„Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2021 21:00 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill helst láta rífa byggingu Fossvogsskóla. Vísir/Vilhelm Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. Starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Síðan þá hefur verið ráðist í úrbætur sem hafa kostað á fimmta hundrað milljónir króna. Í nýrri skýrslu kemur hins vegar fram að varasamar myglutegundir séu enn að finnast. „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg. Það kemur fram í þessum skýrsum að tvær tegundir af myglu sem eru að finnast sem eru hættulegar, önnur sem veldur krabbameini,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir vart forsvaranlegt að verja meira fjármagni í endurbætur á skólanum. Helst ætti að rífa hann eða að öðrum kosti koma börnunum burt. „Ég myndi bara helst vilja að börnin fengju að njóta vafans og starfsfólk og myndi vera flutt úr skólanum á meðan verið væri að komast að því hvar mygluna er að finna innan skólans,“ segir Valgerður. Foreldrar lýstu í gær vantrausti á Reykjavíkurborg og gagnrýna að fá engar upplýsingar um stöðu mála. „Börnunum okkar er ekki komið í burtu. Ég er búin að neyðast til að vera með dóttur mína hér í heimakennslu af því að ég hef ekki samvisku í að senda hana þarna, sér í lagi eftir að ég sé hvaða breytingar hafa átt sér stað hjá henni þegar hún er ekki í skólahúsnæðinu,“ segir Jónína Margrét Sigurðardóttir, móðir stúlku í Fossvogsskóla. „Ég fékk oft höfuðverk og var oft mjög þreytt og var stundum með beinverki,“ segir Þórdís Katla Einarsdóttir, dóttir Jónínu Margrétar. „Hún hefur fundið til. Það er svo rosalegt slen og þreyta, gífurleg síþreyta sem fylgir þessu og heilaþoka. En núna er hún kát og hress og vill fara út og leika,“ segir Jónína Margrét. „Það er betra að vera með góða heilsu og vera hér en í skólanum og vera svolítið veikur,“ segir Þórdís Katla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er málið til skoðunar en ekki kemur til greina að rífa skólann eins og staðan er nú því aðeins hafi myglugró verið staðfest en ekki mygla. Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 „Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Síðan þá hefur verið ráðist í úrbætur sem hafa kostað á fimmta hundrað milljónir króna. Í nýrri skýrslu kemur hins vegar fram að varasamar myglutegundir séu enn að finnast. „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg. Það kemur fram í þessum skýrsum að tvær tegundir af myglu sem eru að finnast sem eru hættulegar, önnur sem veldur krabbameini,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir vart forsvaranlegt að verja meira fjármagni í endurbætur á skólanum. Helst ætti að rífa hann eða að öðrum kosti koma börnunum burt. „Ég myndi bara helst vilja að börnin fengju að njóta vafans og starfsfólk og myndi vera flutt úr skólanum á meðan verið væri að komast að því hvar mygluna er að finna innan skólans,“ segir Valgerður. Foreldrar lýstu í gær vantrausti á Reykjavíkurborg og gagnrýna að fá engar upplýsingar um stöðu mála. „Börnunum okkar er ekki komið í burtu. Ég er búin að neyðast til að vera með dóttur mína hér í heimakennslu af því að ég hef ekki samvisku í að senda hana þarna, sér í lagi eftir að ég sé hvaða breytingar hafa átt sér stað hjá henni þegar hún er ekki í skólahúsnæðinu,“ segir Jónína Margrét Sigurðardóttir, móðir stúlku í Fossvogsskóla. „Ég fékk oft höfuðverk og var oft mjög þreytt og var stundum með beinverki,“ segir Þórdís Katla Einarsdóttir, dóttir Jónínu Margrétar. „Hún hefur fundið til. Það er svo rosalegt slen og þreyta, gífurleg síþreyta sem fylgir þessu og heilaþoka. En núna er hún kát og hress og vill fara út og leika,“ segir Jónína Margrét. „Það er betra að vera með góða heilsu og vera hér en í skólanum og vera svolítið veikur,“ segir Þórdís Katla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er málið til skoðunar en ekki kemur til greina að rífa skólann eins og staðan er nú því aðeins hafi myglugró verið staðfest en ekki mygla.
Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 „Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
„Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42
„Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16