Yfirmaður Íslendingaliðsins fór hamförum í viðtali eftir stórleikinn en sá svo að sér Anton Ingi Leifsson skrifar 2. mars 2021 07:00 Jacob Nielsen er framkvæmdastjóri AGF. Hann var ansi pirraður eftir stórleikinn gegn FCK á sunnudag. Lars Ronbog/Getty Jón Dagur Þorsteinsson og samherjar hans í AGF voru allt annað en sáttir við hvernig leikur þeirra gegn FCK endaði á sunnudaginn. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir VAR-atvik, eftir að leikurinn var blásinn af. AGF var 3-1 yfir í hálfleik en Mohamed Daramy minnkaði muninn í síðari hálfleik. Dómarinn flautaði svo leikinn af, áður en VAR kíkti á mögulega vítaspyrnu. Það endaði með því að FCK fékk víti, Jonas Wind jafnaði og leik lokið. Árósarmenn voru ekki sáttir með þetta og umkringdu dómara leiksins ansi ósáttir við þetta en þessu var ekki breytt. Jacob Nielsen, framkvæmdastjóri AGF, blés út í viðtali við Canal 9 eftir leikinn. „Þetta er það sem maður getur búist við hérna. Núna höfum við prufað þettan nokkrum sinnum og þetta er ekki spurning hvort að það sé víti eða ekki,“ sagði hann og hélt áfram. „Hann er búinn að flauta leikinn af og núna hljóta einhverjir að skoða þetta og sjá hvort að þetta sé eftir reglunum.“ „Þeir eru góðir að hafa áhrif á dómarann og setja pressu á hann. Ég skil ekki af hverju það voru sex mínútur í uppbótartíma og svo spilum við sjö mínútur.“ Jacob Nielsen var ikke tilfreds med håndteringen af den kontroversielle VAR-episode i kampen mellem FCK og AGF's sidste minut 😬https://t.co/N0GGbjdkHh— discovery+ sport 🇩🇰 (@dplus_sportDK) February 28, 2021 „Við verðum bara viðurkenna að FCK eru góðir að fá dómarana með sér í lið og það er mjög pirrandi. Ég er ekki fyrsti sem segir þetta og við verðum bara læra að tækla þetta betur,“ sagði Jacob á sunnudaginn. Daginn eftir sá hann hins vegar að sér og bað FCK afsökunar. Hann sagði AGF myndi ekki ganga lengra í málinu og kæra leikinn eins og kom til tals strax eftir leikinn. FCK tók við afsökunarbeiðninni en bað þó menn að gæta orða sinna. „Við höfum samþykkt afsökunarbeiðnina og munum ekki ganga lengra með málið. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem svona er talað af fólki í Superligunni og okkur finnst þetta óafsakanlegt og ekki í boði. Þetta er skaðlegt fyrir deildina, leikina sem og dómarana,“ sagði FCK í yfirlýsingu. Kommentar til AGF-direktør Jacob Nielsens udtalelser efter søndagens opgør #fckagf #fcklive https://t.co/laGLfiOxZ6— F.C. København (@FCKobenhavn) March 1, 2021 Eins og áður segir lauk leiknum með 3-3 jafntefli. Jón Dagur spilaði í 68 mínútur fyrir AGF sem er í þriðja sætinu, tveimur stigum á undan FCK sem er í fjórða sætinu. AGF hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina. Jón Dagur leikur eins og áður segir með liðinu nú en Ólafur Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson, Aron Jóhannsson og fleiri hafa leikið með liðinu í gegnum tíðina. Danski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
AGF var 3-1 yfir í hálfleik en Mohamed Daramy minnkaði muninn í síðari hálfleik. Dómarinn flautaði svo leikinn af, áður en VAR kíkti á mögulega vítaspyrnu. Það endaði með því að FCK fékk víti, Jonas Wind jafnaði og leik lokið. Árósarmenn voru ekki sáttir með þetta og umkringdu dómara leiksins ansi ósáttir við þetta en þessu var ekki breytt. Jacob Nielsen, framkvæmdastjóri AGF, blés út í viðtali við Canal 9 eftir leikinn. „Þetta er það sem maður getur búist við hérna. Núna höfum við prufað þettan nokkrum sinnum og þetta er ekki spurning hvort að það sé víti eða ekki,“ sagði hann og hélt áfram. „Hann er búinn að flauta leikinn af og núna hljóta einhverjir að skoða þetta og sjá hvort að þetta sé eftir reglunum.“ „Þeir eru góðir að hafa áhrif á dómarann og setja pressu á hann. Ég skil ekki af hverju það voru sex mínútur í uppbótartíma og svo spilum við sjö mínútur.“ Jacob Nielsen var ikke tilfreds med håndteringen af den kontroversielle VAR-episode i kampen mellem FCK og AGF's sidste minut 😬https://t.co/N0GGbjdkHh— discovery+ sport 🇩🇰 (@dplus_sportDK) February 28, 2021 „Við verðum bara viðurkenna að FCK eru góðir að fá dómarana með sér í lið og það er mjög pirrandi. Ég er ekki fyrsti sem segir þetta og við verðum bara læra að tækla þetta betur,“ sagði Jacob á sunnudaginn. Daginn eftir sá hann hins vegar að sér og bað FCK afsökunar. Hann sagði AGF myndi ekki ganga lengra í málinu og kæra leikinn eins og kom til tals strax eftir leikinn. FCK tók við afsökunarbeiðninni en bað þó menn að gæta orða sinna. „Við höfum samþykkt afsökunarbeiðnina og munum ekki ganga lengra með málið. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem svona er talað af fólki í Superligunni og okkur finnst þetta óafsakanlegt og ekki í boði. Þetta er skaðlegt fyrir deildina, leikina sem og dómarana,“ sagði FCK í yfirlýsingu. Kommentar til AGF-direktør Jacob Nielsens udtalelser efter søndagens opgør #fckagf #fcklive https://t.co/laGLfiOxZ6— F.C. København (@FCKobenhavn) March 1, 2021 Eins og áður segir lauk leiknum með 3-3 jafntefli. Jón Dagur spilaði í 68 mínútur fyrir AGF sem er í þriðja sætinu, tveimur stigum á undan FCK sem er í fjórða sætinu. AGF hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina. Jón Dagur leikur eins og áður segir með liðinu nú en Ólafur Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson, Aron Jóhannsson og fleiri hafa leikið með liðinu í gegnum tíðina.
Danski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira