Robertson hjá Liverpool: Of margir hengja haus þegar við lendum undir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 08:01 Jürgen Klopp með Ozan Kabak og Andy Robertson eftir tapleikinn á móti Chelsea í gær. Getty/ Laurence Griffiths Andy Robertson og félagar hjá Liverpool töpuðu fimmta heimaleiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea sótti 1-0 sigur á Anfield. Liverpool liðið er nú í sjöunda sæti og útlitið er ekki mjög bjart í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Titilvörnin hefur gengið hörmulega og Liverpool er fyrstu Englandsmeistararnir í sögunni til að tapa fimm heimaleikjum í röð. Too many heads are going down : Andy Robertson criticises Liverpool performance after Chelsea defeathttps://t.co/HjD0zoMJ2e #LFC— Indy Football (@IndyFootball) March 4, 2021 „Síðasta tímabil er búið og það er komið nýtt tímabil. Við höfum ekki verið nálægt því að vera eins góðir og Liverpool lið á að vera. Við dettum neðar og neðar og þetta er ekki nógu gott,“ sagði Andy Robertson, bakvörður Liverpool, við Sky Sports. „Leikjunum fer að fækka og við þurfum að setja pressu liðin í kringum okkur. Fólk heldur kannski að við séu búnir á því en við þurfum að ná í úrslitin til að sýna þeim að það sé ekki rétt. Eins og er þá erum við ekki að gera það,“ sagði Robertson. "Last season is done, the season before is done. This is a new season. We're dropping further and it's not good enough."Andy Robertson gives an honest post-match interview after Liverpool's 5th straight loss at Anfield pic.twitter.com/dyESCgf787— Football Daily (@footballdaily) March 4, 2021 „Það eru of margir í liðinu sem hengja haus þegar við lendum 1-0 undir. Fótbolti snýst um að vinna sig út úr höggunum. Við getum ekki treyst á fortíðina,“ sagði Robertson. Liverpool vann ensku deildina með miklum yfirburðum í fyrra en nú er liðið óþekkjanlegt, bitlaust og óöruggt. Liverpool liðið lék 68 heimaleiki í röð án þess að tapa á Anfield en hefur núna tapað síðustu fimm heimaleikjum sínum sem voru á móti Burnley, Brighton, Manchester City, Everton og nú síðast Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Liverpool liðið er nú í sjöunda sæti og útlitið er ekki mjög bjart í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Titilvörnin hefur gengið hörmulega og Liverpool er fyrstu Englandsmeistararnir í sögunni til að tapa fimm heimaleikjum í röð. Too many heads are going down : Andy Robertson criticises Liverpool performance after Chelsea defeathttps://t.co/HjD0zoMJ2e #LFC— Indy Football (@IndyFootball) March 4, 2021 „Síðasta tímabil er búið og það er komið nýtt tímabil. Við höfum ekki verið nálægt því að vera eins góðir og Liverpool lið á að vera. Við dettum neðar og neðar og þetta er ekki nógu gott,“ sagði Andy Robertson, bakvörður Liverpool, við Sky Sports. „Leikjunum fer að fækka og við þurfum að setja pressu liðin í kringum okkur. Fólk heldur kannski að við séu búnir á því en við þurfum að ná í úrslitin til að sýna þeim að það sé ekki rétt. Eins og er þá erum við ekki að gera það,“ sagði Robertson. "Last season is done, the season before is done. This is a new season. We're dropping further and it's not good enough."Andy Robertson gives an honest post-match interview after Liverpool's 5th straight loss at Anfield pic.twitter.com/dyESCgf787— Football Daily (@footballdaily) March 4, 2021 „Það eru of margir í liðinu sem hengja haus þegar við lendum 1-0 undir. Fótbolti snýst um að vinna sig út úr höggunum. Við getum ekki treyst á fortíðina,“ sagði Robertson. Liverpool vann ensku deildina með miklum yfirburðum í fyrra en nú er liðið óþekkjanlegt, bitlaust og óöruggt. Liverpool liðið lék 68 heimaleiki í röð án þess að tapa á Anfield en hefur núna tapað síðustu fimm heimaleikjum sínum sem voru á móti Burnley, Brighton, Manchester City, Everton og nú síðast Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira