Jarðskjálfti 8 að stærð á Nýja-Sjáland Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 20:39 Upptök skjálftans voru úti fyrir ströndum Nýja-Sjálands. Getty/Matthew Williams-Ellis/Universal Images Group Jarðskjálfti sem mældist 8 að stærð reið yfir úti fyrir norðurströndum Nýja-Sjálands nú fyrir stundu, eða að morgni föstudags að staðartíma. Þetta er þriðji stóri skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu í dag en sá fyrsti mældist 7,2 að stærð um klukkan hálf þrjú að nóttu að staðartíma. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út vegna skjálftanna. Íbúar sem búa nærri strandlengjunni á Norður-Eyju Nýja-Sjálands eru hvattir til að forða sér hið snarasta hærra upp á land og rýming hefur verið fyrirskipuð á skilgreindum hættusvæðum vegna flóðbylgju. Enn sem komið er hafa ekki borist tilkynningar um tjón eða slys á fólki vegna jarðskjálftanna að því er fram kemur í frétt Guardian. Fyrsti skjálftinn vakti þúsundir íbúa Nýja-Sjálands upp af værum svefni og fannst mörgum sem skjálftinn hafi varað í um eina mínútu að því er fram kemur í umfjöllun nýsjálenska miðilsins New Zealand Herald. Í kjölfarið fylgdu nokkrir eftirskjálftar. „Þetta er sá stærsti sem ég hef nokkurn tímann fundið. Hann hélt endalaust áfram. Ég bý gömlu steinhúsi og ég vissi ekki hvar ég ætti að standa vegna þess að það er allt úr grjóti,“ er haft eftir Helen Bint, íbúa á Chatham-eyju. TSUNAMI WARNING issued following Kermadecs earthquake. People near coast from the BAY OF ISLANDS to WHANGAREI, from MATATA to TOLAGA BAY, and GREAT BARRIER ISLAND must MOVE IMMEDIATELY to nearest high ground, out of all tsunami evacuation zones, or as far inland as possible— National Emergency Management Agency (@NZcivildefence) March 4, 2021 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tjáir sig um skjálftana á Instagram þar sem hún segist vona að allir séu heilir á húfi. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) Fréttin hefur verið uppfærð. Nýja-Sjáland Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Íbúar sem búa nærri strandlengjunni á Norður-Eyju Nýja-Sjálands eru hvattir til að forða sér hið snarasta hærra upp á land og rýming hefur verið fyrirskipuð á skilgreindum hættusvæðum vegna flóðbylgju. Enn sem komið er hafa ekki borist tilkynningar um tjón eða slys á fólki vegna jarðskjálftanna að því er fram kemur í frétt Guardian. Fyrsti skjálftinn vakti þúsundir íbúa Nýja-Sjálands upp af værum svefni og fannst mörgum sem skjálftinn hafi varað í um eina mínútu að því er fram kemur í umfjöllun nýsjálenska miðilsins New Zealand Herald. Í kjölfarið fylgdu nokkrir eftirskjálftar. „Þetta er sá stærsti sem ég hef nokkurn tímann fundið. Hann hélt endalaust áfram. Ég bý gömlu steinhúsi og ég vissi ekki hvar ég ætti að standa vegna þess að það er allt úr grjóti,“ er haft eftir Helen Bint, íbúa á Chatham-eyju. TSUNAMI WARNING issued following Kermadecs earthquake. People near coast from the BAY OF ISLANDS to WHANGAREI, from MATATA to TOLAGA BAY, and GREAT BARRIER ISLAND must MOVE IMMEDIATELY to nearest high ground, out of all tsunami evacuation zones, or as far inland as possible— National Emergency Management Agency (@NZcivildefence) March 4, 2021 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tjáir sig um skjálftana á Instagram þar sem hún segist vona að allir séu heilir á húfi. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) Fréttin hefur verið uppfærð.
Nýja-Sjáland Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira