Bello Matawalle, ríkisstjóri Zamfara héraðs, tilkynnti björgun stúlknanna á Twitter í morgun.
Mannrán sem þetta, þar sem hópar ræna skólabörnum eru tiltölulega algeng í Nígeríu. Í þar síðustu viku var 42 rænt í heimavistarskóla í öðru norðanverðu héraði og 344 skóladrengjum var rænt í desember.
Báðum þeim hópum hefur verið bjargað úr haldi og heldur lögreglan því fram að ekkert lausnargjald hafi verið greitt. Sérfræðingar telja það ekki rétt.
Stúlkunum 279 var sleppt eftir viðræður embættismanna og ræningjanna, samkvæmt embættismönnum sem BBC ræddi við. Matawalle segir að lausnargjald hafi ekki verið greitt.
Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, opinberaði í síðustu viku að ríkisstjórnar hefðu greitt lausnargjald með peningum og bílum og hvatti þá til að endurskoða þá stefnu að gera það.
Mannránum sem þessum hefur farið fjölgandi og rekja sérfræðingar það til þess að verið sé að greiða lausnargjöld fyrir börnin sem rænt er.
#JangebeGirls @CNN @MobilePunch @AJEnglish @OfficialPDPNig @SaharaReporters @Pontifex pic.twitter.com/oPPx3J3IB4
— Dr. Bello Matawalle (@Bellomatawalle1) March 2, 2021