AP-fréttastofan segir að upplýsingar um líðan þeirra særðu, þar á meðal árásarmannsins, liggi ekki fyrir að svo stöddu. Talskona lögreglunnar sagði Aftonbladet að sumir væru alvarlega sárir, aðrir minna en enginn væri látinn.
Árásarmaðurinn er sagður á þrítugsaldri. Hann er grunaður um tilraun til manndráps. Rannsókn beinist meðal annars að því hvort að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stefan Löfven, forsætisráðherra, fordæmdi árásina og sagði öryggisstofnunina SAPO vinna að rannsókninni.