. Ég var meira stressaður fyrir því að tala og tjá mig.“ Þó að Rúrik sé öruggur áfram í næsta þætti ætlar hann ekki að gefa neitt eftir. „Ég hef helvíti gaman af þessu. Ég bý á einhverju hóteli og hef ekkert betra að gera heldur en að vera bara í átta, níu tíma á dag að æfa dans. Þetta er það gaman. Ég bjóst aldrei við því að þetta yrði svona gaman.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira