Klopp vill banna sínum leikmönnum að fara í landsleikina í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 08:15 Jürgen Klopp talar við sína leikmenn í Liverpool en hann vill skiljanlega ekki missa landsliðsmennina í tíu daga sóttkví eftir landsleikjahléið. AP/Lawrence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur miklar áhyggjur af því að missa leikmenn í langa sóttkví eftir að þeir koma til baka úr landsliðsferðum í lok mánaðarins. Klopp vill hreinlega banna landsliðsmönnum Liverpool að fara í landsleikina í lok mars. Ástæðan er að samkvæmt sóttvarnarreglum í Bretlandi þá þurfa allir sem koma frá löndum á rauða listanum að fara í tíu daga sóttkví þegar þeir koma til landsins. Alþjóða knattspyrnusambandið segir að félögin megi banna leikmönnum að fara til móts við landsliðin sín ef þeirra bíður fimm daga eða lengri sóttkví við komuna til baka. Það er líklegt að Liverpool og fleiri lið nýti sér þetta. Klopp will ban Liverpool players from internationals if they face quarantine. By @AHunterGuardian https://t.co/K2pgjt00WE— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2021 „Ég skil vel þörfina hjá landsliðum mismunandi knattspyrnusambanda en nú er tíminn þar sem er ekki hægt að halda öllum ánægðum,“ sagði Jürgen Klopp. „Félögin borga leikmönnum launin og þeir hljóta því að setja liðin sín í forgang. Það er bara ekki hægt að gera alla ánægða, endurtók Klopp og talaði líka um mögulega óvissu með staðsetningu leikjanna. Liverpool boss Jurgen Klopp says clubs agree players should not be released to play in international matches this month if they then must quarantine on their return.— Sky Sports (@SkySports) March 3, 2021 „Við erum ekki hundrað prósent viss því þetta et ekki á hreinu. Sum lönd gætu jafnvel breytt um keppnisstað áður en þau spila. Þú þarft alltaf að bíða fram á síðustu stundu því fólk þarf tíma til að taka ákvörðun,“ sagði Klopp. „Ég held að allir séu sammála um það að við getum ekki leyft þessum leikmönnum að fara og þurfa síðan að dúsa á hóteli í tíu daga þegar þeir koma til baka. Það getur ekki verið lausnin,“ sagði Klopp. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Klopp vill hreinlega banna landsliðsmönnum Liverpool að fara í landsleikina í lok mars. Ástæðan er að samkvæmt sóttvarnarreglum í Bretlandi þá þurfa allir sem koma frá löndum á rauða listanum að fara í tíu daga sóttkví þegar þeir koma til landsins. Alþjóða knattspyrnusambandið segir að félögin megi banna leikmönnum að fara til móts við landsliðin sín ef þeirra bíður fimm daga eða lengri sóttkví við komuna til baka. Það er líklegt að Liverpool og fleiri lið nýti sér þetta. Klopp will ban Liverpool players from internationals if they face quarantine. By @AHunterGuardian https://t.co/K2pgjt00WE— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2021 „Ég skil vel þörfina hjá landsliðum mismunandi knattspyrnusambanda en nú er tíminn þar sem er ekki hægt að halda öllum ánægðum,“ sagði Jürgen Klopp. „Félögin borga leikmönnum launin og þeir hljóta því að setja liðin sín í forgang. Það er bara ekki hægt að gera alla ánægða, endurtók Klopp og talaði líka um mögulega óvissu með staðsetningu leikjanna. Liverpool boss Jurgen Klopp says clubs agree players should not be released to play in international matches this month if they then must quarantine on their return.— Sky Sports (@SkySports) March 3, 2021 „Við erum ekki hundrað prósent viss því þetta et ekki á hreinu. Sum lönd gætu jafnvel breytt um keppnisstað áður en þau spila. Þú þarft alltaf að bíða fram á síðustu stundu því fólk þarf tíma til að taka ákvörðun,“ sagði Klopp. „Ég held að allir séu sammála um það að við getum ekki leyft þessum leikmönnum að fara og þurfa síðan að dúsa á hóteli í tíu daga þegar þeir koma til baka. Það getur ekki verið lausnin,“ sagði Klopp.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira