Guardiola: Ég hendi þeim út úr liðinu sem halda að við séum búnir að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 15:30 Pep Guardiola ætlar að halda sínum mönnum í Manchester City á tánum. Getty/Matt McNulty Manchester City er að stinga af í ensku úrvalsdeildinni en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur varað sína menn við því að slaka eitthvað á. Manchester City vann sinn tuttugasta leik í röð í öllum keppnum um helgina og er nú komið með tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar tólf leikir eru eftir. Guardiola varaði sína leikmenn við því að hann muni horfa eftir því hverjir þeirra ætli eitthvað að fara að slaka á. „Þegar mér finnst að einhver haldi að þetta sé búið eða að þetta líti svo vel út, þá er sá leikmaður ekki að fara að spila hjá mér,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi í gær. Pep Guardiola sees 'terribly important' City opportunity coming up #mcfc https://t.co/ChlBVGVgeR— Manchester City News (@ManCityMEN) March 1, 2021 „Ég er gæddur því innsæi að vita nákvæmlega hvenær leikmenn eru ekki tilbúnir í það að gera það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City liðið hefur ekki tapað síðan í nóvember og á nú möguleika á því að vinna fjórfalt því liðið er enn með í öllum keppnum. „Við getum alltaf gert betur og það er markmiðið. Sérstaklega getur hver og einn bætt sinn leik. Allir leikmenn eiga að geta gert betur og þegar það gerist hjá öllum í liðinu þá verður liðið betra,“ sagði Guardiola. City græddi á því um helgina að öll liðin í næstu sætum á eftir þeim, Manchester United, Leicester City, West Ham United og Chelsea, töpuðu stigum. 2 0 wins in a row is not enough for Guardiola:"As much as we win and as much as we get results, as much we have to demand and be over the players and say we can do better." pic.twitter.com/BjvHXmQguI— Goal (@goal) March 1, 2021 Guardiola hefur engu að síður áhyggjur af því að þetta gæti hrunið hjá Manchester City. „Liverpool liðið er meistari en ekki við. Til að ná titlinum þá þurfum við enn að vinna átta, níu eða tíu leiki og það er mikið af leikjum. Það eru ótrúleg lið sem lenda í vandræðum í fjórum eða fimm leikjum í röð. Það getur líka gerst fyrir okkur,“ sagði Guardiola. „Það gerðist á síðasta tímabili og við lentum líka í því í byrjun á þessu tímabili. Við gáum ekki unnið þrjá leiki í röð í byrjun tímabils. Það er ástæðan fyrir því að við megum ekki slaka neitt á,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Manchester City vann sinn tuttugasta leik í röð í öllum keppnum um helgina og er nú komið með tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar tólf leikir eru eftir. Guardiola varaði sína leikmenn við því að hann muni horfa eftir því hverjir þeirra ætli eitthvað að fara að slaka á. „Þegar mér finnst að einhver haldi að þetta sé búið eða að þetta líti svo vel út, þá er sá leikmaður ekki að fara að spila hjá mér,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi í gær. Pep Guardiola sees 'terribly important' City opportunity coming up #mcfc https://t.co/ChlBVGVgeR— Manchester City News (@ManCityMEN) March 1, 2021 „Ég er gæddur því innsæi að vita nákvæmlega hvenær leikmenn eru ekki tilbúnir í það að gera það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City liðið hefur ekki tapað síðan í nóvember og á nú möguleika á því að vinna fjórfalt því liðið er enn með í öllum keppnum. „Við getum alltaf gert betur og það er markmiðið. Sérstaklega getur hver og einn bætt sinn leik. Allir leikmenn eiga að geta gert betur og þegar það gerist hjá öllum í liðinu þá verður liðið betra,“ sagði Guardiola. City græddi á því um helgina að öll liðin í næstu sætum á eftir þeim, Manchester United, Leicester City, West Ham United og Chelsea, töpuðu stigum. 2 0 wins in a row is not enough for Guardiola:"As much as we win and as much as we get results, as much we have to demand and be over the players and say we can do better." pic.twitter.com/BjvHXmQguI— Goal (@goal) March 1, 2021 Guardiola hefur engu að síður áhyggjur af því að þetta gæti hrunið hjá Manchester City. „Liverpool liðið er meistari en ekki við. Til að ná titlinum þá þurfum við enn að vinna átta, níu eða tíu leiki og það er mikið af leikjum. Það eru ótrúleg lið sem lenda í vandræðum í fjórum eða fimm leikjum í röð. Það getur líka gerst fyrir okkur,“ sagði Guardiola. „Það gerðist á síðasta tímabili og við lentum líka í því í byrjun á þessu tímabili. Við gáum ekki unnið þrjá leiki í röð í byrjun tímabils. Það er ástæðan fyrir því að við megum ekki slaka neitt á,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira